« Uber Kool | aðal | Your tax dollars at work. »

október 09, 2002

morgun

Klukkan átta, skondið að vakna svona snemma, það er einhvern vegin allt annað atmosphere í gangi núna. Alger þögn fyrir utan viftuhljóðið í tölvunni minni. Át smá Trix í mjólk og las fyrirsagnirnar mínar

Meðal annars um "óhróður og hótanir á netinu". Morgunblaðið er svo einfalt og grunnhyggið og segir hvað sem er fyrir shock value-ið. Reyndar ekki í jafn miklu mæli en DV en gildir einu. Auðvitað hrella krakkar hvorn annan og hafa alltaf gert, en fjölmiðlar virðast stundum vera með þá áráttun að reyna að sanna húsmæðurnar í vesturbænum um að satan stýri internetinu og því beri að loka.

Þeir eru bara fúlir vegna þess að ég er að lesa mínar fyrirsagnir, en ekki blaðra í sneplinum þeirra og borga þeim bleðla per mánuð.

09.10.02 08:11

skyldar greinar: