danmörk-berlín 2002

smá dagbók sem ég hélt þegar ég fór í 3 vikna ferð til danmerkur með smá skutli til félaga míns, Kharis, í Berlín..... skemmtileg vitleysa

júlí 09, 2002, 02:43 EH

Laugardagur 6.júl Allt ready og

Laugardagur 6.júl

Allt ready og Guðbjörg gerðist svo væn að skutla mér út á aðalbrautarstöðina. Var kominn út á flugvöll einum og hálfum tíma fyrir brottför sem er gott, því ég hef lent einu sinni í því að missa af flugi og því mun ég aldrei lenda í aftur. AMK mun ég reyna það.
Seinasti danski bjórinn teygður út á flugvellinum og keypti mér polaroid filmur, veit ekki hvað þær kosta á fróni, en býst passlega við að þær séu ódýrari úti.
Flugið heim mjög þægilegt, horfði á home improvement og allo allo
Helvíti flott nýjung hjá flugleiðum að sýna leið flugvélarinnar á sjónvarpinu þegar maður nálgast Ísland. Einnig hæð og hraða vélarinnar.
Var svolítið pirraður að lenda ekki í tékki í tollinum, var að vonast til þess að fá að glotta og vera geðveikt pirraður þegar þeir myndu leita hjá mér og finna ekki neitt


Föstudagur 5.júl

Föstudagur 5.júl
Næst seinasti dagurinn, hefðarfrúin var orðin langþreytt á mér úti í útlandinu og fluginu var þar með flýtt um einn dag. Sem þýddi það að ég varð að taka rækilega á því. Verslaði kjól fyrir hana og fleira skemmtilegt og setti síðan stefnuna á levy hús. Freysi og siggi komu um morguninn um áttaleytið og búnir að vera gróskulegir allan daginn. 21 tegund af bjór teknir fyrir í bjórsmökkun hjá mér kidda freysa og sigga, því miður var mikið af bjórnum 10 prósent og þar með soldið ódrekkanlegur, en við létum okkur hafa það og toppuðum síðan dæmið með nánast ódrekkanlegu hvítvíni.
Guðbjörg og Krilli litu í grínið ásamt frimma og levy og svo bættust fleiri íslendingar í geimið [sem levy og co kynntust í hróarskeldu], en ég lét mig hverfa um fjögurleytið til að pakka og fá smá svefn áður en stefnt var heim.


Fimmtudagur FRH

Fimmtudagur FRH

Verslaði lítið niðrí bæ og kíkti í klippingu líka og var bara orðin svaka spaði. Kíkti á levy og co aftur og var ástandið þar ekkert afskaplega gott á fólkinu, allir þreyttir og súrir, en loforðið um fyllerí og gott djamm hressti fljótlega alla við.
Kíktum eftir langt og strembið sötr á öli á Woodstock, sem var örþrifaráð vegna þess að klukkan var orðin margt. Woodstock er furðulegur staður, Inngangseyrir er 30 krónur dk, plús 100 fyrir herra og 50 fyrir dömur plús 10 fyrir fatagæslu og þegar inn er komið þá er bjór og "kampavín" frítt á barnum, amk næsta klukkutímann, því við mættum of seint.
Eins og sönnum íslendingum sæmdi þá ætluðum við ekki að láta þetta úr greipum okkar ganga, fyrst við þurftum að borga þetta heiftarlega verð þarna inn. Fórum á barinn og tókum öll fimm glös hver og röðuðum á allt borðið. Danirnir urðu furðulostnir á þessum tilburðum í okkur, og sumir þeirra uppgvötuðu rónann í sjálfum sér og ákváðu að slást í hópinn í að láta eins og fífl. Tónlistin og stemningin var svona blanda af astró, glaumbar og skólaballi með diskótekinu dísa, en hápunktur kvöldsins var grease syrpan og silence.


júlí 04, 2002, 02:43 EH

Fimmtudagur 4.júl AAAA nú er

Fimmtudagur 4.júl

hmm ég er ekki hættur greinilega að merkja dagana.....
AAAA nú er mar hress, fór í sturtu í morgun og rakstur og læti fékk mér sturtugel og rakspíra í scandlines ferjunni í gær. Fórum síðan á karaoke bar dauðððans, sem var fyndið, nema það að hyskið var að syngja alltaf sömu helvítis lögin.
Ég guðbjörg og krilli fórum í dag niðrí búð og keyptum inn, svona alvöru, og er það næstum því í fyrsta skipti sem ég borða ekki drasl hérna.
Leit í heimsókn til levy, sem er fluttur frá kerlingunni ógurlegu og kominn með ágætispleis, Kiddi, Ingibjörg og Dís kominn líka út og eru þar í íbúðinni ásamt Frimma feitadvergs.

Annars er það bara niðrí bæ og versla kannski..... skál

p.s. koffein sápa ??


júlí 03, 2002, 04:03 EH

ég er hættur

Jæja ég er hættur að eyrnamerkja dagana eins og ég gerði....... en það kemur samt dateinfo með póstunum. Tók rútuna til köben í morgun og var bara helvíti sáttur. Kláraði að lesa fyrsta volume af Eugenics Wars sem er bara kúl bók. ÉG ER ANNARS MJÖG ósáttur með veðrið sem ég hef fengið í þessari ferð. Það var sól og svínarí fyrstu dagana í köben en nú er það allt ferið til helvítis. Rigning og viðbjóður.

Fór út að éta í gær í berlín og fékk mér schnitzel, sem var bara helvíti gott og fáránlega vel útilátið... hálfkláraði af disknum og skammast mín fyrir það. Það er víst von á shitloads af íslendingum þannig að ég býst við að föstudagskvöldið verði bara íslendingapartý sem er ágætt því að mig er farið að þyrsta í að tala íslensku að viti.

Þrátt fyrir að hafa barið þær augum áður verð ég að segja að það er eitthvað mikið spes við vindmyllurnar sem eru í þýskalandi og danmörku. Þótt það sé ekki mikinn vind að sjá þá snúast þessir massa vængir [sem eru stórir] alveg á fullu.

Ég er bara nokkuð sáttur við að hafa ekki verið hér þegar hróarskelda var í gangi. Ég hefði örugglega freistast til að fara og eytt einhverjum shitloads af aur.


júlí 01, 2002, 07:25 EH

JIBBÍ!!!!!!!!!!!! fóturinn er orðinn betri.....

JIBBÍ!!!!!!!!!!!! fóturinn er orðinn betri..... held samt að mar verði alveg vel fótmassaður eftir þessa ferð.... labba meira í tvær vikur en allt árið heima á íslandi


Mánudagur.... hvaða helvítis dagsetning er

Mánudagur.... hvaða helvítis dagsetning er í dag..... já 1.júl

Hardcore að vakna svona lúinn og líkamlega þreyttur. MY ORGANSSS!¨!!!1!

Skruppum á le office og ég skannaði polaroid myndirnar inn og síðan fór ég að versla nokkra hiphop diska fyrir vinkonu mína. Skrapp síðan á netkaffi og sit hér nú.... Kharis skrapp og náði í kærustuna út á flugvöll.... Mér líður hálfgert eins og foreldrarnir séu að koma heim...... allaveganna þegar við vorum að þrífa til í dag.

BTW líkaminn elskar ávaxtasafa eftir sukk..... fer líklegast aftur til danmerkur á morgun.... rútuferðinn er hardcore dót..... 14:30-22:00 með smá stoppi í ferju sem fer á milli dk og de


respect til thilo fyrir að

respect til thilo fyrir að fá að nota skannann,nokkur orð um þessar myndir..... myndin efst til hægri og miðjunni til vinstri er af íbúðinni hans kharis þar sem ég er að krasha.
Tvær neðstu myndirnar og myndin efst til vinstri eru af Automatenbar sem er alveg túrbó kúl búlla.
Og síðast er mynd af tyrkja hyski [ekki að tyrkir séu eitthvað meiri hyski en aðrir, en þið náið punktuinum] sem var að fagna eins og klikkaðir eftir að þeir lentu í þriðja sæti í HM. Ég vaknaði við helvítis lætin, þeir keyra um í svona 3-5 klst liggjandi á flautunni.... ef það er ekki hyski þá veit ég ekki hvað. Það er eitt að vera stoltur en ... jæja ég ætla að hætta að röfla...


nokkrar myndir ur polaroid velinni

nokkrar myndir ur polaroid velinni


júní 30, 2002, 02:54 EH

Sunnudagur frhld...

Sunnudagur frhld...

Fórum á pöbbabjórþamb og síðan á brilliant indverskan veitingastað.... fékk mér tandoori kjúkling sem var borinn til mín steikjandi mallandi á pönnu. Eftir það þá skruppum við á frekar tómlegan klúbb en ég fékk samt óskalag [bað um þemalagið úr DR WHO]
eftir það fórum við á klúbb sem heitir the most silent club on earth eða eitthvað svoleis... heavy flottar rólur inn á honum [svona fyrir 3 -4] en það var engin þar heldur .... þegar þarna var komið, klukkan 04 vorum við orðnir glæsilegir enda búnir að sulla bjór síðan 5-6 um daginn. Þurftum að labba heim og það er örugglega svipað langt eins og að fara úr vesturbænum í reykjavík og upp í grafarvog....


Sunnudagur 30.06.2002
helgin búin að vera róleg föstudagurinn tekinn með svo miklum massa að ég meikaði ekkert í gær, og hékk bara "heima" að glápa á imbann og chilla, auðvitað bjór við hendina en það er kostur við að vera hérna að geta keypt bjór á 300 kall kippuna... tók nokkrar myndir á gemsavélina en þær koma frekar illa út nema að það sé góð lýsing...


kharis hress á röltinu.....

geðveikt sköll að þjóðverjarnir töpuðu á móti brözzunum, en það var mikil spenna í loftinu sérstaklega fyrir það að ef þeir hefðu unnið þá var það frír bjór á pöbbunum og partý í allan dag.... en súrt epli i guess..


júní 28, 2002, 09:12 EH

mmm lambakjot og thyskar pylsur

mmm lambakjot og thyskar pylsur og iskaldur becks i mjog islensku vedri herna uti i berlin, profadi nokkrar myndar i velinni en eins og thid sjaid tha kemur thad ekki alltof vel ut thegar er farid ad myrkra...

en thad er samt gaman ad thessu....... goda nott, goda helgi og lets get pissed


Fostudagur 28.06.2002.

Fostudagur 28.06.2002.

Uff, er ad skrifa thetta a machintosh powerbook, en eg er algjor windows madur og get ekkert ad thvi gert. Nenni ekki ad saekja eitthvad islenskt stafasett daudans. Hefdarfruin klikkadi ekki og myndavelin kom i morgun hress i bragdi.... Er staddur i husi, IC! Berlin solgleraugnaframleidanda og fleiri battery og m.a. honnunnarkompaniid sem thilo vinnur hja.....

herna er ein mynd af kharis ad dutla

aaetlad er grillparty med einhverjum látum og fyrirsætum (med vonandi flotta <rassa) en steypiregnid uti er ekki gods viti.


júní 27, 2002, 06:20 EH

Fimmtudagurinn 27.02.2002

Fimmtudagurinn 27.02.2002
Vöknuðum og ég fékk te að breskum hætti, enda er gestgjafinn minn breskur. Eftir sturtu sem var overdue þá fórum við í smá bæjarferð. Ég fékk mér skítódýra polaroid vél og filmur og er búin að vera prófa það. Soldið skondið eftir allar þessar stafrænu pælingar þá finnst mér myndirnar úr henni soldið sexy.
Fóturinn minn er ennþá nokkuð aumur og eftir svona bæjarrölt þá er hann ekkert betri. Fundum ótrúlega funky sjálfsafgreiðslukaffihús sem er með svona tölvu-jukebox og framtíðar/fortíðar innréttingu dauðans... tékkiði á www.automatenbar.de. Vonandi eru myndir á þeirri síðu. Annars tékka ég hvort að ég komist í scanna af því að ég tók nokkrar myndir þar inni.

Ekkert plan fyrir kvöldið.... vona að það verði brennandi sól á morgun, því þá er ég farinn í local garðinn til að halda áfram upptöku á buttspotting in europe


Miðvikudagurinn 26.02.2002

Miðvikudagurinn 26.02.2002
Fórum á STERObar á þriðjudagskvöldið og þar sem ég þurfti að taka rútuna klukkan 06:30 þá fórum við bara ekkert að sofa, gláptum á simpsons drukkum kaffi og þraukuðum það. Guðbjörg var síðan svo elskuleg að keyra mig út í rútuna...
Einhver mófó greip aftasta sætarununa þannig að ég gat ekkert sofið, fór í ferju á milli dk og de og fékk mér morgunverðarhlaðborð, og tróð mig auðvitað út.
Kom í berlín um tvö leytið og var vel tekið á móti af kharis og thilo, þá var ég reyndar ekkert búin að sofa síðan þriðjudagsmorguninn, en svefn er fyrir aumingja þannig að ég fékk mér bara bjór og fylgdist með viðbrögðum þjóðverjana (or tyrkjana) þegar tyrkir töpuðu fyrir brazilíumönnum. Thillo fékk sér einn þann fáránlegasta stóra hamborgara sem ég hef séð og kláraði svona 1/3 af honum. Fyrst að þetta var hálfgert tyrkjahverfi þá drifum við okkur í burtu ef að þeir skyldu fara í einhverja óeirða stemningu eftir tapið.
Kharis og ég hengum bara og chilluðum í hvítvínsstemningu um kvöldið hlustandi á og búa til smá músík.


júní 25, 2002, 07:27 EH

Þriðjudagur 25.06.2002

Þriðjudagur 25.06.2002

JóJóJó Gubba Bumba aka guðbjörg kom heim í gær og í dag reddaði hún mér alveg. Skruppum í mission og náðum í farangurinn minn til levy og keyptum síðan rútumiða til Berlínus..... Svo fórum við [þ.e. ég frimmi levy og guðbjörg] í pikknikk í bakgarðinum hjá bumbu. Bjór, hvítvín, söl, hnetur o.fl.
Og þá nær ekki sagan lengur eins og stendur........ nú erum við að hlusta á Yoga live og sötra bjór og tala um þorramenningu landsins....... spurning að fara á einhver klúbb í kvöld.. shoutout til hefðarfrúinnar fyrir að redda gsm myndavélinni minni í póstinn...... bráðum koma inn myndir á síðunna frá berlín, en ég mun blogga þaðan næst...


Mánudagur 24.06.2002

Mánudagur 24.06.2002
Fóturinn er ennþá sár, og parecetamol er ekki að gera skít... því miður er íbufen lyfseðilsskylt þannig að ég bít á jaxlinn. Skrapp niður í bæ og hitti levy og frimma, og síðar eldar og hrefnu, við skruppum í stórskemmtilegan danskan bar með bjórhaug sem við keyptum í 7-11 [lesist 10-11] og ræddum um ýmislega hluti, sem eru því miður á það leynilegu stigi eins og er að ekki má segja frá þeim.

Þegar það var orðið of seint og kalt þá skruppum við upp í christianiu, sem allir túristar verða að kíkja á. Laughing Cobra skilaði sínu í liðið og heim var haldið eftir það. [p.s. varist varning sem er seldur með loforðinu "guarenteed to fuck you up".


Sunnudagur 23.06.2002

Sunnudagur 23.06.2002

Sunnudagurinn byrjaði hjá mér seint eða klukkan 18 um kvöldið, og þegar ég áttaði mig á því að fóturinn var ennþá í steik, þá fór ég bara á næsta netkaffi, sem var hrikalegt bæ þe vei, og spjallaði bara þangað til að klukkan var orðin 22 og eftir það þá reddaði selekt mér í munchinu og svo var sjónvarpið tekið til klukkan hálf fimm um nóttina. MUNIÐI að það er ekki auðvelt verk að snúa sólarhringnum aftur við þegar hann er kominn á hvolf.


laugardagur 22.06.2002 frhld

laugardagur 22.06.2002 frhld

Plönin breyttust...... afgangurinn af laugardeginum var lifandi helvíti fyrir fótinn á mér... ég hafði greinilega labbað of mikið og of lengi á föstudaginn og laugardaginn. [einn punktur, þegar maður labbar fram hjá sakleysislegri kjallarabúllu í skuggalegri hverfum danmerkur sem heitir Asian Beauty þá eru 84% líkur á því að um sé að ræða hóruhús í pöb búningi. Asian Beauty er einmitt við hliðina á Gay Center, búðinni sem selur hinn marg verðlaunaða "Anal Bleeder" bött plögg]
Já fóturinn alltof ónýtur en ég dröslast samt með strákunum til Gunnhildar. Þar fékk ég að gaufast ofan í lyfjaboxið og fékk mér íbúfen 600 mg monster og já, eftir það og nokkra hot and sweet og nokkra bjór þá fann ég bara ekkert fyrir fætinum, og þá var kominn tími til að fara í partý......

**.. partý... jú jú. En það gleimdist víst að nefna það að þetta partý sem um er rætt, var nefninlega partý, haldið af samkynhneigðum.... fyrir samkynhneigða! Sem sagt HOMMAPARTÝ .... aaaaAAAAA... ehm. Við vorum samt svo heppnir að okkur var hleypt inn vegna þess að Gunnhildur þekkti DJ-inn [úúúúú.... vip]. Þetta var nú, þrátt fyrir mikið magn af karlmannlegri ást, ansi skemmtilegt partý. Hér ætla ég að gefa upp smá statistik um hommapartýið, bara svona til að fólk geti gert sér vel grein fyrir aðstæðum.

Gay party info:

-Stærð húsnæðis: 500 fm
-Hlutfall karlmanna: 99 %
-Hlutfall samkynhneigðra karlmanna: 99 % (við vorum þetta eina prósent)
-Hlutfall samkynhneigðra kvennmanna: 100 % (allar af fjórum)

Þetta var helvíti magnað kvöld, mikið um bossaklöpp og blikk. Það virðist einnig vera einhver tíska meðal samkynhneigðra að ganga um í gallabuxum og berir að ofan, ekki ósvipað og á breakbeat.is kvöldunum, samt menn verða að vera vel skornir til að fitta inní hópinn, þannig að ég [þ.e. frímann aka feiti dvergurinn] hélt mínum bol. Það var samt mesta stemmingin á klósetinu var mér sagt, ég náði því miður aldrei að komast inní stemminguna. Röðin var iðullega nokkuð löng, karlmenn í pörum að fara inn og "púðra á sér nefið". Þegar inn á klóstið var komið leit allt mjög eðlilega út, nema kannski þegar litið var á baðskápinn, en þar gat að líta helvíti skemmtilegan miða með skilaboðunum "Please not mess out our toilet and shover, we take much effort in keeping it clean. Lubricants and condoms are in the closet, so please be careful"........

Annars var stemmingin á dansgólfinu helvíti góð. Dj Casper spilaði fyrir dansi og gladdi hug og hjörtu alsællra partý gesta. Svo þegar fór að líða á nóttina byrjuðu samkynhneigðu karlmennirnir að trítla útaf dansgólfinu í leit að góðum hornsófa eða rúmmi til að kúra og knúsast í.

Við erum að tala um playboy-penthouse [dauðans], tvö dansgólf, eitt lounge og eitt lounge uppi á þakinu í morgunsólinni.

Addi beilaði heim klukkan 7:30 en restin af krúinu fór heim klukkan tvö daginn eftir... menn útúrkeyrðir og klístraðir... svo var sooofið... leeengi!

*** Feiti Dvergurinn sagði frá


júní 23, 2002, 08:02 EH

laugardagur

laugardagur

fór og fékk mér brunch dauðans, beikon egg og allt klabbið...appelsínusafi bjór og kaffi.... mar þarf smá bensín til að labba alla þessa vitleysu..... reyndi að finna út hvernig strætó og lestir virkuðu fyrir mig og skrapp síðan niðrá vesterbrogade sem er svona central fyrir okkur gaurana.... fóturinn orðinn ónýtur af þessu labbi.... er að hvíla hann á netkaffi eins og er.... planið er að kíkja til gunnhildar í kvöld og jafnvel að fara á 80's elektro kvöld á stað sem heitir catwalk.....


föstudagur 21.06.2002

föstudagur 21.06.2002

Kom að "gistingunni minni" klukkan 07:45 og strákarnir steinsofandi... beið með farangurinn í klst og þá kom einhver íbúinn sem leyfði mér að henda töskunum inn...... .skrapp á næsta pöpp sem var opinn út af leiknum [eng - braz] og horfði á hann þangað til levy og frimmi vöknuðu ....
fór að sofa og vaknaði klukkan 3 og tók smá bæjarrölt og tékkaði á strikinu og fleiru skemmtilegu eins og nokkrum pron búllum med frimma, og við sáum eitt það súrasta i bænum...... svona buttplugg gúmmigaur, sem hét ANAL BLEEDER!!! how fucked up is that mar

síðan þegar ég kem til levy um 9 leytið var hann að vinna og kellingin sem hann leigir hjá flippaði alveg út.... hann var ekkert búinn að segja henni frá adda gamla, og hún sagði "ég er að fara út og þú verður sko ekkert hérna þegar ég kem til baka..... skilið?"
Sem þýddi það að ég fór í panik... eða þannig, hringdi í guðbjörgu sem býr í köben, hún var úti á majorka en sagði mér að ég mætti gista í tómu íbúðinni, lyklarnir voru hjá vinkonu hennar í köben. Lét stressið ekki á mig fá og fór a copenhagen jazzhused og naut live jazz tónlistar á meðan beðið var eftir símtali fra guðbjörgu. Síðan kom í ljós að vinkona hennar var ekki við en mamma hennar var við og hún fann lykla sem "líklegast" voru réttu lyklarnir

ég náttúrulega orðinn alveg helvíti súr og klukkan að rúlla í eittleytið þarna....

en þetta endaði allt vel, þetta voru réttu lyklarnir og allt í góðu, fönký íbúð og ég svaf bara rólega eftir ruglið.....