« so this is it.... | aðal | að kunna að skammast sín ? »

maí 07, 2004

fréttablaðið

Ég hef verið að nota tækifærið og lesa fréttablaðið svona á meðan það er ennþá til :). Þarf reyndar aðeins að kvarta yfir http://www.frettabladid.is eða nánar tiltekið pdf niðurhalinu á blaðinu. Þeir segja að skjalið eigi að vera 3-4 mb, en blaðið fer sístækkandi og seinast var það 14 mb. Allaveganna þá finnst mér þægilegra stundum að page-downa niður fréttir dagsins en að fletta þeim.

Hvernig sem þessi frumvarpsvitleysa fer þá hef ég enga trú á því að nógu vinsælir og merkilegir miðlar munu hætta að verða til... meðal þeirra sem munu ekki deyja eru því þeir geta auðveldlega borið sig eru:

PoppTíví
Fréttablaðið
Stöð 2
Sýn
Bylgjan
FM957
Tvíhöfða útvarp [annaðhvort skonrokk eða x-ið, líklegast skonrokk]

meðal þeirra sem ég er ekki alltof viss um eru
útvarp saga [held samt að þau sem vinna þar munu eflaust vinna einhverja leið]
bíórásin [breytir engu, bara 24 hours videoleiga]
dv [fer eftir því hvort fólkið vill uppsláttarfréttirnar þeirra]

ekki misskilja mig, ég er ekki fylgjandi þessu frumvarpi, en ég er er engu að síður ekki fylgjandi því að gigacorp eins og baugur geti sölsað undir sig næstum því allan skemmtanabransann eins og hann leggur sig.
Einnig tel ég það vera mjög óhollt fyrir fjölmiðil, eða bara reyndar fyrirtæki, þegar að það getur ekki borið sig og er rekið á kostnað einhvers annars.

07.05.04 08:21

skyldar greinar: