Var að klára að horfa á American Splendor , sem er ágætis raunsæis gaman-drama um skjalavörðin og taugahrúuna Harvey Pekar. Harvey varð þekktur fyrir að vera höfundur teiknimyndasagnanna American Splendor, sem fjalla um hann sjálfan og hversdagslegt líf hans, en það er einmitt þessi hversdagsleiki sem er eitthvað svo sannur..... svona eins og bömmer að bíða eftir veseniskellingunni sem er á undan þér á kassanum út í kjörbúðinni...
Myndin sveiflast skemmtilega á milli þess að vera sjálfævissaga hans og að vera næstum heimildarmynd, þ.e. þegar við fáum að sjá hinn raunverulega Pekar, sem er sprækur á kvikmyndasettinu í hlutverki sínu sem þulur sögunnar.
Talandi um að vesen á kassa, fyrir svona þrem vikum síðan var ég út í nóatúni og þar var rúmlega tvítug stelpa á undan mér að versla eitthvað.
Eftir að afgreiðsludýrið segir upphæðina sem var þrjúhundruð og eitthvað krónur tekur hún upp tóma tveggja lítra kókflösku fulla af klinki [krónum og fimm krónum] og byrjaði að sprauta því í lófann sinn. Svo fór hún að telja það.
Eftir það sem virtist vera eilífð þá missir hún smá niður og fer að telja aftur, og eftir smá stund þá hellir hún þessu í lófann á afgreiðsludýrinu.
Eftir að hann er búin að telja þetta þá kemur í ljós að það vantar pening... alveg fjörtíu og eitthvað krónur.
Þarna eru um það bil 3-4 mínútur búnar að líða og ég alveg að missa þolinmæðisbrosið.
Hún sprautar meiru í lófann og telur meira og afhendir svo restina.... mínus svona 7 krónur, en það var einmitt þá sem að þolinmæðisbrosið datt af mér.
Allaveganna þá er splendor fín mynd, og einstaklega vel raðað í hlutverkin í myndinni, sérstaklega nördinn í myndinni .... og revenge of the nerds frásögnin er algjör snilld.
myndaalbúm
lag dagsins
chico rockstar
20 góðar kvikmyndir
ýmsir hlekkir
gémsamyndir-t610
danmörk-berlín-2k2-blog
albúmið mitt
myndirnar hennar beggu
skynvillu gallerý
arnar-veldi [kíkiði á ljósmyndirnar]
tommi newmilk
yfirgefið [ljósmyndir]
begga systir
danni hressi og kærastan hans
þóra happy
örn vökudraumur
jónas
betan
aphexgrl
raggi aka mr.motive
halldóra aka. corta
arna aka. villimey
kiddi aka. ghozt
már örlygsson, snillingur
húni hressi
oddur og stuðsíðan hans
bloggið hjá autopr0n gaurnum....
michael moore
sleepbot
live 365
íslenskar útsendingar
bara einhvern vef takk
Yeah, but is it art?
random internet
allconsuming.net
orðabók erfiðu orðana