« central um helgina | aðal | smá catchup »

október 17, 2003

ætúnz

Ég er aðeins búin að vera prófa iTunes fyrir Windows, sem makka vinir mínir hafa verið að lofa háttstert... Við fyrstu sýn lítur það alveg helvíti vel út. Það sem stingur út við þetta er að það er þægilegt að gefa lögum einkunn, itunes heldur utan um hversu oft maður spilar lög og það er Á ÞÆGILEGAN hátt hægt að skoða topp listann sinn. Einnig er mjög þægilegt að pikka út öll lög með listamanni, pikka út plötur, eða pikka út tónlistarstefnur.... og svo er leitarvélin mjög handhæg

Þetta er flest allt hægt með windows media player, en viðmótið hjá itunes ber höfuð og gerðar yfir wmp.

Einn stór plús sem ég tók eftir.... það er hægt að draga lög yfir á msn glugga hjá félaga sínum og þá getur hann tekið við þeim í gegnum skráarsendi fídusinn í msn.... mjög sniðugt.

17.10.03 17:10

skyldar greinar: