Blogg.is segir eftirfarandi um hvað RSS sé :
"RSS er einskonar útdráttur.. af því nýjasta efni hvers bloggs sem nýtist þeim sem nota RSS-lesara til að fylgjast með fréttaveitum og bloggum."
En hvernig nýtist RSS og hvaða vandamál leysist við notkun þess?
Það er heilmikið af flottum fréttavefum og bloggsíðum sem fólk vill skoða, en að fara á hverja einustu, án þess að vita hvort ný færsla sé komin, er tímaþjófur og of mikil vinna.
Lausnin er að nota forrit sem lesa RSS sniðið, eða svokallaða RSS-lesara, til þess að fylgjast með uppáhalds frétta og blogg síðunum fyrir mann og láta mann síðan vita þegar ný færsla er kominn á einhvern þeirra.
Hvar fæ ég forrit sem lesa RSS?
Ég mæli persónulega með tveim forritum feedreader og rdf ticker
Feedreader er sérstaklega góður ef manni langar að fylgjast með miklum fjölda af vefum í einu, en Rdf ticker er fínn ef þetta eru færri vefir en maður vill fylgjast mjög vel með þeim.
Hvernig finn ég RSS linka til að setja í RSS-lesara eins og feedreader og rdf ticker?
Forritin eru oft með lista sjálf sem hægt er að velja úr, vinir okkar og kunningjar eru ekki á þeim listum, og einnig ekki fréttaveiturnar íslensku.
Á flestum blogg síðum [því miður ekki á folk.is] er boðið upp á RSS hlekk. Stundum heitir hann RDF eða XML eða RSS. Leitið og þér munuð finna. Þegar hann er fundinn þá er það bara "copy" á hlekknum og "paste" í RSS-lesarann.
Einnig er hægt að fá RSS hlekki á ýmsum vefum sem taka saman lista af RSS skjölum eins og t.d. rss.molar.is Á þessari síðu getið þið komist í RSS hlekki með því að kópera hlekkinn á bakvið "RSS" :)
Einnig eru til vefir sem að birta RSS skjöl eftir með tengla á fréttir á ýmsum fréttavefum eftir málefnum, t.d. allt um genafræði eða allt um kvikmyndir, Ágætur slíkur vefur er moreover.com. Getur verið svolítið sniðugt ef maður hefur áhuga á einhverju málefni og langar að fylgjast vel með því sem er að frétta úr þeim geira.
Stundum er hlekkurinn falinn og þá þarf maður að fara að skoða kóðan á bakvið síðunna, í internet explorer er það view - source en í firefox er það view - page source.
Í fyrstu línum kóða mbl.is er t.d. eftirfarandi tilvísun á RSS skjal og mundi þetta líta svipað út hjá öðrum vefsíðum ef þær auglýsa tilvist RSS skjals í kóða sínum eins og mbl.is gera :
<link rel="alternate" type="application/rss+xml" title="RSS" href="http://www.mbl.is/mm/rss/forsida.xml" />
ýtarlegra um RSS
RSS er skammstöfun fyrir, Really Simple Syndication, Rich Site Summary og einnig RDF Site Summary. RSS er aðferð til þess að dreifa efni og er mest notuð til þess að dreifa, eða réttara orð er ef til vill birta, fréttum af frétta-vefum og færslum af bloggsíðum.
Í stuttu máli þá virkar ferlið þannig að þegar ég mun vista þessa færslu þá mun vefsíðan innihalda þennan texta en það er önnur skrá sem mun breytast líka á vefnum mínum og hún heitir index.rdf. Þetta er svokölluð rss skrá og mun þessi færsla líta svona út ef index.rdf væri skoðaður í t.d. textaritli eins og notepad :
<title>kynning á RSS</title>
<link>../../../2004/11/27/nokkur-or-um-RSS.html</link>
<description>Blogg.is segir eftirfarandi um hvað rss sé : RSS er einskonar útdráttur.. af því nýjasta efni hvers bloggs sem nýtist þeim sem nota RSS-lesara til að fylgjast með fréttaveitu...</description>
<dc:subject>mitt álit</dc:subject>
<dc:creator>addi</dc:creator>
<dc:date>2004-11-27T12:11:25+00:00</dc:date>
Þetta er tungumál RSS og kallast XML.
Hér er birtur hlekkur, smá úrdrátt úr henni, titil greinar, höfund og jafnvel dagsetningu og tíma sem hún var rituð, og nokkrum sekúndum eftir að ég vista færsluna, er hún kominn í RSS-lesara hjá þeim sem hafa áhuga að fylgjast með röfli mínu á þessari síðu.
myndaalbúm
lag dagsins
chico rockstar
20 góðar kvikmyndir
ýmsir hlekkir
gémsamyndir-t610
danmörk-berlín-2k2-blog
albúmið mitt
myndirnar hennar beggu
skynvillu gallerý
arnar-veldi [kíkiði á ljósmyndirnar]
tommi newmilk
yfirgefið [ljósmyndir]
begga systir
danni hressi og kærastan hans
þóra happy
örn vökudraumur
jónas
betan
aphexgrl
raggi aka mr.motive
halldóra aka. corta
arna aka. villimey
kiddi aka. ghozt
már örlygsson, snillingur
húni hressi
oddur og stuðsíðan hans
bloggið hjá autopr0n gaurnum....
michael moore
sleepbot
live 365
íslenskar útsendingar
bara einhvern vef takk
Yeah, but is it art?
random internet
allconsuming.net
orðabók erfiðu orðana