« Sunnudagur 23.06.2002 | aðal | Þriðjudagur 25.06.2002 »

júní 25, 2002

Mánudagur 24.06.2002

Mánudagur 24.06.2002
Fóturinn er ennþá sár, og parecetamol er ekki að gera skít... því miður er íbufen lyfseðilsskylt þannig að ég bít á jaxlinn. Skrapp niður í bæ og hitti levy og frimma, og síðar eldar og hrefnu, við skruppum í stórskemmtilegan danskan bar með bjórhaug sem við keyptum í 7-11 [lesist 10-11] og ræddum um ýmislega hluti, sem eru því miður á það leynilegu stigi eins og er að ekki má segja frá þeim.

Þegar það var orðið of seint og kalt þá skruppum við upp í christianiu, sem allir túristar verða að kíkja á. Laughing Cobra skilaði sínu í liðið og heim var haldið eftir það. [p.s. varist varning sem er seldur með loforðinu "guarenteed to fuck you up".

25.06.02 19:22

skyldar greinar: