Jæja, þá eftir langa bið hefur maður loksins komið sér aftur í að kaupa sér tónlist. Hef í nokkuð langan tíma látið mér það nægja að hlusta á þá tónlist sem ég á í safninu og það sem fellur til úr músík söfnum annara.
Ég hef komist upp á lagið með að brúka tónlist stafrænt og hef engin not lengur fyrir að eiga tónlist á "eigulegu" formi eins og á geisladiskum lengur. Persónulega þá gef ég meira út á að tónlistin sé handhæg, s.s. að ég geti með fáum handtökum hlustað á það sem mér sýnist hverju sinni.
Ég hef verið að skima í kringum mig eftir tónlistarveitu til að skipta við og mundi svo eftir því að Örn var áskrifandi að emusic og ákvað að skella mér á pakkann hjá þeim. Verð að viðurkenna að ég er mjög sáttur við kjörin sem að þeir bjóða mér þar.
Fyrstu tvær vikurnar eru fríar, en annars kostar 90 laga pakki 20 dollara, sem reiknast nokkurn vegin sem 15 krónur lagið, eða rúmlega 130-160 krónur geisladiskurinn sem er góður díll.
Einnig eru lögin öll bara hefðbundnar mp3 skrár hjá Emusic og ekkert vesenis Digital Rights Management eins og hjá tónlist.is Svo eru engar kjánalegar kröfur um að ég noti Windows Media Player eða Internet Explorer.
Er nú þegar búin að smella mér á fjórar plötur :
Remotion The Global Communication Remix Albu
Bip-Hop Generation Vol. 1
Anyone Can Play Radiohead A Tribute To Radiohead
og síðast en ekki síst
Aleck Karis - Piano Music of Philip Glass
Ókostir :
Þetta er ekki bara paradís kunningjar og kunningjur, vinir og vandamenn, því að nokkrir vankantar eru á þjónustu emusic sem að vert er að nefna.
Gæði tónlistarinnar mættu vera betri. Ég fæ það svolítið á tilfinninguna að hluta safnsins hafi verið rippað hjá þeim þegar það var ekki alltof mikið púður lagt í gæði. Ég get alveg lifað með þessu soundi, en þetta gæti verið atriði fyrir sumum. Ef að gæða atriðið fer mikið í taugarnar á mér, þá getur maður alltaf rippað disknum ef maður þekkir einhvern sem á hann. Allaveganna þá mundi ég ekki fá neitt á samviskuna, svona fyrst að maður er farinn að greiða fyrir tóninn.
Annar ókostur er að Emusic semur við dreifingaraðilla og plötuútgáfur á mismunandi hátt og sum leyfana segja til um að aðeins kanar geti keypt plötuna og finnst mér það alveg glatað. Að minnsta kosti fannst mér það svolítið leiðinlegt að vera glænýr viðskiptavinur og fá eftirfarandi línu :
"We're sorry, but this album is not available for download by users outside of the United States due to licensing restrictions."
En ég ætla samt að gefa þeim séns og get séð í gegnum fingur mér við þá.
Niðurstaðan er semsagt sú ég get, eins og er, sett þumalinn upp í loftið og sagt:
skellið ykkur á þetta pésarnir mínir,
hættiði að downloada tónlist ólöglega &
smellið ykkur á emusic
myndaalbúm
lag dagsins
chico rockstar
20 góðar kvikmyndir
ýmsir hlekkir
gémsamyndir-t610
danmörk-berlín-2k2-blog
albúmið mitt
myndirnar hennar beggu
skynvillu gallerý
arnar-veldi [kíkiði á ljósmyndirnar]
tommi newmilk
yfirgefið [ljósmyndir]
begga systir
danni hressi og kærastan hans
þóra happy
örn vökudraumur
jónas
betan
aphexgrl
raggi aka mr.motive
halldóra aka. corta
arna aka. villimey
kiddi aka. ghozt
már örlygsson, snillingur
húni hressi
oddur og stuðsíðan hans
bloggið hjá autopr0n gaurnum....
michael moore
sleepbot
live 365
íslenskar útsendingar
bara einhvern vef takk
Yeah, but is it art?
random internet
allconsuming.net
orðabók erfiðu orðana