« two vampires and a dead guy crew | aðal | Gutta-Cola »

október 28, 2004

hvað er eiginlega í gangi?

Stundum kemur það fyrir að í þessu annars ágæta landi þá hálf skammast maður sín fyrir samborgara sína. Ekki að ég ætli mér að verða eitthvað of dramatískur, en mér finnst ástandið svolítið kalla á dramatík.
Án þess að taka sértæka afstöðu í málinu, hvernig þjóðfélagi búum við í sem að tekur menntun af börnum í svona langan tíma?

Það er kannski ekki skrítið að við skorum lágt í raungreinum meðal þróaðra ríkja, eins og kom fram í einhverri alþjóðakönnun. Kannski er menntunarstigið bara lágt, þar sem lítil virðing er, að manni virðist, borin fyrir menntun.

28.10.04 23:16

skyldar greinar: