laugardagur 22.06.2002 frhld
Plönin breyttust...... afgangurinn af laugardeginum var lifandi helvíti fyrir fótinn á mér... ég hafði greinilega labbað of mikið og of lengi á föstudaginn og laugardaginn. [einn punktur, þegar maður labbar fram hjá sakleysislegri kjallarabúllu í skuggalegri hverfum danmerkur sem heitir Asian Beauty þá eru 84% líkur á því að um sé að ræða hóruhús í pöb búningi. Asian Beauty er einmitt við hliðina á Gay Center, búðinni sem selur hinn marg verðlaunaða "Anal Bleeder" bött plögg]
Já fóturinn alltof ónýtur en ég dröslast samt með strákunum til Gunnhildar. Þar fékk ég að gaufast ofan í lyfjaboxið og fékk mér íbúfen 600 mg monster og já, eftir það og nokkra hot and sweet og nokkra bjór þá fann ég bara ekkert fyrir fætinum, og þá var kominn tími til að fara í partý......
**.. partý... jú jú. En það gleimdist víst að nefna það að þetta partý sem um er rætt, var nefninlega partý, haldið af samkynhneigðum.... fyrir samkynhneigða! Sem sagt HOMMAPARTÝ .... aaaaAAAAA... ehm. Við vorum samt svo heppnir að okkur var hleypt inn vegna þess að Gunnhildur þekkti DJ-inn [úúúúú.... vip]. Þetta var nú, þrátt fyrir mikið magn af karlmannlegri ást, ansi skemmtilegt partý. Hér ætla ég að gefa upp smá statistik um hommapartýið, bara svona til að fólk geti gert sér vel grein fyrir aðstæðum.
Gay party info:
-Stærð húsnæðis: 500 fm
-Hlutfall karlmanna: 99 %
-Hlutfall samkynhneigðra karlmanna: 99 % (við vorum þetta eina prósent)
-Hlutfall samkynhneigðra kvennmanna: 100 % (allar af fjórum)
Þetta var helvíti magnað kvöld, mikið um bossaklöpp og blikk. Það virðist einnig vera einhver tíska meðal samkynhneigðra að ganga um í gallabuxum og berir að ofan, ekki ósvipað og á breakbeat.is kvöldunum, samt menn verða að vera vel skornir til að fitta inní hópinn, þannig að ég [þ.e. frímann aka feiti dvergurinn] hélt mínum bol. Það var samt mesta stemmingin á klósetinu var mér sagt, ég náði því miður aldrei að komast inní stemminguna. Röðin var iðullega nokkuð löng, karlmenn í pörum að fara inn og "púðra á sér nefið". Þegar inn á klóstið var komið leit allt mjög eðlilega út, nema kannski þegar litið var á baðskápinn, en þar gat að líta helvíti skemmtilegan miða með skilaboðunum "Please not mess out our toilet and shover, we take much effort in keeping it clean. Lubricants and condoms are in the closet, so please be careful"........
Annars var stemmingin á dansgólfinu helvíti góð. Dj Casper spilaði fyrir dansi og gladdi hug og hjörtu alsællra partý gesta. Svo þegar fór að líða á nóttina byrjuðu samkynhneigðu karlmennirnir að trítla útaf dansgólfinu í leit að góðum hornsófa eða rúmmi til að kúra og knúsast í.
Við erum að tala um playboy-penthouse [dauðans], tvö dansgólf, eitt lounge og eitt lounge uppi á þakinu í morgunsólinni.
Addi beilaði heim klukkan 7:30 en restin af krúinu fór heim klukkan tvö daginn eftir... menn útúrkeyrðir og klístraðir... svo var sooofið... leeengi!
*** Feiti Dvergurinn sagði frá
25.06.02 09:34
myndaalbúm
lag dagsins
chico rockstar
20 góðar kvikmyndir
ýmsir hlekkir
gémsamyndir-t610
danmörk-berlín-2k2-blog
albúmið mitt
myndirnar hennar beggu
skynvillu gallerý
arnar-veldi [kíkiði á ljósmyndirnar]
tommi newmilk
yfirgefið [ljósmyndir]
begga systir
danni hressi og kærastan hans
þóra happy
örn vökudraumur
jónas
betan
aphexgrl
raggi aka mr.motive
halldóra aka. corta
arna aka. villimey
kiddi aka. ghozt
már örlygsson, snillingur
húni hressi
oddur og stuðsíðan hans
bloggið hjá autopr0n gaurnum....
michael moore
sleepbot
live 365
íslenskar útsendingar
bara einhvern vef takk
Yeah, but is it art?
random internet
allconsuming.net
orðabók erfiðu orðana