« það er ekki í lagi | aðal | bill gates leikur morpheus »

nóvember 18, 2003

babylon 5 marathonið búið...

Jæja, þá erum ég og óli búnir að klára babylon 5 marathonið.... man nú ekki hversu langt síðan það var sem við byrjuðum... amk 4-5 mánuðir. Þetta er búið að vera gott run... serían alls ekki galla laus.... fyrsta árið er frekar misjafnt.... bæði leikararnir sem eru stirðir og oft hreinlega bara drasl sápu-throwaway leikarar....

flestir þeirra þó komu sér ágætlega inn í hlutverkinn, og þó að einstaka atriði í þáttunum séu klisjukennd og já... illa skrifað bandarískt rusl, þá er heildarplottið svo vel presenterað og þróað í gegnum seríuna, að það er þess virði að fara í gegnum þetta allt saman....

seinasta árið [fimmta] var þó frekar strembið þar sem að það er búið að leysa úr flestu í fjórða og maður fær svolítið á tilfinninguna eins og að þeir hafi ekki alveg vitað hvað þeir áttu að gera seinast árið...

b5 er auðvitað ekki fyrir hvern sem er.... en sem fyrrverandi star trek buff, þá er hressandi að horfa á sjónvarpsefni með svipuðum elementum sem er ekki að reyna að skemmta með brjóstum og sprengingum eins og star trek síðastliðin ár

p.s. þetta eru rúmir 80 klukkutímar :)

18.11.03 15:25

skyldar greinar: