« all in one | aðal | hæðni »

október 01, 2003

laxness skjölin

Það virðast nú allir hafa skoðun á þessu veseni á Halldór Laxness skjölunum og hripinu hans hannesar og ef til vill er óþarfi að fara út í það hérna. Þið ættu að geta fundið meira um það mál hér [já þetta er linkur]

Allaveganna, ég tek eiginlega sama pól og þeir Múr menn í þetta, held að þetta sé bara óþarfa viðkvæmni í fjölskyldu Halldórs að loka fyrir skjalasafnið nema fyrir tveimum bókmenntafræðingum.

Ég er ekki aðdáandi Hannessar, en fyrst að fólki finnst svona augljóst að hann muni ekki skrifa "heppilega" bók um hann, þá eru ekki miklar líkur til að það verði mikið tekið mark á henni.

Allaveganna það er merki um gúrkutíð að þetta skuli vera það merkilegasta sem er í gangi í fréttunum þessa dagana.

01.10.03 01:34

skyldar greinar: