« niðurstaða kosningana 2k4 | aðal | mac á win á mac »

nóvember 16, 2004

veður reynsla

Ég er ekki viss hvar ég var staddur. Beta spurði mig: "hvað er uppáhaldslagið þitt addi?".
Ég hugsaði mig um í nokkuð langan tíma og svaraði loksins : "Það er "Weather Experience" með The Prodigy."
Hún svarar: "hey má ég heyra?"
Ég rölti að einhverju plötusafni sem ég hef aldrei séð áður og byrja að róta, en eftir smá stund finn ég disk merktan "Experience" og skelli honum undir á og set á lag númer níu minnir mig.

Það byrjar að hljóma og ég er alveg að komast í stemningu og beta virðist vera að fýla þetta, síðan kemur eitthvað aukabít inn og eitthvað aðeins módernískara en maður á að venjast af þessum disk sem gerður er árið 1992. Það er greinilega búið að fikta eitthvað við þessa útgáfu og ég tek upp diskinn og lít á hulstrið. Á honum stendur "re-released and remixed for america". Beta spyr : "Hey hvað er að, bara búið að remixa smá" og ég svara kryptískt : "Þó það sé gott að þvo suma hluti einstaka sinnum, þá kemur það aldrei vel út ef það er vont lykt af þvottaefninu".

En þetta var bara draumur sem betur fer.

Ég ætla samt að setja lagið sem lag dagsins.

16.11.04 08:38

skyldar greinar: