« út með itunes | aðal | nógu bilað til að ganga upp? »

apríl 20, 2004

tvídrangarnir

lpalmer.jpg

Ég hef lengi verið áhugasamur um sjónvarps-epíkina twin peaks og þegar það kom í ljós að gulla, sem er líka lynch nörd, hafði ekki séð twin peaks síðan þeim var sjónvarpað á stöð 2 í gamla daga, þá var ekki um neitt annað að ræðað heldur en að taka session.
Ótrúlegt en satt en við rumpuðum af fyrsta ári twin peaks þáttana [þau voru tvö] á einu kvöldi, 9 þættir eða einir 6,75 klst, og ég fékk það staðfest enn og aftur að þetta eru fjári fínir þættir og stórskemmtilegt að rifja þetta upp, t.d. drukknu íslendingana sem gerðu ekkert nema að syngja íslensk þjóðlög, ofurást cooper á kaffi, pæ og trjáilm, einhenta manninn og konuna með trjádrumbinn o.fl.

Þetta tók samt svolítið á og ætli ég hafi ekki litið svona út eftir sessionið :
dod.jpg

20.04.04 17:28

skyldar greinar: