mitt álit

mitt álit um hin og þessi málefni, fréttatengd eður ei. - ath, skoðanir um ákveðna hluti kunna að vera útrunnar þegar þetta er lesið.

nóvember 27, 2004, 01:07 EH

nokkur orð um RSS

Blogg.is segir eftirfarandi um hvað RSS sé :

"RSS er einskonar útdráttur.. af því nýjasta efni hvers bloggs sem nýtist þeim sem nota RSS-lesara til að fylgjast með fréttaveitum og bloggum."

En hvernig nýtist RSS og hvaða vandamál leysist við notkun þess?

Það er heilmikið af flottum fréttavefum og bloggsíðum sem fólk vill skoða, en að fara á hverja einustu, án þess að vita hvort ný færsla sé komin, er tímaþjófur og of mikil vinna.

Lausnin er að nota forrit sem lesa RSS sniðið, eða svokallaða RSS-lesara, til þess að fylgjast með uppáhalds frétta og blogg síðunum fyrir mann og láta mann síðan vita þegar ný færsla er kominn á einhvern þeirra.

Hvar fæ ég forrit sem lesa RSS?
Ég mæli persónulega með tveim forritum feedreader og rdf ticker

Feedreader er sérstaklega góður ef manni langar að fylgjast með miklum fjölda af vefum í einu, en Rdf ticker er fínn ef þetta eru færri vefir en maður vill fylgjast mjög vel með þeim.

Hvernig finn ég RSS linka til að setja í RSS-lesara eins og feedreader og rdf ticker?
Forritin eru oft með lista sjálf sem hægt er að velja úr, vinir okkar og kunningjar eru ekki á þeim listum, og einnig ekki fréttaveiturnar íslensku.

Á flestum blogg síðum [því miður ekki á folk.is] er boðið upp á RSS hlekk. Stundum heitir hann RDF eða XML eða RSS. Leitið og þér munuð finna. Þegar hann er fundinn þá er það bara "copy" á hlekknum og "paste" í RSS-lesarann.

Einnig er hægt að fá RSS hlekki á ýmsum vefum sem taka saman lista af RSS skjölum eins og t.d. rss.molar.is Á þessari síðu getið þið komist í RSS hlekki með því að kópera hlekkinn á bakvið "RSS" :)

Einnig eru til vefir sem að birta RSS skjöl eftir með tengla á fréttir á ýmsum fréttavefum eftir málefnum, t.d. allt um genafræði eða allt um kvikmyndir, Ágætur slíkur vefur er moreover.com. Getur verið svolítið sniðugt ef maður hefur áhuga á einhverju málefni og langar að fylgjast vel með því sem er að frétta úr þeim geira.

Stundum er hlekkurinn falinn og þá þarf maður að fara að skoða kóðan á bakvið síðunna, í internet explorer er það view - source en í firefox er það view - page source.
Í fyrstu línum kóða mbl.is er t.d. eftirfarandi tilvísun á RSS skjal og mundi þetta líta svipað út hjá öðrum vefsíðum ef þær auglýsa tilvist RSS skjals í kóða sínum eins og mbl.is gera :

<link rel="alternate" type="application/rss+xml" title="RSS" href="http://www.mbl.is/mm/rss/forsida.xml" />

ýtarlegra um RSS

RSS er skammstöfun fyrir, Really Simple Syndication, Rich Site Summary og einnig RDF Site Summary. RSS er aðferð til þess að dreifa efni og er mest notuð til þess að dreifa, eða réttara orð er ef til vill birta, fréttum af frétta-vefum og færslum af bloggsíðum.

Í stuttu máli þá virkar ferlið þannig að þegar ég mun vista þessa færslu þá mun vefsíðan innihalda þennan texta en það er önnur skrá sem mun breytast líka á vefnum mínum og hún heitir index.rdf. Þetta er svokölluð rss skrá og mun þessi færsla líta svona út ef index.rdf væri skoðaður í t.d. textaritli eins og notepad :

<title>kynning á RSS</title>
<link>2004/11/27/nokkur-or-um-RSS.html</link>
<description>Blogg.is segir eftirfarandi um hvað rss sé : RSS er einskonar útdráttur.. af því nýjasta efni hvers bloggs sem nýtist þeim sem nota RSS-lesara til að fylgjast með fréttaveitu...</description>
<dc:subject>mitt álit</dc:subject>
<dc:creator>addi</dc:creator>
<dc:date>2004-11-27T12:11:25+00:00</dc:date>

Þetta er tungumál RSS og kallast XML.
Hér er birtur hlekkur, smá úrdrátt úr henni, titil greinar, höfund og jafnvel dagsetningu og tíma sem hún var rituð, og nokkrum sekúndum eftir að ég vista færsluna, er hún kominn í RSS-lesara hjá þeim sem hafa áhuga að fylgjast með röfli mínu á þessari síðu.


ég er sko ekki drukkinn

Lögreglukona stoppar mann og grunar hann að vera ölvun, það sem fylgir er svolítið skondið. Hlekkur


nóvember 22, 2004, 09:42 EH

tónlist tónlist

Jæja, þá eftir langa bið hefur maður loksins komið sér aftur í að kaupa sér tónlist. Hef í nokkuð langan tíma látið mér það nægja að hlusta á þá tónlist sem ég á í safninu og það sem fellur til úr músík söfnum annara.
Ég hef komist upp á lagið með að brúka tónlist stafrænt og hef engin not lengur fyrir að eiga tónlist á "eigulegu" formi eins og á geisladiskum lengur. Persónulega þá gef ég meira út á að tónlistin sé handhæg, s.s. að ég geti með fáum handtökum hlustað á það sem mér sýnist hverju sinni.
Ég hef verið að skima í kringum mig eftir tónlistarveitu til að skipta við og mundi svo eftir því að Örn var áskrifandi að emusic og ákvað að skella mér á pakkann hjá þeim. Verð að viðurkenna að ég er mjög sáttur við kjörin sem að þeir bjóða mér þar.

Fyrstu tvær vikurnar eru fríar, en annars kostar 90 laga pakki 20 dollara, sem reiknast nokkurn vegin sem 15 krónur lagið, eða rúmlega 130-160 krónur geisladiskurinn sem er góður díll.
Einnig eru lögin öll bara hefðbundnar mp3 skrár hjá Emusic og ekkert vesenis Digital Rights Management eins og hjá tónlist.is Svo eru engar kjánalegar kröfur um að ég noti Windows Media Player eða Internet Explorer.

Er nú þegar búin að smella mér á fjórar plötur :
Remotion The Global Communication Remix Albu
Bip-Hop Generation Vol. 1
Anyone Can Play Radiohead A Tribute To Radiohead
og síðast en ekki síst
Aleck Karis - Piano Music of Philip Glass

Ókostir :
Þetta er ekki bara paradís kunningjar og kunningjur, vinir og vandamenn, því að nokkrir vankantar eru á þjónustu emusic sem að vert er að nefna.

Gæði tónlistarinnar mættu vera betri. Ég fæ það svolítið á tilfinninguna að hluta safnsins hafi verið rippað hjá þeim þegar það var ekki alltof mikið púður lagt í gæði. Ég get alveg lifað með þessu soundi, en þetta gæti verið atriði fyrir sumum. Ef að gæða atriðið fer mikið í taugarnar á mér, þá getur maður alltaf rippað disknum ef maður þekkir einhvern sem á hann. Allaveganna þá mundi ég ekki fá neitt á samviskuna, svona fyrst að maður er farinn að greiða fyrir tóninn.

Annar ókostur er að Emusic semur við dreifingaraðilla og plötuútgáfur á mismunandi hátt og sum leyfana segja til um að aðeins kanar geti keypt plötuna og finnst mér það alveg glatað. Að minnsta kosti fannst mér það svolítið leiðinlegt að vera glænýr viðskiptavinur og fá eftirfarandi línu :

"We're sorry, but this album is not available for download by users outside of the United States due to licensing restrictions."

En ég ætla samt að gefa þeim séns og get séð í gegnum fingur mér við þá.

Niðurstaðan er semsagt sú ég get, eins og er, sett þumalinn upp í loftið og sagt:

skellið ykkur á þetta pésarnir mínir,
hættiði að downloada tónlist ólöglega &
smellið ykkur á emusic


nóvember 18, 2004, 12:50 FH

south park

Hérna er gott dæmi um hversu mikil áhrif vinsældarmenning er farin að hafa á þjóðfélag okkar


nóvember 03, 2004, 11:54 FH

hvítur menntaður bjáni ?

Þetta niðurbrot á útgöngukönnun hjá CNN fyrir OHIO fylki, sem er lykilfylki í kosningunum 2004 í bandaríkjunum, sýnir annars vegar að stórt samhengi er á milli litarhafts og hvað maður kýs, t.d. fær Bush meirihlutakosningu hvítra, á meðan aðrir kjósa kerry með yfirdrifnum meirihluta:

VOTE BY RACE BUSH KERRY
White (86%) 56% 44%
African-American (10%) 16% 84%
Latino (3%) 35% 65%

Að auki virðist maður hallast að Bush eftir því sem menntaðri maður er, sem mér finnst mjög ógnvænleg staðreynd. Takið eftir því hvað prósentutala Kerry rennur niður þegar að menntunarstig fer upp.:

VOTE BY EDUCATION BUSH KERRY

No High School (4%) 42% 58%
H.S. Graduate (30%) 49% 51%
Some College (29%) 52% 48%
College Graduate (25%) 55% 45%
Postgrad Study (13%) 51% 49%

Síðan má sama segja um kirkjusókn, þeim meira sem viðkomani sækir kirkjuna sína þeim líklegri er hann til að kjósa Bush.

Seinast en ekki síst virðist það hafa áhrif í hversu stóru samfélagi þú býrð í. Ef þú býrð á fámenni stöðum aukast líkurnar á því að þú kjósir Bush:

VOTE BY SIZE OF COMMUNITY BUSH KERRY

Big Cities (6%) 53% 43%
Smaller Cities (19%) 38% 62%
Suburbs (49%) 51% 49%
Small Towns (6%) 49% 49%
Rural (19%) 63% 36%

Niðurstaðan kemur svosem ekki á óvart en atriðið með menntunina kom mér þá smá á óvart. Svo viriðst sem að eftirfarandi sé lýsing á kjarna-stuðningsmanni George W. Bush og þar af leiðandi sá karakter sem ber hvað mesta ábyrgð á því að pólitík haturs, sem stunduð hefur verið þar vestra síðustu fjögur ár og haft alvarleg áhrif á heimsbyggðina, mun líklegast halda áfram óbreytt :

Hvítur launamikill menntaður kirkjurækinn einstaklingur sem býr í minni borgum eða út í sveit.


október 31, 2004, 06:17 EH

hot chip

Ég hef verið að hlusta mikið á Hot Chip upp á síðkastið, nánar tiltekið í kjölfarið á Airwaves hátíðinni, þar sem þeir brilleruðu að mínu mati.
Coming on strong heitir breiðskífan og er að mínu mati ein af skemmtilegri plötum sem ég hef heyrt á árinu.
Það er eitthvað tónlistarlega-klúrt að hlusta á band sem að hljómar eins og að kraftwerk og jagúar hafi tekið hljómsveitaræfingu og fengið prince til að stýra henni. Hér er tóndæmi
Örn skutlaði síðan í mig videó sem tekið var af þeim á tónlistarhátíðinni Big Chill í sumar, og er það hér. Einnig eru nokkrar myndir af Big Chill hátíðinni á myndasíðunni hans


október 29, 2004, 10:00 EH

Gutta-Cola

Lókal vinnu-sjoppu gaurinn, hann Hinrik, er þekktur fyrir að kaupa mikið magn af undarlegum drykkjum og selja þá síðan á slikk. Það má segja að hann sé eins konar soda-braskari. T.d. er hægt að fá undarlega sítrónugosdrykki sem maður hefur aldrei séð hjá honum og Root Beer sem er uppáhalds gosdrykkur bandaríkjamanna eftir kók víst, en er viðbjóður á bragðið, svona eins og tannkrem.

Í eitt skiptið t.d. keypti hann svífyrðilega mikið magn af pepsí x og seldi það síðan í kassa fyrir kassa, eftir að hafa ánetjað vinnustaðinn á því með ódýrum prufum.

Hann toppaði sig alveg í dag þegar strákarnir komu inn með Letneskan gosdrykk að nafni Gutta-Cola. Gosdrykkjaframleiðandinn Gutta kallar þetta "cola flavored soft-drink", sem má vera rétt, en bragðið af þessu lét Soda-Stream kókblöndu líta vel út í samanburði.

Svo slæmt var þetta víst hjá þeim að þeir eru ekki lengur með drykkinn í boði samkvæmt heimasíðu þeirra, en ég lýk þessu á ummælum Gutta á síðunni þeirra :

"Call Us to find out how we can help implement your dreams!"


október 28, 2004, 11:16 EH

hvað er eiginlega í gangi?

Stundum kemur það fyrir að í þessu annars ágæta landi þá hálf skammast maður sín fyrir samborgara sína. Ekki að ég ætli mér að verða eitthvað of dramatískur, en mér finnst ástandið svolítið kalla á dramatík.
Án þess að taka sértæka afstöðu í málinu, hvernig þjóðfélagi búum við í sem að tekur menntun af börnum í svona langan tíma?

Það er kannski ekki skrítið að við skorum lágt í raungreinum meðal þróaðra ríkja, eins og kom fram í einhverri alþjóðakönnun. Kannski er menntunarstigið bara lágt, þar sem lítil virðing er, að manni virðist, borin fyrir menntun.


október 27, 2004, 11:04 EH

two vampires and a dead guy crew

Í kjölfarið á iceland airwaves hæpinu um Two Vampires and a Dead Guy Crew var ég beðinn um að standa við orðin og koma með tengla á þessi lög og hér eru þeir :

She Bangs Remix... meira um lagið hér og textinn er eftirfarandi :

Yo it´s Ewok, and William Hung
I guess I've already won
Internet voting just a formality
Exos forgotten after fatality
Boom! My style is fresh
Some say no, but I say yes
Money! I´m gonna earn some bucks
Exos Exos Exos sucks!

Yo Exos, I´ve got something to say
Your last day on earth is today
Remixing William Hung in an hour
your remix is dull, lifeless NO POWER
Damn, I mmmmmake the kill
make sure to finish your will
time's up, its the end of your life
your obsolete like a floppy drive

og
Jamaica... meira um lagið hér og textinn er hér :


"Hey! Hefuru komið til Jamaica?
Þar er heitt, er eitthvað betra en það?
Eftir sólbað þar skaltu fara í bað
og á kvöldin er auðvitað dottið í það!
En ég ætla'ð fara'ð skemmta mér
Ó já, stuðið liggur frá topp og niðurí tá!
Já hér kem ég, ég er farinn á stjá!

Jamaica er eyja við karíbahaf
tæpar þrjár milljónir búa þar
Kingston heitir höfuðborgin
Og túristar troðfylla öll torgin
Jamaica búar tala ensku
og hafa gert síðan í bernsku
Þeir eru vingjarnlegir
og fáir eru hættulegir

Við ætlum öll til Jamaica
Það verður gaman í Jaaamaica
Við munum syngja um Jamaica
Það verður djammað í Jaaamaica
Við ætlum öll til Jamaica
Það verður gaman í Jaaamaica
Við munum syngja um Jamaica
Það verður djammað í Jaaamaica

Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!

Drífum okkur nú í fjörið
Því það er orðið alveg kjörið
Hitinn er orðinn nokkuð góður
maður verður ekki lafmóður
Sýnum innfæddum hvernig á að dansa
Það er enginn tími til að stansa
Því að nú nú fer droppið að detta!

Við ætlum öll til Jamaica
Það verður gaman í Jaaamaica
Við munum syngja um Jamaica
Það verður djammað í Jaaamaica

Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!
Jamaica!"


gallerý orðið fullorðins

Jæja, eftir smá vinnu, samt lítilsháttar, er myndagallerýið loksins orðið fullorðins. Setti upp kerfi sem heitir Coppermine sem hann Örn notar fyrir myndagalleríð sitt. Ekkert of mikið mál að setja það upp, en maður þarf að vera php og mysql væddur til að keyra kerfið. Svo var Örn búinn að þýða helling af kerfinu yfir á íslensku þannig að ég gat þjóðnýtt mér það eins og open source fræðin segja til um.

Nýja myndagallerýið er hér og er náttúrulega líka undir dótið mitt í hægri valmyndinni

Húni var að slaka á mig urli um tunglmyrkvan sem á að vera í nótt frá 00-06 í nótt. Spurning að maður haldi sér aðeins á fótum til að sjá hvort að maður nái einhverjum góðum myndum. Frekari upplýsingar hér


október 26, 2004, 12:35 FH

iceland airwaves

Reykjavík fékk vænan skammt af tónlistargrósku dagana 20 - 24. október, þegar nokkrir af stærri skemmti og tónleikastöðum bæjarins undirlögðust íslenskum og erlendum tónlistarmönnum.

Ég verð að viðurkenna að ég hef í gegnum tíðina ekki verið spenntastur manna fyrir þessari hátíð. Í gegnum tíðina finnst mér hún hafa einkennst af of mikilli meik-ræpu örfárra stórra íslenskra banda. Ég meina hversu margar hátíðir þurfti eiginlega til að koma quarashi, gusgus og maus á kortið?

Ég skal ekki segja hvort að ég eða hátíðin hafi breyst. Ef til vill var það sitt lítið af hvoru. Að minnsta kosti finnst mér hátíðin í ár vera alveg frábær blanda af hljómsveitum, tónleikastöðum og framkvæmdin hafa verið nær óaðfinnanleg

miðvikudagskvöldið - 10.20 - kapital

Þetta hófst óformlega á miðvikudaginn á svokölluðu elektro og breakz kvöldið sem skipulagt var af mönnum sem betur þekktir eru undir hattinum breakbeat.is. Kvöldið hófst á hljómsveitinni vde-066. Eitthvað segir mér að annar meðlimur vde, mc nonni, hafi lagt meiri áherslu á hitt bandið sitt sem spilaði síðar um kvöldið, two vampires and a dead guy crew.
Næst tók við ofurplötusnúðurinn chico rockstar en sem fæst orð verða höfð um hér þar sem að plötusnúðar eru bara kjellingar og ekki tónlistamenn.
Eftir chico komu disco volante sem að voru með helvíti gott dub grúv. Atli og Einar stóðu sig með ágætum á gítar og bassa, en því miður var undirspilið að klikka á köflum og fyldi því skip-hljóð geislaspilarans sem átti í hlut, sem vakti upp neyðarleg svipbrigði tónlistarmannana og áhorfendana. En disco volante fá prik fyrir gott grúv og langar mig að heyra meira frá þeim.
Síðan kom stafrænt megabæt sem ég er ekki viss um hvort sé einn gaur með trommara eða tveir gaurar. Amk þá var þetta svona skemmtilegt "taking the piss" tölvupopp með "atómskálda" ívafi.
Helgi Mullet Crew komu á eftir plötusnúðunum birni og ingva, og voru þar sem það sem hefði getað orðið stórgott gigg, en því miður voru græjumálin að stríða þeim og gestir þeirra, eins og núllnúllsjöberg þurftu að þola mæk sem mátti varla anda í. Ekki alveg nógu gott og fá þeir mínus í kladdann. Aftur á móti plús fyrir hafragrautinn og burger king búningana.
Kvöldinu lauk svo á two vampires and a dead guy crew, sem samanstendur af mc nonna, gossa og gunna ewok sem að áttu kvöldið. Þegar menn líta út eins og statistar í klámmynd frá 1983 þá er von á góðum concert og þeir gáfu lúkkinu ekkert eftir þegar þeir fluttu lögin jamaica og will hung she'bangs remixið sem að er að verða að költ klassík.

Missti af : Þóri

fimmtudagskvöldið - 10.21 - hafnarhúsið, þjóðleikhúskjallarinn og kapital

Fimmtudagskvöldið rauk af stað með í hafnarhúsinu með to rococo rot sem eru snilldar rafband frá þýskalandi. Frammistaða þeirra var ágæt, amk nóg fyrir mig til að hafa gaman að. Næst komu adem sem kom manni í þægilega stemmingu með gítar, harmonikkum, hörpum og fleiru. Svona raftónlistar gítartónlist án rafmagnsins.
Hood komu næst og var ég orðin heitur fyrir þeim, en þeir urðu mér smá fyrir vonbrigðum. Kannski var það bara af því að trommarinn var misheppnað að reyna að tromma ofan í raf-bít. En að minnsta kosti þá hljómaði þetta eins og þetta ætti að vera þétt, en var það ekki.
Næst voru það íslendingarnir í Slowblow, sem ég hef séð einu sinni áður minnir mig á popp í reykjavík hátíðinni. Bandið hefur þróast síðan þá sem er ekki slæmt, virðast hafa pikkað upp meira af hljóðfærum og stundum fannst mér eins og að múm væri eitthvað með í ráðum, en þetta er kannski bara "that icelandic sound" sem allir eru að tala um.
Kvöldinu á Hafnarhúsinu lauk með Four Tet sem ég og margir sem ég hafði talað við voru orðnir spenntir fyrir. Hann gerir fína tónlist, en því miður þá fannst mér þessi framkoma hans vera frekar geld. Ég held að hann hafi gerst sekur um mikið effecta"rúnk" og sem eyðilagði svolítið fyrir honum. Gaman samt að sjá tvær sony vaio vélar upp á sviði.
Eftir þetta rauk ég upp á þjóðleikhúskjallara til að sjá hvort ég gæti gripið funk harmony park sem voru þar, og ég kom alveg á réttum tíma undarlegt nokk, en þeim hafði seinkað víst eitthvað vegna græju-vesens. Þjóðleikhúskjallarinn var ef til vill ekki nógu góður staður fyrir fhp þar sem að þeir voru með frekar dansvænt prógram, en aftur á móti var staðurinn þétt setinn af fólki. FHP eru vel þroskað dans-band sem að hefði jafnvel átt heima á nasa. Því miður þá urðu þeir að hætta eftir ekki of langan tíma þar sem það var komið að steintrygg á planinu. Ég þurfti því miður frá að hverfa þó svo að sigtryggur sé snillingur í alla staði þar sem ég ætlaði að ná london electricity á kapital, en hann var þar í hlutverki plötusnúðar. Ég var london e. aðdáandi þegar ég hlustaði hvað mest á dnb og lengi vel fannst mér hann vera einn af fáum sem voru að gera eitthvað vit í drum & bass. Hann plötusnúðaði sig með ágætum úr þessu kvöldi. Mörgum þótti hann hafa tekið full mikinn aftursnúning, en ég tók ekkert sérstaklega eftir því.

Missti af : sáralitlu.... hefði viljað sjá sahara hotnights, meira af steintrygg og kannski úlpu svona af því að ég hef aldrei séð úlpu spila.


föstudagskvöldið - 10.22 - hafnarhúsið, kapital, nasa, bianco og kofi tómasar frænda

Þegar föstudagskvöldið rann upp var svolítið farið að þrengja að svefnkvóta mínum, en engu að síður var ákveðið að hefja kvöldið á klassísku stráka bjór sötri með helga og vidda. Frimmi hættulegi sá síðan um skutl niður í bæ og fær hann hér með props fyrir það. Lögreglan í reykjavík fær ekki props.
Við rukum á kapital, þar sem að við vorum búnir að missa af real x, en komum inn á sk/um, sem voru með ágætis raftónlistarshow, með inniföldum sérvitrings-hljóðnema í formi símtóls. Ég mæli með sk/um sem eitt af betri raftónlistarböndum landsins.
Að þeim loknum rukum við á Hafnarhúsið þar sem hinir norsku Magnet voru hefja leik sinn. Magnet var lýst á icelandairwaves sem "blissed out electronic pop from norway" og er nóg að segja að ég var hálf dáleiddur á meðan magnet spilaði, en var það líklegast rödd söngvarans sem að olli því.
Næst var stefnan tekin á nasa til að sjá hjálmar, en alltof löng röð hindraði mig í inngöngu svo að frank murder á kapital varð fyrir valinu. FM er náttúrulega einn af þéttari rafgaurum landsins og bara rugl að maðurinn sé ekki búinn að dæla út albúmi miðað við fjöldan af fínu efni sem hann á, en hann tók fínan bræðing af tónlistinni sinni fyrir gesti kapital.
Ég prufaði nasa aftur og þá var inngönguhæft og gekk ég þar inn á band hátíðarinnar að mínu mati, amk þeim sem ég sá. Hot Chip eru ótrúlegt band sem er erfitt að lýsa. Þeir eru einhversstaðar á milli Prince, Kraftwerk, Stevie Wonder og Streets, en samt ekki. Þeir hreinlega lyktuðu af fönki og stemningu og áttu húsið algjörlega. Erfitt var fyrir jagúar að fylgja þessu eftir og orð var haft á því í kaffistofum vinnustaða reykjavíkur eftir helgina að jagúar hljómuðu þreyttir við hliðiná hot chip. Meira tókst mér ekki að komast yfir það kvöldið í tónleikaformi, en ég kíkti þó á hvítasta stað bæjarins, bianco, sem er nett plebbalegur staður, kannski einmitt rétt staðurinn þegar maður vill ekki fara illa með jakkafötin.... ég áskil mér þó rétt til þess að kíkja á hann ef ég verð í plebbastuði.

Missti af : Hjálmari, Isidor, RealX og því miður Kid Koala sem ég heyrði að hefði slegið í gegn.

laugardagskvöldið - 10.23 - nasa

Á laugardagskvöldinu ákvað ég að vera öruggur með minna af böndum og hélt mig á nasa. Ampop hófu leikinn, og stóðu sig ágætlega, finnst þó sándið þeirra vera farið að koma til ára sinna.
Ske eða Skárra en ekkert, voru það endilega ekki, þó svo að Ragnheiður Gröndal væri með í ráðum. Lagasyrpan sem þau byrjuðu á hljómaði eins og slæm rokk óperuklisja, en þetta skánaði til muna þegar að syrpunni lauk. Kom mér þó svolítið á óvart þar sem að ég heyrði ágætisefni frá skárra en ekkert fyrir nokkru síðan þegar ske samdi tónlist fyrir íslenska dansflokkinn.
Mugison tók við af því, og var ég mjög spenntur fyrir því að heyra í honum. Ég hafði heyrt margt gott, en aldrei séð hann spila. Hann stóð undir væntingum og meira til og verður að segjast að hann var með skemmtilegustu sviðsframkomu hátíðarinnar [af því sem ég sá]. Ragnhildur Gísla var óvæntur gestur hjá honum og tók ástarlag með honum, og skein í gegn að þar var æskudraumur tónlistamannsins að rætast. Það verður gaman að sjá hvað hann gerir í framtíðinn og hver veit nema að hann hafi "meikaða".
Unsound eða KGB var næstur á sviðið á nasa og ég var ekki frá því að hann hefði átt betur heima á kapital. Ég var kannski þreyttur eða eitthvað en ég fattaði ekki alveg hvað hann var að gera, þó að reyndar hafi seinustu lögin sem hann spilaði verið ágæt.
Quarashi létu bíða eftir sér í smá stund á meðan pró rótararnir þeirra frussuðu svolítið í hljóðnemana. Það er kannski ekki hægt að skrifa margt um quarashi annað heldur en að þeir eru með skothelt program sem þeir kunna inn og út og performa upp á 10. Persónulega var ég bara svolítið bored. Ef ég hefði verið í dansskóm og búinn að lemja einhver tequilastaup hefði ég kannski verið í stuði til að skalla einhvern, en svo var nú ekki.
Bravery voru næstir á svið og var þónokkur bið eftir þeim, sem var víst aðallega því að kenna að tölvubúnaður fór í einhverja vitleysu og sækja varð öryggisafrit upp á hótelherbergi, sem nota bene er kannski ekki rétti staðurinn til að geyma öryggisafritið. Ég greip fyrstu tvö lögin hjá Bravery sem þeir fluttu af öryggi, þó mér fannst smá vanta upp á að mér finndist þeir eitthvað spenntir fyrir þessu, en kannski er það bara ímyndin. Þegar þarna er komið við sögu þá er ég hreinlega orðin of dauðþreyttur til að halda áfram og sagði bless við airwaves þetta kvöldið.

Missti af : GusGus, Trabant, Biogen, Hermigervli og Brain Police


sunnudagskvöldið - 10.24 - kapital

Sunnudagskvöldið var svo tekinn á kapital þar sem að dj leaf hinn sænski og gamla kempan aggi agzilla trylltu líðinn. Eins mikið eins og hægt var að trylla hann þar sem að fólk var orðið vel útkeyrt eftir seinustu 4 daga.

Hátíðin finnst mér aldrei hafa verið betri og held ég að þeir 3000 sem keyptu sér miða hljóti flestir að una sáttir við sitt. Það er vonandi að þeir efnilegu íslensku listamenn sem voru á meik-buxunum hafi fengið erindi sem erfiði. Iceland Airwaves er væntanlega endanlega kominn til að vera í núverandi mynd, og segi ég takk fyrir mig.

hér eru myndir frá miðvikudags - sunnudagskvöldinu


október 15, 2004, 12:53 FH

the machinist

Þessi lítur út fyrir að geta verið ágæt. Christian Bale að brillera aftur kannski?


október 08, 2004, 09:57 FH

breikbít

myndir af breakbeat.is kvöldi komnar inn


júlí 26, 2004, 09:33 EH

steven wright

Steven Wright er skemmtilega þurr uppistandari sem byggir atriði sitt á svokölluðum ein-línungum eða "one-liners" eins og :

"Did you sleep well?" "No, I made a couple of mistakes."

"Plan to be spontaneous tomorrow."

"Shin: a device for finding furniture in the dark."

Hérna eru nokkrar vel valdar tilvitnanir


júlí 17, 2004, 02:25 EH

living for the love of the city

Ekki mikið í gangi hérna eins og stendur...... ég er bara ofurlatur að skrifa hér inn og læt myndirnar tala sínu máli..... henti inn bunka í gær úr bastillu partý-i Alla Oddi og Ingva, sem var þrusu vel heppnað hjá þeim piltunum... .respect fyrir það.


júlí 02, 2004, 05:44 EH

"the Amazon.com Knee-Jerk Contrarian Game!"

þetta er skondið finndu einhverja ótrúlega flotta bók, geisladisk eða kvikmynd á amazon, skoðaðu ummæli notanda og flokkaðu lélegustu einkunina fyrst.

T.d. hafði einn þetta að segja um eina af mínum uppáhaldsmyndum 2001, a space oddessy :

"The most sorry piece of "work" i had the misfortune of comming across. This movie is pure nonsense and simplest scenes take TOO long! i wasted 2 frikin hours. i was suprised to come here and see how most people here give it the best rating. you can go ahead and convince yourself that it is a "master piece"... yeh right. WE KNOW IT TAKES LONG TO DO THIS AND THAT, so why bore people with that nonsense.i have read many reviews and they all sound like religious buffs, they just have no clue. this movie does not have logic and thats why people are pondering forever. only a fool would ponder about nonsense. but they fail to recognise that and just try to be mister i-know-something-you-dont-know. when someone pukes on a stage people are going to call it art (like Dobel said in "Anything Else"). that is stupidity and deep down they know it well (or not). i think it takes a much greater man to not just go with the croud, but to judge with his own eyes. I speak my mind when asked, and i recognise rubish when i see it. i am normaly a decently nice guy but words cannot describe how much i hate this repulsive film.

the person that made this film is a very sick man. he is not well. "


júní 29, 2004, 12:07 FH

tvífari ?

erm... bengsy alveg að missa sig yfir þessu.... finnst herra eros vera svona líkur mér [ekki alveg að meika þetta nafn] hér og hér.

Ekki að ég eitthvað að fiska eitthvað "nei mar þið eruð líkir...."
heldur veit ég bara ekki alveg hvað það þýðir fyrir mig að einhver suðrænn söngvari sé líkur mér.... ætli ég þurfi að láta "take him out" ?


júní 15, 2004, 07:09 EH

nýtt lag

Fredo er búin að gefa út nýtt lag.... og það er fallegt


júní 10, 2004, 03:09 FH

christ

Einmitt þegar maður átti sér einskis ills von, þá er komið aftan að manni. Svo virðist vera sem að Christ sé gaur sem pródúseraði helling af dótaríi með Boards of Canada áður en þeir urðu hip og blaze.

Nú er það bara mission, að grafa upp dótið hans, en þið getið amk tékkað á einu lagi með honum í lagi dagsins. [ef þið hlustið á boc, þá mæli ég sterklega með þessu]


júní 03, 2004, 10:40 FH

bleh....

jæja, ég er kominn í sumarfrí út 12.jún.... ekki það að ég hafi haft einhver plön heldur hreinlega varð ég að klukka út smá... ef þið eruð með einhver snilldarplön bankiði í mig [því annars drukkna ég bara í annari vinnu ;)]


nokkur ummæli...

Hérna eru nokkur ummæli frá mér á huga um mál dagsins... ég feitletra kommentin sem ég er að svara

"Enginn tilgangur með að láta þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu! Þjóðin hefur nákvæmlega engann áhuga á að lesa þetta frumavarp og ég segi að svona u.þ.b. 100 manns eru búnir að lesa það og svona 300 búnir að kynna sér það!"

já.... leggjum líka niður kosningarnar.....þjóðin hefur nákvæmlega engan áhuga að kynna sér pólitík

flokkarnir fegra sig hvort eð er bara í auglýsingastofum til að veiða inn atkvæði frá illa upplýstum almúganum...

ég veðja að ekki hver einasti sem kýs les yfir þingræður manna í framboðum... eða skoðar hvaða málum þeir hafa greitt atkvæði.. nei því miður kýs fólk oftast eftir misgóðum upplýsingum og það er ekki hægt að stjórna því með því að segja að það ætti ekki að kjósa.... nei til þess eru tjáningarfrelsi því ef einhverjum finnst að þessu vegið þá getur hann látið í sér heyra og haft áhrif á umræðuna


"Við kusum stjórnina og þeir eiga að stjórna!"

1) við kusum ekki stjórnina, stjórnir eru myndaðar eftir kosningar

2) við kjósum þessa menn og borgum þeim fyrir að stýra landinu... ef það eru vafaatriði er sjálfsagt að hluthafar ríkisins fái að greiða atkvæði um málið

3)við kusum líka forsetann og málsskotrétturinn er ekki einhver falin neðanmálsklausa heldur ákvæði í stjórnarskránni sem flestir með skítsæmilegan áhuga á pólitík vissu af.

"Þarf ekki fyrst að fá úr því skorið hvort forsetinn hefur þetta vald eða ekki?"


hvernig stendur á því að um leið og það þjónar hagsmunum sjálfstæðisflokksins þá er farið út í að endurtúlka jafnvel sjálfssögðustu hluti....

það hefur aldrei verið neinn vafi á þessu ákvæði stjórnarskrárinnar... þó svo að nánustu stuðningsmenn og flokksmenn davís oddsonar reyna að draga upp langsótt vafaatriði og þó að það hafi ekki verið notað í 60 ár, þá er engin vafi á réttmæti þess...

eina sem ég sé vera að gerast er að ákveðnir aðillar innan sjálfstæðisflokksins eru eins og lélegir keppnismenn... sífellt að endurtúlka/breyta reglunum, þegar það hentar


"Gæti það verið vegna þess að fjölmiðlar pressuðu ekki eins mikið á þar [öryrkjamálið] og engir peningar í boði hjá öryrkjum eins og allir vita."


ég tel ástæðuna vera augljósa..... það eru fleiri vafaatriði og málið snýr að alvarlegri grunnþætti í samfélaginu, sem eru fjölmiðlar...

ósáttinn í kringum frumvarpið er þverpólitísk, og því miður eru þeir einu sem hafa ekki þorað að tjá sig eru þingmeirihluti sjálfstæðisflokksins, því að þar er valdabarátta í gangi, sem snýst aðallega um forystu flokksins þegar davíð yfirgefur bátinn


það sem er sorglegast er að það gat ríkt sátt um málið.... en umgjörðin um frumvarpið er spillt.. það er ekkert gert í þessu máli fyrr en fréttablaðið kemur fram á sjónarsviðið og ógnar gamla flokksblaði sjálfstæðisflokksins [t.d.]

en mitt álit á þessu, og ég held að allir geti verið sammála um það, er

þegar kemur að því að setja löggjöf um svona ótrúlega mikilvægan hlut, eins og fjölmiðla, sem hafa ótrúlega mikilvægu hlutverki að gegna í okkar þjóðfélagi, þá verða og ég meina VERÐA þau lög að verða sett fram í sæmilegri sátt og góðri trú.....

mér finnst hvorugt vera upp á teningnum, og það þarf ekki bara að horfa á viðbrögð almennings [sem jú gætu litast af fréttaflutningi]
heldur er nóg að líta á ummæli þeirra flokksmanna stjórnarflokkana, sem eru ekki inn á þingi [og undir pressu að hlýða foringjunum]


júní 02, 2004, 10:30 FH

mmm

Skellti mér á diner-inn í morgun og fékk mér beikon og egg og kaffi eftirá og las dagblöð dagsins. Það er eitthvað brilliant við að hafa diner í húddinu nýja.


maí 28, 2004, 10:24 EH

ó, ó, ótrúlegt

Ég hef fundið eitt magnaðasta blogg sem ég hef séð....

Þessi gaur nær næstum því að vera zen í listinni að vera hyski. Kyngimögnuð komment eins og þessi eru hreinlega óborganleg:

"váhh hvað ég er orðinn leiður á þessu rugli. Hvaða andskotans máli skiptir þetta frumvarp? N´kvæmlega engu máli! Það er fátt í fréttum núna, fer vonandi á sjó í kvöld á Beitir NK. Puttið ykkur í rassgatið, það er ljúft!"

"Guðný á Skorrastað og Elmar Viðars fóru á kostum í karokíinu. Félaginn þorði nú ekki að grípa í fónin því ég kann nákvæmlega EKKERT að syngja! Einu fagurtónarnir úr mínum búk er þegar maður viðrar görnina á sér!"

http://blog.central.is/rassgat/


maí 10, 2004, 11:05 EH

trekkið

Já einu sinni hafði maður gaman að því að horfa á star trek, en seinustu árin af því hafa verið frekar mislukkuð og leiðinleg, og hafa margir kennt framleiðendum þáttanna berman & braga um floppið. Sem er kannski ekki skrítið.

Slúðrið á götunni segir að J. Michael Straczynski, skapari þáttanna Babylon 5, muni ef til vill koma í framleiðslu þáttanna. Fyrir þá sem hafa ekki hugmynd, þá gæti JMS komið með það sem sárlega vantar í star trek, sem er heildarsýn og ef hann fær algerlega framleiðsluna í sínar hendur þá gæti trekkið orðið ágætt aftur.

Eins og stendur eru upplýsingar af mjög skornum skammti og í raun er þetta ekkert annað heldur en óstaðfestur orðrómur sem er líklegast bara kominn til vegna þess að þegar JMS var nýlega spurður um hvort hann hefði áhuga á að vinna við star trek þá svaraði hann "i cant comment on that".

Þannig að ef til vill er þetta bara bull.


maí 07, 2004, 08:21 FH

fréttablaðið

Ég hef verið að nota tækifærið og lesa fréttablaðið svona á meðan það er ennþá til :). Þarf reyndar aðeins að kvarta yfir http://www.frettabladid.is eða nánar tiltekið pdf niðurhalinu á blaðinu. Þeir segja að skjalið eigi að vera 3-4 mb, en blaðið fer sístækkandi og seinast var það 14 mb. Allaveganna þá finnst mér þægilegra stundum að page-downa niður fréttir dagsins en að fletta þeim.

Hvernig sem þessi frumvarpsvitleysa fer þá hef ég enga trú á því að nógu vinsælir og merkilegir miðlar munu hætta að verða til... meðal þeirra sem munu ekki deyja eru því þeir geta auðveldlega borið sig eru:

PoppTíví
Fréttablaðið
Stöð 2
Sýn
Bylgjan
FM957
Tvíhöfða útvarp [annaðhvort skonrokk eða x-ið, líklegast skonrokk]

meðal þeirra sem ég er ekki alltof viss um eru
útvarp saga [held samt að þau sem vinna þar munu eflaust vinna einhverja leið]
bíórásin [breytir engu, bara 24 hours videoleiga]
dv [fer eftir því hvort fólkið vill uppsláttarfréttirnar þeirra]

ekki misskilja mig, ég er ekki fylgjandi þessu frumvarpi, en ég er er engu að síður ekki fylgjandi því að gigacorp eins og baugur geti sölsað undir sig næstum því allan skemmtanabransann eins og hann leggur sig.
Einnig tel ég það vera mjög óhollt fyrir fjölmiðil, eða bara reyndar fyrirtæki, þegar að það getur ekki borið sig og er rekið á kostnað einhvers annars.


maí 05, 2004, 12:17 FH

fredo viola

Fredo Viola er stórskemmtilegur tónlistamaður sem er svona blanda af þjóðlagatónlist versus hippa-phychadelic tölvutónlist. Sem lýsir honum bara nákvæmlega ekki neitt.
Hér getið þið nálgast tónlistina hans og fleira frá honum og hér eru myndlist eftir hann [held ég]
Þetta er eitthvað sem ég mæli eindregið með og hana nú.


maí 04, 2004, 11:23 EH

22 gr af vinyl á sekúndu ?

Hérna er linkur yfir á samræður sem ég og sveinbjörn áttum við hemma um lífið og tilveruna og vinyl og mp3.


apríl 26, 2004, 01:54 FH

sonyericsson að slá í gegn aftur?

s7002.jpg
sonyericsson s700

s7001.jpg
sonyericsson s700

SE slógu í gegn árið 2003 með t610, og ætla núna að rokka allhressilega með s700 og k700.
Ég kíkti fyrst á k700 eftir að hafa heyrt um hann í vinnu og fann umfjöllun með myndum tekna með myndavélinni og alles. Myndirnir líta bara helvíti vel út, amk mun betra en dótaríið í t610. Það er greinilegt að market research er í góðum gír hjá SE því að mesti mínusinn við t610 voru myndirnar.
Síðan rakst ég á s700 sem er algjört villidýr í símaformi. Hérna er umfjöllun um hann og hérna eru myndir teknar með honum: 1, 2, 3og 4.


apríl 24, 2004, 06:15 EH

impressed are we

sequoiaview.jpg

SequoiaView er ein flottasta skrárumsýslu pæling sem ég hef séð lengi. Ef harði diskurinn hjá þér er stútfullur af rusli og þig vantar að sjá strax hvað tekur svona mikið pláss, þá er þetta forrit málið og það er ókeypis.

Sæktu það hér


apríl 20, 2004, 05:28 EH

tvídrangarnir

lpalmer.jpg

Ég hef lengi verið áhugasamur um sjónvarps-epíkina twin peaks og þegar það kom í ljós að gulla, sem er líka lynch nörd, hafði ekki séð twin peaks síðan þeim var sjónvarpað á stöð 2 í gamla daga, þá var ekki um neitt annað að ræðað heldur en að taka session.
Ótrúlegt en satt en við rumpuðum af fyrsta ári twin peaks þáttana [þau voru tvö] á einu kvöldi, 9 þættir eða einir 6,75 klst, og ég fékk það staðfest enn og aftur að þetta eru fjári fínir þættir og stórskemmtilegt að rifja þetta upp, t.d. drukknu íslendingana sem gerðu ekkert nema að syngja íslensk þjóðlög, ofurást cooper á kaffi, pæ og trjáilm, einhenta manninn og konuna með trjádrumbinn o.fl.

Þetta tók samt svolítið á og ætli ég hafi ekki litið svona út eftir sessionið :
dod.jpg


apríl 13, 2004, 11:13 EH

lexx búið :(

Það hlaut að koma að því, ég kláraði að glápa á lexx
.
Seinasti þátturinn í fjórða season-i kominn. Ég lít til baka með söknuði á alla 61 þættina sem ég hef glápt á seinustu árin.
Lexx er eitt ferskasta sjónvarpsefni sem ég hef séð, maður vissi nánast aldrei hvað mundi gerast næst, en einnig voru þeir svona temmilega sjúkir á tímabili.
Þættirnir fjalla um:
*Stan sem er ekta lúser og andhetja sem hugsar um ekkert nema eigið skin,
*Zev/Xev sem er fallegur ástarþræll og að hluta til eðla
*Kai sem er 2000 ára gamall dauður launmorðingi
*790 sem er höfuð vélmennis sem er yfirsig ástfangin af Zev [og síðar Kai]

Þessi dýnamíska áhöfn stelur geimskipinu Lexx, sem er skordýr á stærð við manhattan, með greind á við 3-4 ára gamalt barn og er mesta gereyðingarvopn í báðum alheimunum [þeir eru tveir í þáttunum]

Þáttunum hefur verið lýst sem "Funny, well acted and unashamedly sick" og það er eitthvað sem ég get tekið undir


apríl 08, 2004, 11:11 FH

léleg fréttamennska

Ég hef einstaka sinnum skrifað um lélega fréttamennsku á mbl.is og kannski borið í bakkafullann lækinn að halda því áfram. En það er skemmtilegara en að sleppa því.

Fréttamenn eiga það stundum til að skrifa upp eftir öðrum fréttamiðlum. Sérstaklega þegar þeim þykir fréttaefnið ekki vera upp á marga fiska, t.d. léttari fréttir í flokki eins og dægurmál.

Það er í raun ekkert að því að leita að fréttum í öðrum fréttamiðlum, en það sem gerir alvöru blaðamenn að slíkum er rannsóknin sem liggur að baki. Gengur blaðamaðurinn lengra? Fer hann á aðrar heimasíður til að sannreyna staðreyndir málsins, t.d. heimasíðu viðkomandi sem fréttin er um? Fyllir blaðamaðurinn upp í eyðurnar þegar hann veit ekki eitthvað eða þegar fréttin er þunn fyrir ?


Það er kannski það síðastnefnda sem að er stundum áberandi. Ég leit í morgun á mbl.is og smellti á áhugasviðið sem eru "tölvur og tækni" þar sem ég sá frétt titlaða "Atari opnar netþjónustu" sem ég afrita hér ef ske kynni að mbl breyti henni:

----frétt hefst

Atari opnar netþjónustu

Fyrstu persónu skotleikir eru enn vinsælustu tölvuleikirnir sem eru framleiddir, að því er fram kemur á sölulistum á tölvuleikjum. Skotleikir eins og Pandora Tomorrow, Everything or Nothing og Far Cry eru meðal vinsælustu tölvuleikja í Bretlandi, að sögn BBC. Leikir sem tengjast spennurithöfundinum Tom Clancy eru einnig vinsælir, en tveir þeirra, Splinter Cell og Rainbow Six eru í efstu sætum.

Atari hefur ákveðið að taka í notkun netþjónustu sem gerir leikjaunnendum kost á því að sækja sér leiki, sem áður voru spilaðir á Atari tölvum. Má þar nefna Unreal Tournament, Missile Command og Alone In The Dark. Gert er ráð fyrir að notendur búi yfir háhraðatengingu til þess sækja sér leiki um netþjónustu Atari.

----frétt lýkur

Það sem að ég sá fyrst var að fyrri hluti fréttar um atari fjallaði um fyrstu persónu skotleiki sem er alveg ótengt atari og netþjónustu þeirra. Ég skellti mér á bbc vefinn sem blaðamaðurinn þó nefnir sem heimild og fær hann hrós fyrir það. Eftir leit að orðunum atari og far cry þá fann ég síðu sem innihélt nokkrar fréttir en meðal annars þessa:

----frétt hefst

Gunplay still popular with gamers

The first person shooter continues to dominate the titles players are buying.

The games chart has three shooters in the top five including Pandora Tomorrow, Everything or Nothing and Far Cry.

The top two games keep the same position as last week but Far Cry drops one place to number 5, swapping slots with Norton Internet Security.

Tom Clancy is a hit as three titles using his name, two Splinter Cell and one Rainbow Six, are in the top 12.

----frétt lýkur

Eina sem ég hafði út á þetta að setja var að viðkomandi er að endursegja frétt í stað þess að finna umrædda lista og segja sjálfur frá hlut, og í raun eru þessi vinnubrögð ekki merkilegri en á greinaskrifin á hugi.is. Einnig kemur þetta atari leikjaþjónustunni ekkert við og flækir málið.

Hitt sem ég kom auga á var fullyrðingin að leikirnir sem Atari væru að bjóða væru leikir sem áður voru spilaðir á Atari tölvum, einhvern vegin hljómaði það ekki alveg rétt.
Fréttin um atari var beint fyrir neðan fréttina um skotleikina :

----frétt hefst

Atari unveils game download service

Forgot about nipping down the shops and throw away those old-fashioned installation disks.

Atari has launched a download service that gives gamers access to a catalogue of 35 old games for a monthly fee.

For $14.95 a month atariondemand.com lets you download and play classic titles such as Unreal Tournament, Missile Command, Alone In The Dark and many others.

Atari recommends that anyone signing up have a broadband connection or that game will take an awful long time to arrive.

----frétt lýkur

Svo virðist sem að blaðamaðurinn hafi fyllt örlítið upp í eyðurnar á mbl.is.

Það gæti verið að gæðakröfurnar á morgunblaðsvefnum séu minni en í blaðinu. Ég les blaðið mjög sjaldan þannig að ég veit ekki hversu miklar gæðakröfur eru þar núna. Ætli samkeppnin við fréttablaðið sé farin að koma niður á gæðunum.


mars 24, 2004, 03:43 FH

raunsæi

Var að klára að horfa á American Splendor , sem er ágætis raunsæis gaman-drama um skjalavörðin og taugahrúuna Harvey Pekar. Harvey varð þekktur fyrir að vera höfundur teiknimyndasagnanna American Splendor, sem fjalla um hann sjálfan og hversdagslegt líf hans, en það er einmitt þessi hversdagsleiki sem er eitthvað svo sannur..... svona eins og bömmer að bíða eftir veseniskellingunni sem er á undan þér á kassanum út í kjörbúðinni...

Myndin sveiflast skemmtilega á milli þess að vera sjálfævissaga hans og að vera næstum heimildarmynd, þ.e. þegar við fáum að sjá hinn raunverulega Pekar, sem er sprækur á kvikmyndasettinu í hlutverki sínu sem þulur sögunnar.

Talandi um að vesen á kassa, fyrir svona þrem vikum síðan var ég út í nóatúni og þar var rúmlega tvítug stelpa á undan mér að versla eitthvað.
Eftir að afgreiðsludýrið segir upphæðina sem var þrjúhundruð og eitthvað krónur tekur hún upp tóma tveggja lítra kókflösku fulla af klinki [krónum og fimm krónum] og byrjaði að sprauta því í lófann sinn. Svo fór hún að telja það.
Eftir það sem virtist vera eilífð þá missir hún smá niður og fer að telja aftur, og eftir smá stund þá hellir hún þessu í lófann á afgreiðsludýrinu.
Eftir að hann er búin að telja þetta þá kemur í ljós að það vantar pening... alveg fjörtíu og eitthvað krónur.
Þarna eru um það bil 3-4 mínútur búnar að líða og ég alveg að missa þolinmæðisbrosið.
Hún sprautar meiru í lófann og telur meira og afhendir svo restina.... mínus svona 7 krónur, en það var einmitt þá sem að þolinmæðisbrosið datt af mér.

Allaveganna þá er splendor fín mynd, og einstaklega vel raðað í hlutverkin í myndinni, sérstaklega nördinn í myndinni .... og revenge of the nerds frásögnin er algjör snilld.


fantasía

Stundum er eitthvað ótrúlega skemmtilegt við sorglega obsessed fólk. BringBackKirk.com er enn ein herferð bandaríska sjónvarpsneytandans, sem vita ekkert mikilvægara en að berjast fyrir réttlætinu.... í sjónvarpsformi.
Í þetta skiptið þá er óánægjan mikil yfir dauðadaga Kaptein Kirk úr Star Trek í einni star trek myndinni Generations og vilja þeir sjá bætt úr því.
Máli sínu til stuðnings ?? hafa þeir sett saman níu mínútna treiler sem er klipptur saman úr heilmörgum star trek myndum og þáttum og splæst andlitum á 3d persónur og samplað setningabúta og lagt þeim orð í munn.

Þetta hljómar kannski sorglega, en seeing is beliving og ég mæli með því ef ykkur langar að fá gott laugh á kostnað annara þá tékkiði á treilernum


nóvember 28, 2003, 05:43 EH

stoltur af minni

Ásta var að gera lokaverkefni í upplýsinga og samskiptafræði / usf 403 í fb og vann verðlaun fyrir verkefnið. Verkefnið var að gera leik í flash fyrir þroskaheft börn og sérdeild fb veitti usb minni í verðlaun. Smelltu á fyrirsögnina til að skoða leikinn.






outlook að stríða ykkur?

Smá tips... ef outlook er að stríða ykkur og hleypir ykkur ekki við viðhengi, vegna þess að þau gætu verið unsafe þá reddiði því svona:

Outlook Express:
Hérna nægir að fara í tools - options - security og taka viðeigandi hak af....

Outlook xp eða 2003:
hérna verður þetta aðeins flóknara og ættuð þið bara að gera þetta ef þið treystið ykkur til að fikta í registryinu [sem er lítið mál ef þið gerið bara það sem kemur hér á eftir]

1. start - run - regedit
2.flettið niður HKEY_CURRENT_USER\Software\Microsoft\Office\ hérna veljiði 10 eða 11, 10 fyrir office xp og 11 fyrir office 2003, og þar undir veljiði Outlook\Security

Hérna inni búiði til new string value [hægrismellið á hægri gluggann... breytið New Value #1 í "Level1Remove" og tvísmellið síðan á það.
Undir value data setjiði t.d. ".exe;.xls;.doc" [allt án gæsalappana auðvitað]

þið náttúrulega breytið þessu eftir þörfum bara að það sé semikoma á undan næsta gildi og engin á eftir seinasta gildi.

Þegar þetta er búið lokiði þá draslinu, lokið outlook og opna það aftur... komið.


protect the mothership

Ásta var í thanksgiving dinner í kvöld hjá fjölskyldunni, og var það kjörið tækifæri til að leggja smá tíma í vefinn, en god damn it, þá drapst vefþjónninn.
Eftir að hafa pirrað mig á því í smá tíma, þá kíkti ég á smá monty python - flying circus, sem by the way eru æðislegir þættir og tók plastið utan af homeworld 2.
Fyrir tæpum tveim árum síðan tapaði ég mér í að spila homeworld cataclysm og varð alveg hocked í nokkurn tíma [það er reyndar ekkert alltof algent að ég spili leiki yfir höfuð].
H2 lítur bara ágætlega út. Það er búið að hollywooda þetta aðeins upp, meira af strengjum og dramatík, og ég komst að því að það er gjörsamlega óhæft að spila þetta án þess að tengja músina við lappann. Sjáum til hvernig næstu borð ganga, áður en ég gef honum mitt samþykkis-innsigli...

Einn msn-contactinn minn minnti mig á að kaupum ekkert dagurinn, eða buy nothing day er að fara í gang. það virðiðst vera eitthvað á reiki hvenær sá dagur í raun er, á morgun eða á laugardaginn, en ég hlýt að frétta það betur á morgun...

Hvernig stendur á því að íslendingar apa allt svo hræðilega illa eftir erlendum fyrirmyndum, t.d. helvítis mjólkurauglýsingarnar. Þeim svalari sem hluturinn er, þeim minna ættu íslendingar að herma eftir þeim. Það er þó skömminni skárra þegar við gerum eitthvað hallærislegt upp á eigin spýtur.

Sá áðan á skjá einum, lag kate bush, wuthering heights. í flutningi Margréti Eirar ætli ég hafi beygt þetta rétt?, sem hefur verið snúið yfir á íslensku og kallast Heiðin há. Ekki að hún Margrét kunni ekki að syngja, en mér finnst það bara helgispjöll að taka þetta lag og endurflytja það og gera ekkert skapandi við það. Sé ekki alveg tilganginn í því nema sem eitthvað egóelement fyrir Margréti.


nóvember 26, 2003, 12:11 FH

bjútífúl

Stundum þá sér maður bíómyndir sem að láta þig hugsa, aaaa það er ennþá til "alvöru"kvikmyndagerð..... The Reckoning er ein slíkra mynda. Kvikmyndatakan í myndinni og landslagið eitt og sér er magnað. Mæli með að þið tékkið á henni við fyrsta tækifæri...Willem Dafoe stendur sig ágætlega og Paul Bettany fer á kostum.


nóvember 18, 2003, 03:25 EH

babylon 5 marathonið búið...

Jæja, þá erum ég og óli búnir að klára babylon 5 marathonið.... man nú ekki hversu langt síðan það var sem við byrjuðum... amk 4-5 mánuðir. Þetta er búið að vera gott run... serían alls ekki galla laus.... fyrsta árið er frekar misjafnt.... bæði leikararnir sem eru stirðir og oft hreinlega bara drasl sápu-throwaway leikarar....

flestir þeirra þó komu sér ágætlega inn í hlutverkinn, og þó að einstaka atriði í þáttunum séu klisjukennd og já... illa skrifað bandarískt rusl, þá er heildarplottið svo vel presenterað og þróað í gegnum seríuna, að það er þess virði að fara í gegnum þetta allt saman....

seinasta árið [fimmta] var þó frekar strembið þar sem að það er búið að leysa úr flestu í fjórða og maður fær svolítið á tilfinninguna eins og að þeir hafi ekki alveg vitað hvað þeir áttu að gera seinast árið...

b5 er auðvitað ekki fyrir hvern sem er.... en sem fyrrverandi star trek buff, þá er hressandi að horfa á sjónvarpsefni með svipuðum elementum sem er ekki að reyna að skemmta með brjóstum og sprengingum eins og star trek síðastliðin ár

p.s. þetta eru rúmir 80 klukkutímar :)


nóvember 10, 2003, 09:13 FH

fjölmiðlar á íslandi

Morgunblaðið skrifar um umfjöllum Stefáns Jóns Hafsteins og Róbert Marshalls í Íslandi í dag um stöðu stórra fjölmiðla og áhrif sem eigendur hafa á fréttastofur [umræðuefnið kannski close to home].

Allir ættu að vita að blob eins og norðurljós brýtur samkeppnislög á hverjum einasta degi, með því hvernig allar einingar Norðurljósa hafa verið venslaðar innbyrðis til þess að styrkja stoðir hverrar og einnar. Samt virðast flestir stórnmálaflokkarnir vera svifaseinir í viðbrögðum sínum..... spurning hvort þeir hafi verið það af ótta við að líta illa út í kvöldfréttum stöðvar tvö.


október 11, 2003, 10:22 FH

dead like me

það er ekki oft sem ég mæli með einhverju sjónvarpsglápi, en ég og ásta kíktum í gær á þættina dead like me, og merkilegt nokk, þetta eru bara furðulega góðir þættir með ágætri fléttu. Sure þetta er náttúrulega bandarískt sjónvarp sem á alltaf sín ákveðnu pirrandi element, en ég held ég geti alveg óhræddur mælt með Dead Like Me... og nei ég ætla ekkert að segja frá plottinu, treystiði mér bara eða eitthvað


október 01, 2003, 01:34 FH

laxness skjölin

Það virðast nú allir hafa skoðun á þessu veseni á Halldór Laxness skjölunum og hripinu hans hannesar og ef til vill er óþarfi að fara út í það hérna. Þið ættu að geta fundið meira um það mál hér [já þetta er linkur]

Allaveganna, ég tek eiginlega sama pól og þeir Múr menn í þetta, held að þetta sé bara óþarfa viðkvæmni í fjölskyldu Halldórs að loka fyrir skjalasafnið nema fyrir tveimum bókmenntafræðingum.

Ég er ekki aðdáandi Hannessar, en fyrst að fólki finnst svona augljóst að hann muni ekki skrifa "heppilega" bók um hann, þá eru ekki miklar líkur til að það verði mikið tekið mark á henni.

Allaveganna það er merki um gúrkutíð að þetta skuli vera það merkilegasta sem er í gangi í fréttunum þessa dagana.


september 27, 2003, 12:29 EH

stundum verður mar bara geðveikur.....

ég er að reyna að einbeita mér hérna heima, og liðið á hæðinni fyrir ofan mig er að gera mig geðveikann,.... það hlýtur að vanta einangrun á milli hæðanna eða eitthvað, því að það heyrist allt sem gerist á gólfinu þeirra niður...

og þau gera sko í því...... það mætti halda að það sé alltaf einhver í klossum þarna uppi.... stundum sippandi, og alltaf um helgar þá er einhver á þríhjóli eða línuskautum...... núna sagði ég bara fuckit og stillti græjurnar svo hátt að ég heyri ekki í liðinu, og setti bara electroclash á fullt.


september 16, 2003, 12:41 FH

identity

Já það er farið að vera hálfgerður vani hjá mér að kommenta á kvikmyndir sem ég kíki á. Og er það svosem ágætt fyrir þá sem lesa þetta og hafa svipaðar kenndir í þeim geira og ég.
Í kvöld var kíkt á Identity og má alveg mæla með henni. Flottir leikarar, meira að segja Ray Liotta var bara ágætur, merkilegt nokk því að ég þoli hann venjulega ekki. Flott plott, ekkert svo fyrirsjáanlegt.... go see it now


september 11, 2003, 08:50 FH

hvítt hyski

Foreldrar William Buckner, 16, og Joshua Buckner, 14, eru slæmir foreldrar. Það hlýtur að vera því að þeir fylgdust ekki nógu vel með sonum sínum og einhvernvegin komust þeir í 22 kalibera rifil.

Jú þeir hljóta að hafa gert eitthvað rangt, því að William og Joshua skutu villt og galið á bíla á milliríkahraðbraut 40 í Tennessee, drápu einn og særðu annan. Og þegar spurðir af hverju þá sögðu þeir af því að þeim leiddist, þ.a.l. hefur þeim greinilega aldrei verið innrætt siðferði og hæfi til að þekkja munin á réttu og röngu.

Það er ekki auðvelt fyrir samfélagið og jafningja þessara foreldra að horfast í augu við að það sé kannski eitthvað rotið í USA. Sannleikurinn er oftast ekki sjáanlegur fyrr en of mörg svona mistök hafa verið gerð. Væri ekki auðveldara að kenna einhverju öðru um.

Jú strákarnir sögðust hafa verið að leika eftir í raunveruleikanum eitthvað sem þeir sáu í tölvuleiknum Grand Theft Auto.

Nú þá höfum við það, fjölskylda, mannsins sem dó kærði tölvuleikjaframleiðandan Take Two sem framleiðir GTA, og málið er leyst........ sjúkt


ágúst 14, 2003, 03:11 EH

Finity

finity.jpg

Ég verð að mæla með þessari bók hér, Finity, eftir John Barnes. Stórgóð bók sem ég því miður týndi fyrir löngu síðan... held ég. Þetta er vísindaskáldskapur sem að heldur manni alveg vel ringluðum, en þó spenntum, þangað til á seinustu blaðsíðunum.


ágúst 12, 2003, 03:23 EH

varðandi orminn

Svona eftir á að hyggja þá tel ég að þessi ormur sé einfaldlega pólitískur á móti Microsoft/Windows, heldur en þessi dæmigerði vírus.
Að því sem ég veit best þá skemmir ormurinn ekki neitt. Það eina sem hann gerir er að fjölfalda sig og síðan á mánaðarfresti eða svo gerir hann árás á vefsvæði Windows Update.

Ég held að fólk ætti bara að þakka fyrir að hann gerði ekki eitthvað alvarlegt... t.d. delete documents and settings o.s.frv

hver veit, kannski bjuggu microsoft hann til sjálfir til að forða sér frá því að einhver myndi búa til einhvern skaðræðisorm sem notaði sama veikleika


júlí 30, 2003, 04:37 EH

væl

hvaða væl er þetta... Sverrir Páll, menntaskólakennari, að kvarta yfir tilboðum veitingastaða og pöbba á akureyri og sjónvarpsþætti á aksjón, sem hljómar eins og 70 mín. clone....

þetta er ekkert flókið mál... það er tvennt sem þarf að aðhafast í þessu.

1)veitingastaðirirnir og pöbbarnir þurfa að virða aldurstakmark sem er lögum bundið, ef ekki á að svifta þá leyfinu.

2)foreldrar eiga að sjá um að passa upp á börnin sín...

þetta er lítið flókið.... það er ekki hægt að kenna öðrum um hvernig komið er...

það eru þrjú atriði sem spila þarna inn í

1) aldurstakmarkið er 20 ára sem er amk að mínu mati tveim árum of seint, það þarf að samræma þetta við sjálfræðið

2) það þarf að vera eitthvað að gera fyrir krakka... og þá er ég ekki að tala um unglingapössun eins og félagsmiðstöðvastarfið er... bíó og videó er hreinlega ekki nóg, því að úti vist er af ferkar skornum skammti því að það er bara ekki fýsilegt að stunda hana nema hugsanlega 3 mánuði yfir sumarið..

af hverju ekki í staðinn fyrir að reisa íþróttahallir handa keppnisíþróttum, að reisa eina stóra inni-vistarhöll, þar sem er t.d. aðstaða fyrir hjólabretti boltaleiki og fleira...
[svarið við þeirri spurningu er líklegast áhugaleysi.... hérna í reykjavík þurfti fyrirtæki [íslandssíma] til að aðstoða við ein inni-skatepark, og þeir gáfust upp á því...]

3)íslendingar [fullorðinir] eru mikil drykkjuþjóð, og kunna margir ekki vel að fara með áfengi... mikið af menningu okkar er lituð áfengisneyslu...

lítum aðeins á hátíðir og menningarfyrirbrigði...

*áramót = > drykkja
*verslunnarmannahelgin = > drykkja
*partý = > drykkja
*matarboð = [hófleg léttvíns]drykkja
*vinsælar hljómsveitir [skítamórall, írafár og allt það] => sveitaböll => mikil drykkja
*próflestrarfrí menntaskólanema á lokaári => drykkja

ég gæti líklegast talið þetta endalaust upp....

þetta tengir hugmyndina um hópsamkomur og að lyfta sér upp allt við drykkju í hugum ungs fólks..... og þegar um er að ræða fólk á viðkvæmu stigi í þroska, fólk sem er að finna sig í hópsamskiptum, þá er það ekki skrítið að krakkarnir reyni að vera fullorðin... => með því að drekka.

Sverrir segir : "Ennfremur er óviðunandi að sjónvarp sem kallar sig “gagnlegan miðil” skuli halda úti vikulegum skemmtiþætti sem byggist nær eingöngu á því að gera áfengisneyslu barna og unglinga spennandi og eftirsóknarverða. "

óviðunandi á hvaða hátt... leggur hann til að framkvæmdavald landsins skikki stöðina til að kalla sig "ógagnlegan miðil" eða taka þá bara úr loftinu ?
Honum er náttúrulega frjálst að hafa sína skoðun á miðlum, og einnig er honum frjálst að slökkva á tækinu, ef honum finnst þetta óviðunandi.

Ég held að fólk þurfi að taka samfélagið svolítið í endurskoðun, ef það hefur áhyggjur af áfengisneyslu... krakkarnir eru jú bara að apa upp það sem fyrir þeim er haft.

bönn hafa sjaldan leyst vandamál, en að huga að rótum vandans gerir oft miklu meira, vandamálið er það að samfélaginu finnst bara oft miklu þægilegra að banna, heldur en að stunda smá sjálfskoðun.... jæja nóg af röfli


júlí 29, 2003, 12:25 EH

á hvað er ég að hlusta ?

hvað er ég að hlusta á, þessa síðustu mánuði ?

hérna koma nöfn á nokkrum artistum sem ég hef verið að hlusta nokkuð á samkvæmt brainplay.

Ulrich Schnauss
Boards of Canada
EU
Global Communication
Fischerspooner
Goldfrapp
Portishead [alien]
Múm
Radiohead
Max Tundra
Best of Reggae [diskur]
Amorphous Androgynous
Opiate
Frank Murder
Christian Kleine
Koop
Rae & Cristian

og mest áhlustuðu lögin eru
apríl - ulrich schnauss - blumenwiese neben autobahn
maí - Ryuichi Sakamoto - Grief - Amon Tobin remix
júní - ulrich schnauss - gone forever


júlí 28, 2003, 03:17 EH

að mar skuli nenna þessu

röfli


júlí 13, 2003, 04:19 EH

skjár einn

já ég ætla að kvarta yfir skjá einum.....

og það er ekki út af því að þeir kynna ekki tónlistina sem þeir spila, en jú það kannski kemur svolítið inn á það.
allaveganna þá finnst mér þeir koma alveg frekar skít fram við tónlistarmenn.... fyrir utan þetta með tónlistarmyndböndin ókynntu, þá er það annað mál. Þeir halda að tónlist sé bara eitthvað sem þeir geta hrifsað í og notað til að plögga hvað sem þeir vilja algerlega að tónlistarmönnunum óspurðum.....

Gott dæmi um þetta eru t.d. bandarískir sorpþættir á við dateline og 48 hours [sem er ekki alslæmur, but thats not the point]. Þegar skjár einn kaupir þessa þætti þá fá þeir kynningarefni með þáttunum væntanlega. Svona auglýsingatreilera til að spila. OK en þetta eru treilerar gerðir fyrir bandarískann markað og eru ekki alveg í þeirri ímynd sem skjár einn vill að sé á stöðinni, þannig að þeir búa til sína eigin treilera, klippa saman helling af catchi video úr þáttunum og grípa síðan næsta [dans-techno-breakbeat-chill] disk úr hillunni og skella honum undir... Ég held t.d. að þegar Yoga gáfu út plötuna sína "Yoga" þá hafi þeir ekki gert ráð fyrir eða langað mikið til að heyra tónlistina þeirra notaða til þess að láta Dan Rather og félaga í 48 Hours líta "hip og kúl" út....

Ef ég á að nefna fleiri dæmi þá er það t.d. air, prodigy, daft punk o.fl.
Ég veit það ekki, það getur vel verið að ég sé kelling, og það er kannski eðlilegt að starfsmenn á S1 sýni tónlist ekki mikla virðingu þar sem að almenningur er dánlódandi tónlist hægri vinstri.... og ef til vill er ég eitthvað bitur þar sem að lengi vel notuðu þeir lag frá mér í fuxing skjáauglýsingastef hjá sér.....

ég veit ekki hvort er verra, að vera undir þætti eins og dateline eða skjáauglýsingar.... jú, dateline er verra....


tíu reglur mínar um að vera neytandi

Munaður er ekki "munaður" í þeim skilningi..... á að vera sjálfsagður hlutur...

10.ef mar þarf að láta viðbjóð eins og pulsu ofan í sig á íslandi, þá gengur ekkert annað en ss.

9.ef vhs spólan er með ónýta hljóðrás eða með ónýta mynd, þá á að skila spólunni, ekki að láta sig hafa það.... mar hafði nógu mikinn áhuga til að leigja hana, mar á að sýna myndinni og sjálfum sér þá virðingu að reyna að hafa allt eins huggulegt eins og hægt er........

8.helst á mar bara að leigja dvd útgáfuna, en sama gildir með hana ef hún er rispuð.

7.ef þú gætir alveg eins sleppt því að horfa á en eitt hollywood ruslið... slepptu því, það er til betri skemmtun ef þú nennir að leita að henni

6.aldrei éta "gömlu góðu" sóma/júmbó samlokunar nema í hungurmorðsneyð..... meira að segja bónussamlokunar á 99 kr eru betri..... og þá er mikið sagt

5.ef þú þarft að velja á milli þess að borga 3 þúsund krónum meira fyrir heyrnartól, sem félagi þinn sem veit svona passlega mikið um græjur og hljóð segir að séu mun betri heyrnartól, blæddu þá þessum helvítis 3 þúsund krónum, eyrun þín eiga það skilið

4.ef þú getur ekki sagt stoltur í hópi fólks að þú hlustir á britney spears og scooter, í guðana bænum hættu strax að hlusta..... sýndu sjálfum þér meiri virðingu

3.ef þú drekkur gull bjór....... þá er þér ekki við bjargandi þannig að ég reyni það ekki einu sinni..... vona bara að þú fáir ekki of mikið áfall ef þú færð allt í einu smekk fyrir bjór

2.ef þú verslar þér eitthvað græjudót yfir 10-20 þúsund krónur, lestu leiðarvísinn.... þekktu það sem þú átt... ekki bara skynsamlegt heldur nauðsynlegt.... þú veist aldrei nema að infoið á bls 34 eigi eftir að koma sér vel og/eða koma í veg fyrir að þú rústir græjunni

1.aldrei..... og ég meina aldrei ... nokkurn tímann, smella á neitt sem er sent til þín í rusl-tölvupósti..... ruslpóstsendingarnar angra okkur öll, en það er þessi 1 af þúsund, sem smellir ogkaupir eitthvað... og það er honum að kenna að meira en helmingurinn af tölvupóst sem fólk fær er rrrrusl


júlí 11, 2003, 12:14 EH

ég veit betur en þú! Hlýddu mér!

smá umræða í gangi á huga um vopnalöggjöfina.... ég lét komment rakna af hendi, skelli hluta úr því hér líka....

"hlutverk lögreglunar átti að vera að sjá til þess að fólki yrði refsað fyrir ákveðna hluti, ... til þess að fæla aðra frá því að gera þá hluti... því miður þá hefur einhver fengið þessa hrikalegu hugmynd um forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir, að lögreglan ætti að fara að hugsa fyrir almenning eins og foreldrar fyrir börn

held að það hafi ekki skilað miklu

forvarnir eiga einungis að vera í höndunum á borgurunum sjálfum og/eða forvarnar hópum, og það ætti aldrei að lögsetja eitt eða neitt í tengslum við forvarnir.... held að það sé hreinlega pandora's box

það er ólöglegt að drepa
[meikar sens]

það er ólöglegt að eiga eitthvað sem gæti mögulega verið tól til morðs, bara ef að það er ekki nytsamlegt
[meikar engan sens, bara heimskuleg forvarnarlög sem ná bara yfir mjög takmarkaðan hluta af mögulegum morðtólum]

-----------

það er ólöglegt að ráðast á alþingismenn -eins og annað fólk
[meikarsens]

[forvarnargeðsýkin]
búið er til einhver óskilgreind klisja sem kallast óspektir á almannafæri, þannig að hægt sé að grípa til hennar til að kæfa niður allt sem fellur ekki undir hugmyndir þess lögreglumanns, sem er á vakt, siðprúða íslenska hátíðarsamkomu hegðun...


það er þetta sem ég meina með pandora's box, það fær einhver litla fingur og hendin er étin eftir smá stund.....

það átti bara aldrei að leyfa lögsetningu á forvörnum, ef fólk vill ekki setja á sig bílbelti, fínt þá deyr það bara.... en auðvitað vilja sem flestir vera öruggir í bílnum og þ.a.l. nota flestir belti.... en eins og ég segi, so what, mér er alveg sama ef þeir gera það ekki... ég ætla ekki að hugsa fyrir annað, og vill svo sannarlega ekki að skattarnir mínir fari í það að einhverjar alþingisnefndir setjist niður og tali um nýjar lagasetningar sem munu gera líf mitt auðveldara því að ég mun ekki þurfa að hugsa eins mikið.... bara hlýða"


apríl 08, 2003, 01:32 FH

nokkrar pælingar um stríðið.... í

nokkrar pælingar um stríðið....

í þessu stríði hefur verið reynt að sannfæra vesturlanda búa um það að innrásarherinn séu frelsararnir..... hversu oft í sögunni hefur innrásaraðilli borið því við?? og hversu oft hefur sagan eftirá dæmi viðkomandi aðilla rétt, þ.e. að það var lítið annað í gangi heldur efnahagsleg/menningarleg/trúarleg nauðgun

að mínu mati eru núverandi aðgerðir til lítis annars fallnar heldur en til að reyna að skikka ákveðin mið-austurlenskan lýð til hlýðni við vesturlönd og til að sýna fram á máttinn sem vesturlönd [eða bara usa] geta valdið til óvina sinna.... meira að segja orðalag bandaríkjamanna segir þetta nógu skýrt "shock and awe"...
skilja óvinina eftir í losti og gapandi af furðu á vald "frelsaranna"

hugmyndin um usa sem frelsara er álíka hlægileg og hugmyndin um spánverja sem frelsara indjánana... [come on, bretar og bandaríkjamenn eru nú þegar farnir að deila um hversu mikinn hlut bresk fyrirtæki fái af uppbyggingu írak á móti bandarískum fyrirtækjum]

á sínum tíma hafa aðstæður spánverjana í ameríku eflaust ekkert verið ósvipað fyrir heimamönnum þegar þeir heyrðu af siðleysi þessara frumbyggja

einnig hafa þessi frelsis-rök líka verið notuð af trúboðum sem tóku hvern ættbálkin á fætur öðrum fyrir í afríku.... og kínverjar þegar þeir "frelsuðu" tíbet frá "kúgun" trúarmafíunar þar í landi

ég ætla ekkert að afsaka embættisverk saddam hussein og flokk hans sem hefur kúgað írösku þjóðina, en innrás og valdarán í sjálfstæðu ríki er alvarlegt mál. Það er ennþá alvarlegra mál þegar engar hótanir hafa átt sér stað sem geta réttlæt þessar aðgerðir.... þá sem sjálfsvörn
og kannski er það alvarlegast þegar að stofnun eins og sameinuðu þjóðirnar, sem stofnaðar voru til þess að auka öryggi þjóðanna á alþjóðavettvangi gegn hvorum öðrum, og koma í veg að ein þjóð geti beitt aðra kúgunum/ofbeldi, er máttlaus gegn vilja einnar þjóðar...

og til þeirra sem segja að þeir sem eru á móti stríð láti stjórnast af tilfinningum en ekki rökum, langar mig að segja að mín skoðun er sú að dæmið er öfugt.. tal um frelsun kúgaðrar þjóðar spilar á samúðartilfinningu, það mikið að hún yfirvegar skynsemina, og hin hliðin er talið um stórhættuleg vopn er einmitt tal sem spilar á hættulegustu tilfinninguna... hræðslu

mæli með að áhugasamir lesi eftirfarandi grein
http://www.lp.org/lpnews/0303/Iraq.html


apríl 04, 2003, 07:45 EH

useless pælingar þróun og breytingar

useless pælingar

þróun og breytingar á samfélagi eru eðlilegar, og það er eðlilegur hlutur fyrir eldri kynslóðir að vera "á móti" breytingum, og vilja amk að hægja á þróun, samfélagssálfræði segir að þetta sé vegna þess að eldri kynslóðir vilji ekki láta minna sig á aldur sinn og vill ekki minna sig á tímann og hversu hratt hann líður, en breytingar eru einmitt tákn tímans

einnig kemur þetta inn á það að þegar maðurinn er ungur þá lærir hann og er forsniðin af hugmyndafræði og sjálfvitund bæði um sig og umhverfi sitt, þegar maðurinn eldist þá vill hann halda sem lengst í þessa sjálfsvitund, því að ef hún hefur breyst svo mikið að hún passar ekkert við það sem áður var, þá veldur það tilfinningu eins og að maðurinn eigi lengur engan samastað með þjóðfélaginu.... taktu bara sem dæmi samfélag fimmta áratugarins og berðu það saman við heim tíunda áratugarins.... tveir gjörólíkir heimar, ólíkt siðferði, ólík menningarviðmið og það er eflaust ekki auðvelt fyrir marga sem ólust upp á þeim tíma að sætta sig við þær breytingar sem urðu á sjöunda, áttunda og níundaáratugnum...

þetta verður alltaf til, en það sem hefur breyst frá því á fyrri öldum í samanburði við 20 öldina og nú mun halda áfram á 21 öldinni, er að heimurinn hefur minnkað, upplýsingavæðingin er orðin algjör og breytingar sem áður tóku tugi ára gerast á nokkrum mánuðum


apríl 03, 2003, 09:49 FH

Ekki nóg með að morgunblaðið

Ekki nóg með að morgunblaðið á netinu er hrikalega illa skrifað [stafsetningarlega séð].... miðað við fjölmiðil sko, ég geri mér grein fyrir því að ég er eflaust með mikið af stafsetngingar villum hjá mér líka....
eins og ég sagði ekki nóg með það, heldur er mbl.is hrikalega illa ritstýrt [ef honum er þá ritstýrt, mig grunar bara að þetta séu nokkrir pennar með submit réttindi.... huga er þó ritstýrt]

t.d. þessi grein, hún hljómar svo fáránlega að heimildin hlýtur að vera fyrsta apríl gapp

þessi texti í fréttinni nokkurn vegin gefur þetta :

" ?Ég bið að forsetinn og ráðgjafar hans leiti eftir visku guðs og treysti ekki á eigin dómgreind,? og mánudagsbænin: ?Ég bið að forsetinn og ráðgjafar hans búi yfir nægilegum styrk og hugrekki til að breyta rétt þrátt fyrir gagnrýni.?


febrúar 07, 2003, 04:22 EH

mikils misskilnings hefur gætt um

mikils misskilnings hefur gætt um skattlagningu STEF á geisladiskum [óbrenndum], og ætla ég að gera tilraun til að hreinsa þann misskilning aðeins upp...... og já, þetta er enn eitt huga svarið sem varð of langt

fyrir mörgum mörgum árum, þá var lögsett svokölluð fair use lög, bæði í bandaríkjunum, mörgum löndum í evrópu, og íslandi....

Þessi lög gefa mér og þér rétt til að :

taka upp tónlist úr útvarpi til einkanota,

taka upp efni úr sjónvarpi til einkanota [og "eðlilega" nánasta umhverfi. þ.e. fjölskylda]

taka upp tónlist sem ég hef keypt mér, t.d.
öryggisafrit eða til að hlusta á þar sem upphaflegur miðill á ekki við, t.d. ég tek upp vinylsafnið mitt á diska og hlusta á þar sem ég á ekki lengur vinylspilara.

o.s.frv.

gott mál

höfundarréttarsamtök voru ekkert rosalega ánægð með þetta, og að vissu leiti þá var það skiljanlegt... þeir sögðu, að :
ef að fólk má taka upp plötu og platan skemmist þá er ólíklegra að viðkomandi kaupi sér hana aftur....

ef að fólk tekur lög úr útvarpinu þá er ólíklegra að það kaupi sér plötuna

o.s.frv

Þess vegna var settur skattur á alla hliðræna miðla á sínum tíma, að minnsta kosti alla consumer miðla ... m.a. kassettur, myndbandsspólur og svo framvegis.

Nýleg sköttun á geisladiska er þ.a.l. bara lógískt framhald þeirrar sköttunar og á ekkert skylt við þá hugmynd að höfundarréttareigendur séu að bæta sér upp ólöglega afritun...

Sumir kunna þá að segja "hey ég get geymt word skjöl, mína eigin tónlist og fleira á geisladiskana, er þetta ekki ólögleg/ósanngjörn skattlagning"

VISSULEGA, en það breytir ekki því að það er ekkert frábrugðið analog [hliðrænu] miðlunum, ég get tekið upp glamur með mér inn á kassettu og tekið upp stuttmynd á myndbandsspólu....

Þ.a.l. er áralangt fordæmi fyrir hendi.... ég er ekki að segja að það geri það eitthvað betra, en lagalega séð, þá er það vel séð... að það sé áralangt fordæmi fyrirhlutunum og það sé einfaldlega verið að laga lögin að nýjum tímum [þ.e. nýjum stafrænum miðlum]

það sem stef klikkaði algerlega á var promo-ið á þessum hlutum.... þeir fóru að þvæla um tónlistarþjófnað á netinu og augljóslega tengdu allir þetta saman.... á sínum tíma þá skrifaði ég langt bréf til forstöðumanns stef, minnir að hann hafi heitið eiríkur, og hann sendi mér gott svar um þetta.... einnig grennslaðist ég fyrir á lagasafni alþingis þar sem ég fékk þetta staðfest.
Því miður fór Maggi Kjartans í fjölmiðla og missti stjórn á umræðunni.... og fór að bendla hana við að stef væri að bæta sér upp fyrir ólöglega afritun

afsakið að þetta er kannski illa skrifað hjá mér, er að þrusa þessu á methraða á lyklaborðið


febrúar 06, 2003, 12:43 FH

tónlistarbransinn og vesen

hmm var að svara huga-lingi, og varð að þvílíku monster svari að ég varð að pósta það upp hérna:


er nokkuð viss um að þeir sem dl-a músík á netinu skiptast eflaust upp í nokkra hópa.. t.d.
1) þeir sem eiga aldrei eftir að versla plötur en sækja sér það sem þeir vilja
2) þeir sem sækja sér smá smjörþef, en versla útgefið efni líka...
3) þeir sem að sækja ALLT, bara til að eiga það og dreifa því..... getum kallað það compulsive söfnunaráráttu... gætu safnað hverju sem er í raun, en safna músík og öðru á netinu vegna þess að það kostar engan pening og þeir geta verið stórir menn á spjallrásunum því að þeir eiga líklegast flest sem einhvern vantar...
4) þeir sem hafa aldrei keypt tónlist og hafa alltaf hlustað á útvarpið [og hringt inn óskalög]... og þar sem íslensk útvarpsmenning hefur næstum því farið til helvítis síðastliðin ár þá nota þeir mp3 playlistann og ýmsar aðferðir til að fleygja tónlist inn á playlistann.

Ég er ekki að réttlæta neinn hópinn, flestir siðlausir, bara misjafnlega siðlausir...


Aftur á móti hafa sumir hóparnir sem ég nefndi ALDREI verið peningauppspretta fyrir tónlistarbransanum og munu aldrei verða.

EN [og nú kemur stóra atriðið] tónlistarbransinn hefur klikkað mikið á því að mæta nýjum tímum og nýjum kröfum.
Ég er að meina að ég held að tónlistarbransinn hafi látið stórt tækifæri sér renna úr greipum. Þegar þessi tækni til tónlistardreifingar hefur verið að þróast síðastliðin ár, þá hefur tónlistarbransinn að mestu leiti til verið íhaldssami aðilinn, sem sá bara púkana í hverju horni, og vildi einungis stoppa þróunina.

Nú ætla ég að setja mig í spor manna bransans með vald til stefnumörkunar og ákvörðunartöku, fyrir svona 3 árum síðan þegar fyrst fer að bóla á þessari tækni fyrir alvöru. Ég hefði hugsað með mér:
"hmmm hérna eitthvað að fara í gagn sem gæti hugsanlega skaðað okkur, þetta er heillandi tækni og hún er mjög instant... nú veit ég, svörum þessu af fullum krafti með hugbúnaði sem er einfaldur í notkun og uppsetningu, þar sem ég býð notendum að sækja sér tónlist fyrir ákv. upphæð per lag. Þetta gæti svínvirkað, ég [fyrirtækið mitt] skaffar tónlistina, og þá get ég stjórnað gæðunum, minni gæði skjalana [t.d. 64kb] get ég verðlagt ódýrara, og meiri gæði [128-160-192] gæti verið dýrara... og til þess að þetta verði virkilega heillandi þá verður heil plata í niðurhali að kosta neytandann ekki meira en einn þriðja af verði plötunnar úr búð."

Ég geri mér grein fyrir því að sumir aðillar í dag bjóða suma tónlist svona. En það eru nokkrir þættir sem hafa spilað inn í það að miklu fleiri eru að ræna tónlist en í raun þyrftu [þá meina ég fleiri en þeir sem hafa og munu aldrei keypt það úr búð]
1)bransinn var íhaldssamur og neitaði að nýta sér nýja tækni, þótt það væri ekki hægt að græða milljónir á henni strax á morgun
2)bransinn hefur komið fram við neytendur með neikvæðni, [hvernig heldurðu að jóa tölvunörd, sem kaupir alltaf "stef" tónlistina líði þegar að stef [magnús kjartansson] kallar netverja þjófa... [sem hann nánast gerði þegar að cd-r skatts umræðan var í algleymingi]
3)bransinn hækkar verð á geisladiskum upp úr öllu valdi, algerlega úr hlutfalli við aðra neysluvöru..

ég tel að allt þetta hafi leitt það af sér að mun stærri hópur en ella sé búin að snúa baki í "öll ljótu og peningagráðugu útgáfufyrirtækin"

og mér finnst það frekar leiðinlegt, því að ég er sammála þér með það að það eru litlu útgáfurnar og minna mainstream tónlistin sem fær hlutfallslega meira á baukinn fyrir þetta en stóru útgáfurnar.


Ég er þó ekkert vitlaus, ég veit vel hver aðalástæðan fyrir íhaldssemi bransans er. Tónlistarútgáfur í dag, s.s. þessar stóru, eru ekki lengur bara listamaðurinn og útgáfustjórinn sem sér um að taka dótið upp og setja cover á draslið, heldur samanstendur þetta af complete A-Ö lausnum í ekki bara content-delivery, heldur líka í audience-manipulation.

Content delivery
XXX útgáfa á : upptökustúdíó, plötupressu, hönnunardeild fyrir cover, markaðsdeild, útkeyrsludeild fyrir hvert svæði, verslanir sem þetta er selt í... [nú er ég kannski að gleyma einhverju í ferlinu]

Audience manipulation
XXX útgáfa hefur á snærum sínum eða er í nánum samskiptum við - útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar sem útgáfurnar skammta efni ofan í og útvega viðtöl við listamennina og upptökur af tónleikum þeirra..
Og í tilfelli okkar litla íslands þá er þetta svo lítið að viðkomandi tónlistarmenn fá oft vinnu í viðkomandi útvarps/sjónvarpsstöð, þannig að á litlum markaði er hægt að tryggja að sýnileiki viðkomandi tónlistarmanns er orðin algjör


Ég er nokkuð viss um að t.d. Norðurljós falla ágætlega undir þetta, semsagt content delivery og audience manipulation..... og flestir tónlistarrisar líka í vesturlöndum.

Þess vegna er ekkert skrítið að íhaldssemin sé mikil... þetta snýst alls ekkert bara um tónlistarmennina... þetta snýst um alla litlu og stóru anga bransans sem er ÓGNAÐ af tækni sem myndi kosta endurskipulagningu og nánast tryggja að meirihluti deildana sem koma ekki beint að tónlistarsköpun og upptöku, myndi minnka til að byrja með og ef til vill leggjast af þegar fram líða stundir. [ þegar ég tala um tækni í þessari málsgrein er ég ekki að tala um þjófnað, heldur t.d. sölu á netinu á einstaka lögum eða plötum ]

Þannig að jafnvel þótt að tónlistarþjófnaður á netinu væri ENGIN, þá væri ENGIN vilji stærri útgáfufyrirtækja til að nýta sér þessa nýju tækni.

Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að við erum að upplifa stóra breytingu/byltingu, sem á endanum mun vonandi losa redundant störf úr þessum geira [get því miður ekki þýtt redundant]

En eins og margar byltingar eru þá tekur þessi bylting líf á báða bóga, og hvorugur aðillinn er með hreinan skjöld
[það er ef ég á að einfalda þetta svona fáránlega niður]


desember 19, 2002, 04:45 EH

jæja, tilveran er að minnsta

jæja, tilveran er að minnsta kosti búnir að birta frétt af mbl um málið....


röfl

Ef það er eitthvað sem er sorglegt við tilveruna og batman er þegar þeir koma upp um sig hversu miklir sjálfstæðismenn þeir eru.....

ekki misskilja mig, mér finnst ekkert að því að vera pólitískur, og er nett sama á hvorum pólnum fólk er. En þegar að vefsetur eins og tilveran og batman, sem gera eingöngu út á "useless fun" efni á netinu, taka sig til og verða allt í einu pólitískir í örstutta stund, eins og í kringum kosningar og í raun hvenær sem pólitíkin kraumar í þeim, þá finnst mér það óviðeigandi....

í raun alveg jafn unprofessional og óviðeigandi eins og ef að spaugstofan myndi allt í einu taka pólitíska afstöðu.....

794 hmmm Ingibjörg Sólrún þiggur 5. sæti Samfylkingarinnar http://www.tilveran.is/id/1009865

1122 hmmm Ég er EKKI á leið í framboð!!!
http://www.tilveran.is/id/1009864


og batman gekk skrefinu lengra...
is Look-a-like: Ingibjörg Sólrún og Gosi
http://www.batman.is/ut/6857


Ef að þessir aðillar eru í raun pólitískir, en ekki blind-flokkahollir, þá vita þeir það vel að þetta er nokkuð flóknara mál en bara 1)hún sagðist ekki ætla fara í framboð og 2)hún fer á lista hjá samfylkingunni og þar af leiðandi er hún lygari....

en þeir vita líka að lesendur þeirra eru ungt fólk og er að leyta að einhverju skemmtiefni á vefsíðum þeirra.... semsagt froðu.. en það er einmitt þá sem að aðillar með ákv. skoðanir nota tækifærið til þess að fá fólk til þess að trúa hverju sem er...

líki þessu í raun við að bjóða starfsfélögum sínum í partí, til þess að geta vælt kauphækkun úr yfirmanni sínum undir áhrifum....


en nóg af samlíkingum....

vonast bara til þess að tilveran og batman haldi sig við það sem þeir eru góðir í og hætti að troða inn yfirlýsingapólitík


desember 15, 2002, 04:52 EH

Hljómsveitin

Kíkti í gær á leikritið Hljómsveitin, stórskemmtilegur ærslaleikur. Myndi mæla með því nema hvað að þetta var síðasta sýningin

Hljomsveit_hopur01.jpg

Braedur_Gelta02.jpg


desember 14, 2002, 01:23 EH

það er einstaklega fyndið

það er einstaklega fyndið þegar mar er að tala við fólk, og þarf að gefa því samband annað einfaldlega vegna þess að það þarf að tala við annan til að fá lausn á vandamáli sínu, og samt heldur það áfram að tala segja manni frá vandamálinu....... er "ég ætla að gefa þér samband við aðilla hjá mér sem getur leyst þetta fyrir þig" eitthvað óskýrt ??

eða er fólk bara óstjórnlega vitlaust....... [held að við vitum öll svarið við því]


desember 09, 2002, 08:50 EH

fikt

Þoli ekki vini&vandamenn sem bögga mann alltaf þegar þeir eru búnir að rusla eitthvað til í tölvunni.... og síðan þegar mar fixar hlutina ... þá "installa" þeir bara einhverju nýju crappi


nóvember 21, 2002, 10:28 FH

ég elska google.... platónískt þó

það vita nú flestir að google er eina alvöru leitarvélin, bæði hvað varðar niðurstöður varðar og einnig ein af fáum leitarvélum sem reynir ekki að vera auglýsingabæklingur í leiðinni

nokkur dæmi um gæði íslenskra leitarvéla vs google [það segir sig sjálft að google er með bestu niðurstöðurnar þannig að þá getum við bara horft á stærð í kb á milli véla.... hefur áhrif fyrir þá með slappa tengingu hversu lengi hún er að hlaðast og líka áhrif á hversu lengi vafri er að rendera upp síðuna...]

www.finna.is
forsíða = 251 kb !!
14,4 Kb módem tekur 2 mín 22 sek
28,8 Kb módem tekur 1 mín 11 sek

niðurstöður leitar = 123 kb
14,4 Kb módem tekur 1 mín 8 sek
28,8 Kb módem tekur 0 mín 34 sek


www.leit.is
forsíða = 175 kb
14,4 Kb módem tekur 1 mín 39 sek
28,8 Kb módem tekur 0 mín 49 sek

niðurstöður leitar = 120 kb
14,4 Kb módem tekur 1 mín 8 sek
28,8 Kb módem tekur 0 mín 34 sek


www.google.com
forsíða = 15 kb

14,4 Kb módem tekur 0 mín 8 sek
28,8 Kb módem tekur 0 mín 4 sek

niðurstöður leitar = 27 kb
14,4 Kb módem tekur 0 mín 15 sek
28,8 Kb módem tekur 0 mín 7 sek

fyrir þá sem vilja hafa leitarvélina sína eitthvað skemmtitímarit þá eru leit og finna örugglega ágætar..... annars mæli ég með að þið haldið ykkur frá þeim....... but dont take my word for it...... skoðiði þær sjálf


nóvember 15, 2002, 08:08 EH

lögmál númer eitt....

lögmál númer eitt # aldrei kaupa eða nota neitt án þess að vita hvernig á að nota það, eða kynna sér það vel......eða vera tilbúin að taka afleiðingunum og ekki gráta eins og kerling

öðru nafni readthefuckingmanual


nóvember 13, 2002, 08:37 EH

ætli "bókin" á íslandi

ætli "bókin" á íslandi sé að upplifa sama elementið og að tónlist upplifði fyrir nokkrum árum.... þ.e. að allir geta grautað úr sér einhverju og fengið það útgefið [með tölvu] samanber bloggbókina hennar betu
bara upphá hugleiðing :)
blogging á eflaust eftir að ala af sér heilmarga svona instant "reality" höfunda úff... ímyndaðu þér þegar að wireless video broadcasting verður orðið svona "everybody's doign it"..... að fólk hreinlega broadcasti lífi sínu [via litla myndavél í gleraugum eða einhverju] og síðan eftir hálft ár þá editar lið saman einhverja killer amatör bíómynd eða jafnvel 20-30 þátt eftir hvern mánuð.... svona instant publishing


október 31, 2002, 05:16 EH

read the fucking manual

read the fucking manual

hvers vegna virkar sumt fólk þannig, þótt það sé með leiðbeiningar fyrir framan sig á íslensku, að það fylgir svona 20 % af þeim eftir og síðan þarf að lesa leiðbeiningarnar upp fyrir það til að það geri hlutina eins og á að gera það.....

úffff


september 10, 2002, 02:33 FH

peningaplokk

fyndið hvað það er hægt að lepja peninga úr stofnunum fyrir ýmsu drasli

Hvað ætli það hafa verið vældar margar milljónir úr opinberum stofnunum á þeim forsendum að það sé verið að bjarga unga fólkinu frá yfirvofandi glötun.....

Mér væri alveg sama, nema að þetta eru skattpeningar okkar sem renna í þetta. Hvernig væir bara að fólk drattaðist til að treysta á uppeldishæfileika sína.

Plús allt styrkjabatteríið sem er vel grafið svo að hver sem er sjái ekki hvaða peningaaustur úr vösum greiðenda 40% tekjuskatts er í gangi.

Ég bíð bara eftir deginum þegar við fáum að borga sjálf fyrir það sem við notum, og hættum að greiða fyrir aðra


september 09, 2002, 04:28 EH

alltaf gaman að grínast í

alltaf gaman að grínast í fólki.......

btw, ég vinn í technical support

það hringdi inn kona sem lýsti vandræðum sínum á internetinu á nýrri tölvu með windows xp home sett up.

þegar hún reyndi að fá upp aðrar síður en hennar "home" síðu sem í þessu tilfelli var mbl.is þá kom upp að explorer hefði orðið fyrir villu og yrði að loka forritinu og bauðst svo til þess að senda villuskýrslu til microsoft.

ég reyndi að segja manneskjunni að hún yrði að leita til seljanda tölvunnar með þetta, enda væri þetta ef til vill galli í uppsetningu á windows stýrikerfinu [sagði henni það reyndar ekki að hún hefði ef til vill sett upp einhvern steik hugbúnað]

Hún var nú ekki alveg að kaupa það og talaði um hvort það væri ekki einhverjir vankantar á internet sambandinu

Ég svo mjög vinalega dró upp þessa samlíkingu:

Ef þú ert að keyra og bíllinn drepur á sér þá er það bílaumboðið, en ef þú kemur að lokaðri götu þá er það vegagerðin.

hún var kurteisislega fúl út í "hrokann í mér"


ágúst 20, 2002, 09:39 FH

djöfulsins hyski

Djöfulsins hyski

Ég þoli ekki mofuggin hyski sem að segist ætla að gera eitthvað og gerir það síðan ekki........

eitt stærsta vandamál nútímasamfélags


ágúst 18, 2002, 12:24 EH

að verða frjálshyggjunörd ?

Ég veit það ekki en er ég kannski orðin blússandi frjálshyggjumaður, jæja ég var að svara grein á huga og ákvað að skella svarinu hérna :


hver einasti maður sem nennir að hugsa sér það að forsjárhyggja og sú hugsun mannsins að hann eigi að hafa vit fyrir sínum meðbræðrum er best ættuð í kína, mörgum múslimaríkum og annars staðar....

besti grunnurinn sem við getum byggt undir gott ríki er að fólki hafi val til að "góðar" eða "slæmar" ákvarðanir.

við tökum öll ákvarðanir í lífinu sem hafa áhrif á það hvernig okkar líf verður

í hvaða skóla við förum, hversu mikið við leggjum okkur fram, hvaða fólk við umgangumst, hvernig við högum okkur í vinnu okkar tildæmis hefur áhrif á það hversu mikilli velgengni við náum og það hefur síðan áhrif á fjölskylduhagi okkar, hvort að við yfirhöfuð viljum eignast fjölskyldu og svo framvegis...

og nú spyr ég

Eftir alla þessa ákvarðana töku þessa einstaklings, af hverju.... er honum ekki treyst til þess að taka enn eina ákvörðunina

Hann gæti gert margt vitlaust í lífinu, hann gæti haldið framhjá...... ekki erum við með haldaframhjálögreglur út um allt....

hann gæti klúðrað samningnum í vinnunni og misst hana, og konan farið frá honum í kjölfarið.... ekki erum við með velgengnislögreglur sem passa upp á okkur.....


ég skal segja þér eitt, ég get vel skilið að þetta fari í taugarnar á konum sem giftar eru. að þeim finnist þetta ógna stöðu þeirra... en ef hún er í hamingjusömusambandi og finnst ekki þægilegt að maðurinn geri eitthvað slíkt þá ætti hann að skilja það.... ef hann skilur það ekki þá er einkadansinn ekki vandamálið heldur sambandið

því að ef við förum niður þá götu að banna eitthvað, til að fjarlægja freistingar til að halda uppi einhverjum siðferðisstaðli [sem er ekki til, það hugsa allir mismunandi um siðferði og hvers er það að segja hvað sé rétta siðferðið].... ef við förum niður þá götu, þá skulum við líka setja klút fyrir andlit kvenna á almannafæri... við skulum líka láta banna bleikt og blátt/playboy/hustler o.s.frv...

og þá erum örugglega búin að halda uppi siðferði og þá getum við verið ánægðara fólk því að við vitum að við þurftum ekki að hafa áhyggjur af neinu, það voru sem betur fer sett lög......


ágúst 17, 2002, 04:58 EH

Að snúa á trúarofstækishyski

Að snúa á trúarofstækishyski

Næst þegar þú færð trúarofstækishyski í heimsókn sem langar til að sýna þér bæklinga eða spjalla við þig um guð o.s.frv þá segirðu fyrst að þú hafir lítinn áhuga, en býður síðan viðkomandi inn og segir honum að þér langi til að kynna honum fyrir [insert þitt áhugamál hér]. Og síðan reynirðu eins og þú getur að vera eins uppáþrengjandi eins og þú getur og kynna [insert þitt áhugamál hér] honum það frá a - ö

Þetta gæti til dæmis verið útsaumur, fótbolti, frímerkjasöfnun, saga 20.aldarinnar, nýja 2000 mhz vélin þín, klámsafnið þitt og stórtæk þekking þín á klámstjörnum, bíllinn sem þú ert að gera upp, video safn þitt af simpsons þáttum o.s.frv.

Þú slærð tvær flugur í einu höggi með þessu
1) tefur hann í trúboðinu
2) leyfir honum að kynnast því hvernig er að láta troða upp á sig einhverju sem hann hefur engan áhuga á.


ágúst 16, 2002, 01:39 EH

ísland framtíðarinnar

Ísland framtíðarinnar

Upp á síðkastið hefur verið í umræðinnu ofstæki íslenskra stjórnmálaflokka gegn "klámvæðingunni" og forsjárhyggja og bannhyggja á það sem tengist kynlífi og nekt og þá aðallega strippbúllum og sölu á einkadönsum og grun um vændi, sem er náttúrulega ekkert annað en grunur þangað til að einhver verður sakfelldur fyrir dómstólum fyrir slíkt eins og vaninn er í siðmenntuðum löndum.
AMK tel ég vera einstaklega ósiðmenntað að opinberir aðillar séu með rógburð gagnvart þessum stöðum. Eðlilegra þykir mér að viðkomandi aðilla rannsaki málin og leggi síðan fram kæru til ríkissaksóknara ef þykir sýnt að um brotleg athæfi séu að ræða.

EN svoleiðis virðist íslenska ríkið og sveitastjórnir ekki virka þessa dagana.

Í staðinn eru sett fleiri lög, frelsi einstaklingana, til þess að vinna við það sem þeir kjósa, þrengt. Þetta á reyndar ekki bara við svokallaðan klámbransann. Undanfarin ár höfum við séð í sívaxandi mæli lög sett sem að refsa fjöldanum fyrir grunaðar aðgerðir fárra, ríkið að skipta sér að rekstri veitingastaða, stjórnendur þessa lands veita almannafé til einkafyrirtæka í skugga kokteilpartý-a þar sem að góðvinirnir skála fyrir öllu saman. Réttlætingin fyrir þessari sóun á almannafé er þunn að mínu mati. Á meðan þarf endalaust að skera niður í t.d. heilsugeiranum og menntageiranum, en er það ekki EINMITT þessir málaflokkar sem að fólk nefnir fyrst þegar það er spurt : "af hverju borgiði skatta og svona háa?"

Ég ætla síðan að enda á því sem ég byrjaði og spyrja ykkur að því, er þetta ísland framtíðar [sjá eftirfarandi grein?]
http://digitalmass.boston.com/news/wire_story.html?uri=/dailynews/228/technology/Communist_Vietnam_May_Fortify_:.shtml


ágúst 05, 2002, 04:19 EH

ég er farinn að pósta

ég er farinn að pósta huga hugleiðingum mínum hér... "ná betri nýtni úr þessu bulli!"

Hugleiðingar um velferðarkerfið

fólk getur bara greitt fyrir það sem það þarf í lífinu.... ég geri það. og ef fólk er veikt, þá annaðhvort á það að vera með sjúkratryggingar eða einhver vandamaður getur annast það

og ef það á ekki vandamenn og getur ekki sjálft greitt götu sína, þá er það bara survival of the fittest....

held að minnsta kosti að illa rekið velferðarkerfi sé ekki til þess að bæta mannkynið

OK það verða alltaf margir sem vilja hafa velferðarkerfi og borga fyrir þá sem minna mega sín, þá er bara hægt að setja upp einkarekna sjóði.. þá kæmi góðmennska samborgarana í ljós...

eins og þetta er núna, þá er velferðarkerfi rekið með valdbeitingu [skattar] og ég sé ekki alveg hvar mannleg gæska kemur þar inn [að hjálpa samborgurunum]

ég hef átt erfitt og þurft að ströggla og hef ekki fengið neina aðstoð frá ríkinu til þess, bara mitt eigið strit og hjálp frá vandamönnum reddar mér, finnst ég ekki alveg fá my money's worth af þessum HELVÍTIS 40% toll sem ég borga

ég geri mér grein fyrir því að það er margt sem ég nota í þessu þjóðfélagi sem þarf að borga fyrir, en ég vil bara borga fyrir það í formi gjalda fyrir einstaka þjónustuliði

ég held amk að það myndi straumlína kerfið og draga úr sukki í opinbera kerfinu


ágúst 04, 2002, 01:41 EH

ramblings of a madman..... skrif

ramblings of a madman.....
skrif mín af huga síðan 14.desember 2000

Það hefur verið talað um það að, þegar ríkið láti verzlunum eftir að selja t.d. bjór og léttvín, að þær munu ekki ráða við það...
Nýlegt dæmi um það er greinin hér á undan sem kallast Áfengislöggjöfin....

Mig langar aðeins að tjá mig um þessi mál:

Auðvitað þurfa búðirnar að endurskoða sín mál þegar þeir fara út í þessar aðgerðir......
ég segi þegar.... ekki ef...

Við erum ein af handfylli af vestrænum þjóðum sem hafa ekki tekið þetta skref.

Varðandi þessi "dæmi" sem kollegar mínir á huga hafa sett upp, með fullri virðingu, held ég að þau séu frekar grunn.

Í fyrsta lagi þá munu búðirnar, fyrst um sinn, afmarka sérstakt svæði fyrir vínbúðir sínar, þar sem að sérstakt starfsfólk, mun vinna við sérstaka kassa á afmörkuðum svæðum.. Svona. mini átvr verslun innan stóru verslunnarinnar.
Peningurinn sem mun koma til þessara framkvæmda eru EKKI frá hækkandi matvöruverði, heldur frá auknu fjármagni, sem mun streyma inn í gegnum áfengissöluna... trúið mér það mun borga sjálft sig upp.

Eftirlit löggjafans mun eflaust vera mikið með þessum búðum fyrst um sinn. Búðirnar sjá sér hag í að halda leyfum sínum til þessarar sölu og munu að mínu mati reka eða færa til það starfsfólk sitt sem mun vera uppvíst að því að fara ekki eftir löggjöfinni, því að þær vilja halda leyfunum.

Síðar, þegar reynsla er kominn á þetta munu þessar míní búðir jafnvel blandast við hina almennu verslun....

Við eigum ekki að gera ráð fyrir því að borgarar þessa lands virði ekki lögin... við eigum frekar að gera ráð fyrir því að með aukinni sanngirni, góðu eftirliti og almennri virðingu fyrir lögunum (og umhyggju um sitt eigið starf) eigi þeir borgarar, sem vinna við þessar búðir, eftir að segja nei, því miður, en þú ert undir lögaldri.... sama hvern það afgreiði..


Það sannast á unglingsárunum að með aukinni ábyrgð og frelsi sem foreldrar veita börnum sínum, kemur á móti að börnin sína aukna ábyrgð á móti.
Vissulega er dæmunum um hið andstæða, oftast flaggað framan í okkur í fréttum, því að það er ekki beint fréttnæmt að "Jói, sem var nýbúin að fá ökuskirteini, ók ekki fullur"

En ef að þessir unglingar sem taka við aukinni ábyrgð væri í meirihluta tilvika ekki fær um þá ábyrgð, þá væri landið í upplausn..... landið er ekki í upplausn.

Að þessu sögðu vil heimfæra þetta upp á ríkið og þegnana.... tuttugasta öldin hefur verið gott dæmi um það að í vestrænumríkjum er ríkisvaldið stöðugt að færast í áttina að auknu frelsi einstaklingsin...... stundum gengur það ekki upp... oftast gengur það upp.

Við þurfum að gefa fólkinu í landinu tækifæri til að stjórna sér líka sjálft.....

Ekki bara hrista hausinn og segja .... fólkið veit ekki betur og mun aldrei vita betur og ríkið þarf að hugsa fyrir það...


og við þessari grein kom athugasemd frá notandanum SIVAR

"Já þetta er skemmtilegt. Þér tókst að fylla mig efasemdum um mínar eigin skoðanir.
En það hefur sínt sig að undaförnu að sjoppur selji unglilngum sígarettur. veit ekki hvort það sé samhengi þar á milli. EN segjum að það sé svo. Þá er eftirlitishlutverkið nokkuð vel sett fram hjá þér.
Já....djö.....
Sivar-ein sem er byrjaður að efast! "

og svar mitt var:

Já, sivar, þetta með tóbakið er auðvitað eitthvað sem þarf að athuga betur....

Þar liggur galdurinn.... ef að frelsinu, með tóbakssöluna, fylgir ekki sú ábyrgð sjoppana að þeir selji ekki undir aldri....þá þarf að segja skamm....

VG vilja frekar refsa öllum þeim sem eru með aldur til og kaupa sér tóbak fyrir þá sem reykja undir lögaldri, með því að keyra af stað hækkana"trend" á tóbaki, sem að yrði keyrt áfram þangað til að fólk "hætti að kaupa".

Þetta er náttúrulega ekkert annað en bakdyrnar að banni, og líkt og áfengisbannið mun það skila engu.
Áfengisbannið í USA (meðal annars) endaði í kreppunni miklu. Það sem gerðist var það að glæpastarfsemi jókst mjög mikið og má segja að mafíustarfsemi hafi sett undir sig fót með áfengissölu.

Að lokum sættu Bandaríkjin sig við þá staðreynd að:
Þú getur ekki sett lög, ef að fólkið vill þau ekki, og mun ekki fylgja þeim.

Ef þú setur slík lög, þá mun neðanjarðarstarfsemi blómstra og almenn virðing fólks á lagabókstafnum fer minnkandi og minnkandi.

Þetta dæmi er augljóst út í íslenskri umferð þar sem að ekkert mark er tekið á ákveðnum hámarkshraða. Okkar "boða, banna & refsinga" óða yfirvald heldur að lausnin sé að fela löggurnar og láta þær taka nærri handahófskennt fólk og sekta það.
Það er það ekki... það skapar aðeins ný vandamál, því að fólkið sem t.d. er tekið og sektað á 90 km hraða á bestu götu landsins, ártúnsbrekkunni, sér helling af bílum bruna framúrsér þegar það er stoppað, hugsar það að annaðhvort séu lögin handahófskennd EÐA að framfylgjendur laganna séu ósanngjarnir.

Með svona aðgerðum og öðrum, sáir löggjafinn fræi tortryggni og virðingarleysi í akur almenningsálitsins (hehe góður þessi).. sem að kemur margfalt í hausinn á yfirvöldum...


popp er feik

hugleiðingar mínar af huga

jú oft getur verið gaman að poppi,

massavinsældir tónlistar eru oft [nota bene alls ekki alltaf] tengdar aðgengileika tónlistar

í hvert skipti sem heilinn lærir eitthvað nýtt þá tengjast node-ar í neural networkinu [sorrý slangrið] saman....

þegar að við verðum endurtekið fyrir sama áreitinu þá venst heilinn ferð boðana um sömu stöðvarnar [nodes] og ef það verður nógu mikið þá jafnvel söknum við áreitisins þegar það er ekki lengur til staðar....

t.d. vinasambönd, tónlist, eða bara niðurinn í læknum þegar þú ert búin að vera í sumarbústaðnum í nokkra daga....

aðgengileg tónlist spilar á þetta eðli heilans, að nota eitthvað sem er fyrirsjáanlegt og þægilegt, og heilinn er móttækilegri fyrir

það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja

enda er ungt fólk móttækilegast fyrir "nýjum" útfærslum á tónlist, en það eldra síður mótækilegt [alhæfing ég veit en ansi algengt]

Aftur á móti ef að við þrjóskumst við að láta heilann vinna í því að búa til ný tengsl t.d. með því að hlusta á ögrandi tónlist, horfa á eitthvað nýtt, eitthvað annað en hollywood ræmu, tel ég að hæfni heilans til þess að vera aðlögunarfær minnki...

sumir "underground" gúrúarnir segja að þeir sem hlusti á popp og fm ræpu séu vitlausir. ég held að það sé ekki rétt....

aftur á móti spilar margt inn í tónlistarsmekk, persónulegar kringumstæður og umhverfi, vinir og annað,
aftur á móti tel ég greind geta spilað inn í það þegar fólk staðnar í einhverju ákveðnu.... en ekki að því leiti að það sé einhver úrslita-faktor

aftur á móti er mikilvægt að ekki tapa sér í því að kanna eitthvað nýtt, því að þá missum við öryggistilfinninuna sem gömul tengsl veita okkur....

ég kýs að haga mér þannig að ég leita og leita að einhverju nýju, þegar ég finn eitthvað sem mér líkar við þá stoppa ég og nýt þess .... þegar mér er farið að leiðast þá byrja ég að leita aftur.... [t.d. ástæðan fyrir því að ég "yfirgaf" dnb tónlistina]

ég er kominn út í svolítið djúpar pælingar kannski, en mér finnst þetta meika sens....