aðal | laugardagur »

júní 23, 2002

föstudagur 21.06.2002

föstudagur 21.06.2002

Kom að "gistingunni minni" klukkan 07:45 og strákarnir steinsofandi... beið með farangurinn í klst og þá kom einhver íbúinn sem leyfði mér að henda töskunum inn...... .skrapp á næsta pöpp sem var opinn út af leiknum [eng - braz] og horfði á hann þangað til levy og frimmi vöknuðu ....
fór að sofa og vaknaði klukkan 3 og tók smá bæjarrölt og tékkaði á strikinu og fleiru skemmtilegu eins og nokkrum pron búllum med frimma, og við sáum eitt það súrasta i bænum...... svona buttplugg gúmmigaur, sem hét ANAL BLEEDER!!! how fucked up is that mar

síðan þegar ég kem til levy um 9 leytið var hann að vinna og kellingin sem hann leigir hjá flippaði alveg út.... hann var ekkert búinn að segja henni frá adda gamla, og hún sagði "ég er að fara út og þú verður sko ekkert hérna þegar ég kem til baka..... skilið?"
Sem þýddi það að ég fór í panik... eða þannig, hringdi í guðbjörgu sem býr í köben, hún var úti á majorka en sagði mér að ég mætti gista í tómu íbúðinni, lyklarnir voru hjá vinkonu hennar í köben. Lét stressið ekki á mig fá og fór a copenhagen jazzhused og naut live jazz tónlistar á meðan beðið var eftir símtali fra guðbjörgu. Síðan kom í ljós að vinkona hennar var ekki við en mamma hennar var við og hún fann lykla sem "líklegast" voru réttu lyklarnir

ég náttúrulega orðinn alveg helvíti súr og klukkan að rúlla í eittleytið þarna....

en þetta endaði allt vel, þetta voru réttu lyklarnir og allt í góðu, fönký íbúð og ég svaf bara rólega eftir ruglið.....

23.06.02 19:59

skyldar greinar: