« ætúnz | aðal | nú er það bara ausland!!! »

október 21, 2003

smá catchup

Hef ekki bloggsað í smá tíma núna.... kannski tími til að negla aðeins niður seinustu daga.....

Chico Rockstar spilaði ásamt Ágústu á Iceland Airwaves opnunarkvöldinu 15.10.2003. Einnig voru það TZMP, Helgi Mullet Crew og fleiri stórskemmtileg bönd..... Mér fannst reyndar eins og að chico væri pinku út úr kú á þessu kvöldi, ég hefði viljað vera á aðeins elektrónískara kvöldi, en þetta var fjör engu að síður og chico fékk massa plögg í mogganum 15.10 sem og á mbl.is

Á fimmtudaginn kíkti á John B eða juan b eins og hann hefur verið kallaður vegna salsa fetish hans. Hann mætti það öfga kúl með eighties hárgreiðslu og í Wham bol, og spilaði trancaða drum & bass tónlist.... ég og ásta þreyttumst fljótlega á einsleitri "hörðu" tónlistinni og létum okkur hverfa á kaffihús... Þóra og Birna skemmtu sér stórvel og get ég eignað mér smá hlut í að gera það mögulegt :)

Þegar þarna er komið þá er ég farinn að fá pinku leið á að þurfa að neita boðum um frían bjór, en eins og áður kom fram þá er ég í áfengis og ökustraffi ..... .just in case segja þeir..... er búin að fá nóg.....

When it rains it pours....

Á föstudeginum þá var ákveðið að halda partý fyrir vinnuliðið, svona vegna álags og dót's síðustu vikna.... massa frír bjór og læti..... einmitt þessa vikunna.... urr
Ég lét sjá mig og sagði nei takk, og tók smá dead like me um kvöldið [sem eru btw ennþá fínir þættir]

Um helgina fékk ég að vinna heima sem er skemmtilegt, þó að það sé reyndar smá lonely reyndar.....

Á sunnudaginn kíkti ásta og lærði á meðan ég vann..... fínt að hafa svona smá company á meðan mar vinnur.... Barclay [dj panik] kíkti síðan í heimsókn.... ásamt Kim, sem var snilld.... spjölluðum og drukkum kaffi og síðan elduðum við kjúklingabringur og gúmmelaði.... síðar um kvöldið kom bróðir hennar ástu, stefán snillingur og við horfðum á tripods síðan 1984 eða þrífætlingarnir eins og þeir þekktust á rúv hér í gamla daga...

Eftir helgina tók alvara lífsins við.... fór í heilalínuritið upp á spítala, þar sem klínt var 23 tyggjókúlum á hausinn á mér og hendur, ásamt mælum ... upptakan var í 20 mínútur og var mest allan tíman ég að opna og loka augunum ásamt því að hjúkkan setti strobe ljós upp að augunum á mér og ég þurfti að horfa á það á misjöfnum hraða...... líklegast verið að reyna að sjá hvort að heilin á mér bregðist á einhvern ákveðin hátt við ljósáreiti.
Annars koma engar niðurstöður úr þessu strax.... ég fer í segulómunina í næsta mánuði og eftir það fer mr.taugadoctor yfir málið og gefur mér niðurstöðu.

21.10.03 18:17

skyldar greinar: