« hvað er eiginlega í gangi? | aðal | 70 mín & quarashi »

október 29, 2004

Gutta-Cola

Lókal vinnu-sjoppu gaurinn, hann Hinrik, er þekktur fyrir að kaupa mikið magn af undarlegum drykkjum og selja þá síðan á slikk. Það má segja að hann sé eins konar soda-braskari. T.d. er hægt að fá undarlega sítrónugosdrykki sem maður hefur aldrei séð hjá honum og Root Beer sem er uppáhalds gosdrykkur bandaríkjamanna eftir kók víst, en er viðbjóður á bragðið, svona eins og tannkrem.

Í eitt skiptið t.d. keypti hann svífyrðilega mikið magn af pepsí x og seldi það síðan í kassa fyrir kassa, eftir að hafa ánetjað vinnustaðinn á því með ódýrum prufum.

Hann toppaði sig alveg í dag þegar strákarnir komu inn með Letneskan gosdrykk að nafni Gutta-Cola. Gosdrykkjaframleiðandinn Gutta kallar þetta "cola flavored soft-drink", sem má vera rétt, en bragðið af þessu lét Soda-Stream kókblöndu líta vel út í samanburði.

Svo slæmt var þetta víst hjá þeim að þeir eru ekki lengur með drykkinn í boði samkvæmt heimasíðu þeirra, en ég lýk þessu á ummælum Gutta á síðunni þeirra :

"Call Us to find out how we can help implement your dreams!"

29.10.04 22:00

skyldar greinar: