« sumarlag | aðal | ertu ríkur eða fátækur? »

apríl 24, 2004

tsjill

TwinPeaks sessionið hélt áfram í vikunni og bættust rúmlega níu þættir við maraþonið. Staðan á því er þá tæplega tveir þriðju, og er það ágætt afrek. Hver veit nema að maður geti lokið þessu á þriðja kvöldinu.

Kíkti á breakbeat-ið í gær og það var fín stemning, helling af gamla krúinu sem er lífsnauðsynlegt fyrir gamla kempu eins og mig. Kallinn tók líka nokkur dansspor fyrir reggae þrungna dnb tóna dj baily, en þar sem að það er vinnuhelgi þá lét maður ekki tilleiðast að vera of lengi og náði rúmlega 6 klst svefn.

Það liggur fyrir að setja nýtt útlit á vefinn, hann kiddi er að lána hjálparhönd við það enda er ég engin hönnuður.

24.04.04 15:40

skyldar greinar: