« raunsæi | aðal | ofhlaðin forsíða »

mars 24, 2004

þungur málmur

Mig dreymdi draum í nótt. Ég var staddur niðrí miðbæ reykjavíkur og það var spenna í loftinu. Það var hlaupið og náð í mig og sagt við mig að ég yrði að takast á við málið.
Ég vissi ekki hvað "málið"snerist um nákvæmlega, nema það að það væri einhver manneskja sem væri hættuleg og á henni væri von.
Við hlaupum að lækjargötu þar sem að hópur fólks er saman komin. Fljótlega kemur bandarískur kaggi askvaðandi að og út stígur stríðsmær í anda heavy metal blaðanna
Hún er greinilega ótrúlega reið og ætlar að ráðast á næsta mann sem að kemur að henni. Þar sem þetta er minn draumur þá er ég sjálfkjörin í að "takast á við málið", en þetta er ekki svona ofurhetju draumur heldur bara svona raunsæi þannig að ég er eitthvað að reyna að tala til hennar... .eins og það stoppi hana eitthvað. Hún hreytir bara ókvæðisorðum í mig og veitist að mér.
Hún heldur á risaspjóti eða svona spear sem er með einhverjum búnaði framaná, sem ég sé að er ekkert vinalegur. Eftir að ná að forða mér frá því nokkrum sinnum næ ég að grípa í hann og afvopna hana.
Eða svo ég held.
Næst þá er hún farin að taka spörk að mér og þá sé ég stórhættulega langan og mjóan hælapinna sem er næstum því rokinn á kaf í mig rétt áður en ég næ að koma mér undan honum.
Eftir nokkur close calls þá virðist sem hún þreytist nokkuð snögglega og þegar betur er að gáð er reiðin að breytast í sorg og grátur og þá vaknaði ég.....

vírd one....

24.03.04 11:07

skyldar greinar: