« Who's the Ross? | aðal | Snilldar myndasíða.... kaldhæðnin í hámarki.... »

febrúar 06, 2003

tónlistarbransinn og vesen

hmm var að svara huga-lingi, og varð að þvílíku monster svari að ég varð að pósta það upp hérna:


er nokkuð viss um að þeir sem dl-a músík á netinu skiptast eflaust upp í nokkra hópa.. t.d.
1) þeir sem eiga aldrei eftir að versla plötur en sækja sér það sem þeir vilja
2) þeir sem sækja sér smá smjörþef, en versla útgefið efni líka...
3) þeir sem að sækja ALLT, bara til að eiga það og dreifa því..... getum kallað það compulsive söfnunaráráttu... gætu safnað hverju sem er í raun, en safna músík og öðru á netinu vegna þess að það kostar engan pening og þeir geta verið stórir menn á spjallrásunum því að þeir eiga líklegast flest sem einhvern vantar...
4) þeir sem hafa aldrei keypt tónlist og hafa alltaf hlustað á útvarpið [og hringt inn óskalög]... og þar sem íslensk útvarpsmenning hefur næstum því farið til helvítis síðastliðin ár þá nota þeir mp3 playlistann og ýmsar aðferðir til að fleygja tónlist inn á playlistann.

Ég er ekki að réttlæta neinn hópinn, flestir siðlausir, bara misjafnlega siðlausir...


Aftur á móti hafa sumir hóparnir sem ég nefndi ALDREI verið peningauppspretta fyrir tónlistarbransanum og munu aldrei verða.

EN [og nú kemur stóra atriðið] tónlistarbransinn hefur klikkað mikið á því að mæta nýjum tímum og nýjum kröfum.
Ég er að meina að ég held að tónlistarbransinn hafi látið stórt tækifæri sér renna úr greipum. Þegar þessi tækni til tónlistardreifingar hefur verið að þróast síðastliðin ár, þá hefur tónlistarbransinn að mestu leiti til verið íhaldssami aðilinn, sem sá bara púkana í hverju horni, og vildi einungis stoppa þróunina.

Nú ætla ég að setja mig í spor manna bransans með vald til stefnumörkunar og ákvörðunartöku, fyrir svona 3 árum síðan þegar fyrst fer að bóla á þessari tækni fyrir alvöru. Ég hefði hugsað með mér:
"hmmm hérna eitthvað að fara í gagn sem gæti hugsanlega skaðað okkur, þetta er heillandi tækni og hún er mjög instant... nú veit ég, svörum þessu af fullum krafti með hugbúnaði sem er einfaldur í notkun og uppsetningu, þar sem ég býð notendum að sækja sér tónlist fyrir ákv. upphæð per lag. Þetta gæti svínvirkað, ég [fyrirtækið mitt] skaffar tónlistina, og þá get ég stjórnað gæðunum, minni gæði skjalana [t.d. 64kb] get ég verðlagt ódýrara, og meiri gæði [128-160-192] gæti verið dýrara... og til þess að þetta verði virkilega heillandi þá verður heil plata í niðurhali að kosta neytandann ekki meira en einn þriðja af verði plötunnar úr búð."

Ég geri mér grein fyrir því að sumir aðillar í dag bjóða suma tónlist svona. En það eru nokkrir þættir sem hafa spilað inn í það að miklu fleiri eru að ræna tónlist en í raun þyrftu [þá meina ég fleiri en þeir sem hafa og munu aldrei keypt það úr búð]
1)bransinn var íhaldssamur og neitaði að nýta sér nýja tækni, þótt það væri ekki hægt að græða milljónir á henni strax á morgun
2)bransinn hefur komið fram við neytendur með neikvæðni, [hvernig heldurðu að jóa tölvunörd, sem kaupir alltaf "stef" tónlistina líði þegar að stef [magnús kjartansson] kallar netverja þjófa... [sem hann nánast gerði þegar að cd-r skatts umræðan var í algleymingi]
3)bransinn hækkar verð á geisladiskum upp úr öllu valdi, algerlega úr hlutfalli við aðra neysluvöru..

ég tel að allt þetta hafi leitt það af sér að mun stærri hópur en ella sé búin að snúa baki í "öll ljótu og peningagráðugu útgáfufyrirtækin"

og mér finnst það frekar leiðinlegt, því að ég er sammála þér með það að það eru litlu útgáfurnar og minna mainstream tónlistin sem fær hlutfallslega meira á baukinn fyrir þetta en stóru útgáfurnar.


Ég er þó ekkert vitlaus, ég veit vel hver aðalástæðan fyrir íhaldssemi bransans er. Tónlistarútgáfur í dag, s.s. þessar stóru, eru ekki lengur bara listamaðurinn og útgáfustjórinn sem sér um að taka dótið upp og setja cover á draslið, heldur samanstendur þetta af complete A-Ö lausnum í ekki bara content-delivery, heldur líka í audience-manipulation.

Content delivery
XXX útgáfa á : upptökustúdíó, plötupressu, hönnunardeild fyrir cover, markaðsdeild, útkeyrsludeild fyrir hvert svæði, verslanir sem þetta er selt í... [nú er ég kannski að gleyma einhverju í ferlinu]

Audience manipulation
XXX útgáfa hefur á snærum sínum eða er í nánum samskiptum við - útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar sem útgáfurnar skammta efni ofan í og útvega viðtöl við listamennina og upptökur af tónleikum þeirra..
Og í tilfelli okkar litla íslands þá er þetta svo lítið að viðkomandi tónlistarmenn fá oft vinnu í viðkomandi útvarps/sjónvarpsstöð, þannig að á litlum markaði er hægt að tryggja að sýnileiki viðkomandi tónlistarmanns er orðin algjör


Ég er nokkuð viss um að t.d. Norðurljós falla ágætlega undir þetta, semsagt content delivery og audience manipulation..... og flestir tónlistarrisar líka í vesturlöndum.

Þess vegna er ekkert skrítið að íhaldssemin sé mikil... þetta snýst alls ekkert bara um tónlistarmennina... þetta snýst um alla litlu og stóru anga bransans sem er ÓGNAÐ af tækni sem myndi kosta endurskipulagningu og nánast tryggja að meirihluti deildana sem koma ekki beint að tónlistarsköpun og upptöku, myndi minnka til að byrja með og ef til vill leggjast af þegar fram líða stundir. [ þegar ég tala um tækni í þessari málsgrein er ég ekki að tala um þjófnað, heldur t.d. sölu á netinu á einstaka lögum eða plötum ]

Þannig að jafnvel þótt að tónlistarþjófnaður á netinu væri ENGIN, þá væri ENGIN vilji stærri útgáfufyrirtækja til að nýta sér þessa nýju tækni.

Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að við erum að upplifa stóra breytingu/byltingu, sem á endanum mun vonandi losa redundant störf úr þessum geira [get því miður ekki þýtt redundant]

En eins og margar byltingar eru þá tekur þessi bylting líf á báða bóga, og hvorugur aðillinn er með hreinan skjöld
[það er ef ég á að einfalda þetta svona fáránlega niður]

06.02.03 00:43

skyldar greinar: