« geðveiki eða snilld? | aðal | bring back the tapes... »

september 11, 2003

hvítt hyski

Foreldrar William Buckner, 16, og Joshua Buckner, 14, eru slæmir foreldrar. Það hlýtur að vera því að þeir fylgdust ekki nógu vel með sonum sínum og einhvernvegin komust þeir í 22 kalibera rifil.

Jú þeir hljóta að hafa gert eitthvað rangt, því að William og Joshua skutu villt og galið á bíla á milliríkahraðbraut 40 í Tennessee, drápu einn og særðu annan. Og þegar spurðir af hverju þá sögðu þeir af því að þeim leiddist, þ.a.l. hefur þeim greinilega aldrei verið innrætt siðferði og hæfi til að þekkja munin á réttu og röngu.

Það er ekki auðvelt fyrir samfélagið og jafningja þessara foreldra að horfast í augu við að það sé kannski eitthvað rotið í USA. Sannleikurinn er oftast ekki sjáanlegur fyrr en of mörg svona mistök hafa verið gerð. Væri ekki auðveldara að kenna einhverju öðru um.

Jú strákarnir sögðust hafa verið að leika eftir í raunveruleikanum eitthvað sem þeir sáu í tölvuleiknum Grand Theft Auto.

Nú þá höfum við það, fjölskylda, mannsins sem dó kærði tölvuleikjaframleiðandan Take Two sem framleiðir GTA, og málið er leyst........ sjúkt

11.09.03 08:50

skyldar greinar: