« Tom Hanks "í bobba" | aðal | þvílíkur ubernördaskapur..... fór í þorrablót »

febrúar 07, 2003

mikils misskilnings hefur gætt um

mikils misskilnings hefur gætt um skattlagningu STEF á geisladiskum [óbrenndum], og ætla ég að gera tilraun til að hreinsa þann misskilning aðeins upp...... og já, þetta er enn eitt huga svarið sem varð of langt

fyrir mörgum mörgum árum, þá var lögsett svokölluð fair use lög, bæði í bandaríkjunum, mörgum löndum í evrópu, og íslandi....

Þessi lög gefa mér og þér rétt til að :

taka upp tónlist úr útvarpi til einkanota,

taka upp efni úr sjónvarpi til einkanota [og "eðlilega" nánasta umhverfi. þ.e. fjölskylda]

taka upp tónlist sem ég hef keypt mér, t.d.
öryggisafrit eða til að hlusta á þar sem upphaflegur miðill á ekki við, t.d. ég tek upp vinylsafnið mitt á diska og hlusta á þar sem ég á ekki lengur vinylspilara.

o.s.frv.

gott mál

höfundarréttarsamtök voru ekkert rosalega ánægð með þetta, og að vissu leiti þá var það skiljanlegt... þeir sögðu, að :
ef að fólk má taka upp plötu og platan skemmist þá er ólíklegra að viðkomandi kaupi sér hana aftur....

ef að fólk tekur lög úr útvarpinu þá er ólíklegra að það kaupi sér plötuna

o.s.frv

Þess vegna var settur skattur á alla hliðræna miðla á sínum tíma, að minnsta kosti alla consumer miðla ... m.a. kassettur, myndbandsspólur og svo framvegis.

Nýleg sköttun á geisladiska er þ.a.l. bara lógískt framhald þeirrar sköttunar og á ekkert skylt við þá hugmynd að höfundarréttareigendur séu að bæta sér upp ólöglega afritun...

Sumir kunna þá að segja "hey ég get geymt word skjöl, mína eigin tónlist og fleira á geisladiskana, er þetta ekki ólögleg/ósanngjörn skattlagning"

VISSULEGA, en það breytir ekki því að það er ekkert frábrugðið analog [hliðrænu] miðlunum, ég get tekið upp glamur með mér inn á kassettu og tekið upp stuttmynd á myndbandsspólu....

Þ.a.l. er áralangt fordæmi fyrir hendi.... ég er ekki að segja að það geri það eitthvað betra, en lagalega séð, þá er það vel séð... að það sé áralangt fordæmi fyrirhlutunum og það sé einfaldlega verið að laga lögin að nýjum tímum [þ.e. nýjum stafrænum miðlum]

það sem stef klikkaði algerlega á var promo-ið á þessum hlutum.... þeir fóru að þvæla um tónlistarþjófnað á netinu og augljóslega tengdu allir þetta saman.... á sínum tíma þá skrifaði ég langt bréf til forstöðumanns stef, minnir að hann hafi heitið eiríkur, og hann sendi mér gott svar um þetta.... einnig grennslaðist ég fyrir á lagasafni alþingis þar sem ég fékk þetta staðfest.
Því miður fór Maggi Kjartans í fjölmiðla og missti stjórn á umræðunni.... og fór að bendla hana við að stef væri að bæta sér upp fyrir ólöglega afritun

afsakið að þetta er kannski illa skrifað hjá mér, er að þrusa þessu á methraða á lyklaborðið

07.02.03 16:22

skyldar greinar: