Ég hef einstaka sinnum skrifað um lélega fréttamennsku á mbl.is og kannski borið í bakkafullann lækinn að halda því áfram. En það er skemmtilegara en að sleppa því.
Fréttamenn eiga það stundum til að skrifa upp eftir öðrum fréttamiðlum. Sérstaklega þegar þeim þykir fréttaefnið ekki vera upp á marga fiska, t.d. léttari fréttir í flokki eins og dægurmál.
Það er í raun ekkert að því að leita að fréttum í öðrum fréttamiðlum, en það sem gerir alvöru blaðamenn að slíkum er rannsóknin sem liggur að baki. Gengur blaðamaðurinn lengra? Fer hann á aðrar heimasíður til að sannreyna staðreyndir málsins, t.d. heimasíðu viðkomandi sem fréttin er um? Fyllir blaðamaðurinn upp í eyðurnar þegar hann veit ekki eitthvað eða þegar fréttin er þunn fyrir ?
Það er kannski það síðastnefnda sem að er stundum áberandi. Ég leit í morgun á mbl.is og smellti á áhugasviðið sem eru "tölvur og tækni" þar sem ég sá frétt titlaða "Atari opnar netþjónustu" sem ég afrita hér ef ske kynni að mbl breyti henni:
----frétt hefst
Atari opnar netþjónustu
Fyrstu persónu skotleikir eru enn vinsælustu tölvuleikirnir sem eru framleiddir, að því er fram kemur á sölulistum á tölvuleikjum. Skotleikir eins og Pandora Tomorrow, Everything or Nothing og Far Cry eru meðal vinsælustu tölvuleikja í Bretlandi, að sögn BBC. Leikir sem tengjast spennurithöfundinum Tom Clancy eru einnig vinsælir, en tveir þeirra, Splinter Cell og Rainbow Six eru í efstu sætum.
Atari hefur ákveðið að taka í notkun netþjónustu sem gerir leikjaunnendum kost á því að sækja sér leiki, sem áður voru spilaðir á Atari tölvum. Má þar nefna Unreal Tournament, Missile Command og Alone In The Dark. Gert er ráð fyrir að notendur búi yfir háhraðatengingu til þess sækja sér leiki um netþjónustu Atari.
----frétt lýkur
Það sem að ég sá fyrst var að fyrri hluti fréttar um atari fjallaði um fyrstu persónu skotleiki sem er alveg ótengt atari og netþjónustu þeirra. Ég skellti mér á bbc vefinn sem blaðamaðurinn þó nefnir sem heimild og fær hann hrós fyrir það. Eftir leit að orðunum atari og far cry þá fann ég síðu sem innihélt nokkrar fréttir en meðal annars þessa:
----frétt hefst
Gunplay still popular with gamers
The first person shooter continues to dominate the titles players are buying.
The games chart has three shooters in the top five including Pandora Tomorrow, Everything or Nothing and Far Cry.
The top two games keep the same position as last week but Far Cry drops one place to number 5, swapping slots with Norton Internet Security.
Tom Clancy is a hit as three titles using his name, two Splinter Cell and one Rainbow Six, are in the top 12.
----frétt lýkur
Eina sem ég hafði út á þetta að setja var að viðkomandi er að endursegja frétt í stað þess að finna umrædda lista og segja sjálfur frá hlut, og í raun eru þessi vinnubrögð ekki merkilegri en á greinaskrifin á hugi.is. Einnig kemur þetta atari leikjaþjónustunni ekkert við og flækir málið.
Hitt sem ég kom auga á var fullyrðingin að leikirnir sem Atari væru að bjóða væru leikir sem áður voru spilaðir á Atari tölvum, einhvern vegin hljómaði það ekki alveg rétt.
Fréttin um atari var beint fyrir neðan fréttina um skotleikina :
----frétt hefst
Atari unveils game download service
Forgot about nipping down the shops and throw away those old-fashioned installation disks.
Atari has launched a download service that gives gamers access to a catalogue of 35 old games for a monthly fee.
For $14.95 a month atariondemand.com lets you download and play classic titles such as Unreal Tournament, Missile Command, Alone In The Dark and many others.
Atari recommends that anyone signing up have a broadband connection or that game will take an awful long time to arrive.
----frétt lýkur
Svo virðist sem að blaðamaðurinn hafi fyllt örlítið upp í eyðurnar á mbl.is.
Það gæti verið að gæðakröfurnar á morgunblaðsvefnum séu minni en í blaðinu. Ég les blaðið mjög sjaldan þannig að ég veit ekki hversu miklar gæðakröfur eru þar núna. Ætli samkeppnin við fréttablaðið sé farin að koma niður á gæðunum.
08.04.04 11:11
myndaalbúm
lag dagsins
chico rockstar
20 góðar kvikmyndir
ýmsir hlekkir
gémsamyndir-t610
danmörk-berlín-2k2-blog
albúmið mitt
myndirnar hennar beggu
skynvillu gallerý
arnar-veldi [kíkiði á ljósmyndirnar]
tommi newmilk
yfirgefið [ljósmyndir]
begga systir
danni hressi og kærastan hans
þóra happy
örn vökudraumur
jónas
betan
aphexgrl
raggi aka mr.motive
halldóra aka. corta
arna aka. villimey
kiddi aka. ghozt
már örlygsson, snillingur
húni hressi
oddur og stuðsíðan hans
bloggið hjá autopr0n gaurnum....
michael moore
sleepbot
live 365
íslenskar útsendingar
bara einhvern vef takk
Yeah, but is it art?
random internet
allconsuming.net
orðabók erfiðu orðana