Reykjavík fékk vænan skammt af tónlistargrósku dagana 20 - 24. október, þegar nokkrir af stærri skemmti og tónleikastöðum bæjarins undirlögðust íslenskum og erlendum tónlistarmönnum.
Ég verð að viðurkenna að ég hef í gegnum tíðina ekki verið spenntastur manna fyrir þessari hátíð. Í gegnum tíðina finnst mér hún hafa einkennst af of mikilli meik-ræpu örfárra stórra íslenskra banda. Ég meina hversu margar hátíðir þurfti eiginlega til að koma quarashi, gusgus og maus á kortið?
Ég skal ekki segja hvort að ég eða hátíðin hafi breyst. Ef til vill var það sitt lítið af hvoru. Að minnsta kosti finnst mér hátíðin í ár vera alveg frábær blanda af hljómsveitum, tónleikastöðum og framkvæmdin hafa verið nær óaðfinnanleg
miðvikudagskvöldið - 10.20 - kapital
Þetta hófst óformlega á miðvikudaginn á svokölluðu elektro og breakz kvöldið sem skipulagt var af mönnum sem betur þekktir eru undir hattinum breakbeat.is. Kvöldið hófst á hljómsveitinni vde-066. Eitthvað segir mér að annar meðlimur vde, mc nonni, hafi lagt meiri áherslu á hitt bandið sitt sem spilaði síðar um kvöldið, two vampires and a dead guy crew.
Næst tók við ofurplötusnúðurinn chico rockstar en sem fæst orð verða höfð um hér þar sem að plötusnúðar eru bara kjellingar og ekki tónlistamenn.
Eftir chico komu disco volante sem að voru með helvíti gott dub grúv. Atli og Einar stóðu sig með ágætum á gítar og bassa, en því miður var undirspilið að klikka á köflum og fyldi því skip-hljóð geislaspilarans sem átti í hlut, sem vakti upp neyðarleg svipbrigði tónlistarmannana og áhorfendana. En disco volante fá prik fyrir gott grúv og langar mig að heyra meira frá þeim.
Síðan kom stafrænt megabæt sem ég er ekki viss um hvort sé einn gaur með trommara eða tveir gaurar. Amk þá var þetta svona skemmtilegt "taking the piss" tölvupopp með "atómskálda" ívafi.
Helgi Mullet Crew komu á eftir plötusnúðunum birni og ingva, og voru þar sem það sem hefði getað orðið stórgott gigg, en því miður voru græjumálin að stríða þeim og gestir þeirra, eins og núllnúllsjöberg þurftu að þola mæk sem mátti varla anda í. Ekki alveg nógu gott og fá þeir mínus í kladdann. Aftur á móti plús fyrir hafragrautinn og burger king búningana.
Kvöldinu lauk svo á two vampires and a dead guy crew, sem samanstendur af mc nonna, gossa og gunna ewok sem að áttu kvöldið. Þegar menn líta út eins og statistar í klámmynd frá 1983 þá er von á góðum concert og þeir gáfu lúkkinu ekkert eftir þegar þeir fluttu lögin jamaica og will hung she'bangs remixið sem að er að verða að költ klassík.
Missti af : Þóri
fimmtudagskvöldið - 10.21 - hafnarhúsið, þjóðleikhúskjallarinn og kapital
Fimmtudagskvöldið rauk af stað með í hafnarhúsinu með to rococo rot sem eru snilldar rafband frá þýskalandi. Frammistaða þeirra var ágæt, amk nóg fyrir mig til að hafa gaman að. Næst komu adem sem kom manni í þægilega stemmingu með gítar, harmonikkum, hörpum og fleiru. Svona raftónlistar gítartónlist án rafmagnsins.
Hood komu næst og var ég orðin heitur fyrir þeim, en þeir urðu mér smá fyrir vonbrigðum. Kannski var það bara af því að trommarinn var misheppnað að reyna að tromma ofan í raf-bít. En að minnsta kosti þá hljómaði þetta eins og þetta ætti að vera þétt, en var það ekki.
Næst voru það íslendingarnir í Slowblow, sem ég hef séð einu sinni áður minnir mig á popp í reykjavík hátíðinni. Bandið hefur þróast síðan þá sem er ekki slæmt, virðast hafa pikkað upp meira af hljóðfærum og stundum fannst mér eins og að múm væri eitthvað með í ráðum, en þetta er kannski bara "that icelandic sound" sem allir eru að tala um.
Kvöldinu á Hafnarhúsinu lauk með Four Tet sem ég og margir sem ég hafði talað við voru orðnir spenntir fyrir. Hann gerir fína tónlist, en því miður þá fannst mér þessi framkoma hans vera frekar geld. Ég held að hann hafi gerst sekur um mikið effecta"rúnk" og sem eyðilagði svolítið fyrir honum. Gaman samt að sjá tvær sony vaio vélar upp á sviði.
Eftir þetta rauk ég upp á þjóðleikhúskjallara til að sjá hvort ég gæti gripið funk harmony park sem voru þar, og ég kom alveg á réttum tíma undarlegt nokk, en þeim hafði seinkað víst eitthvað vegna græju-vesens. Þjóðleikhúskjallarinn var ef til vill ekki nógu góður staður fyrir fhp þar sem að þeir voru með frekar dansvænt prógram, en aftur á móti var staðurinn þétt setinn af fólki. FHP eru vel þroskað dans-band sem að hefði jafnvel átt heima á nasa. Því miður þá urðu þeir að hætta eftir ekki of langan tíma þar sem það var komið að steintrygg á planinu. Ég þurfti því miður frá að hverfa þó svo að sigtryggur sé snillingur í alla staði þar sem ég ætlaði að ná london electricity á kapital, en hann var þar í hlutverki plötusnúðar. Ég var london e. aðdáandi þegar ég hlustaði hvað mest á dnb og lengi vel fannst mér hann vera einn af fáum sem voru að gera eitthvað vit í drum & bass. Hann plötusnúðaði sig með ágætum úr þessu kvöldi. Mörgum þótti hann hafa tekið full mikinn aftursnúning, en ég tók ekkert sérstaklega eftir því.
Missti af : sáralitlu.... hefði viljað sjá sahara hotnights, meira af steintrygg og kannski úlpu svona af því að ég hef aldrei séð úlpu spila.
föstudagskvöldið - 10.22 - hafnarhúsið, kapital, nasa, bianco og kofi tómasar frænda
Þegar föstudagskvöldið rann upp var svolítið farið að þrengja að svefnkvóta mínum, en engu að síður var ákveðið að hefja kvöldið á klassísku stráka bjór sötri með helga og vidda. Frimmi hættulegi sá síðan um skutl niður í bæ og fær hann hér með props fyrir það. Lögreglan í reykjavík fær ekki props.
Við rukum á kapital, þar sem að við vorum búnir að missa af real x, en komum inn á sk/um, sem voru með ágætis raftónlistarshow, með inniföldum sérvitrings-hljóðnema í formi símtóls. Ég mæli með sk/um sem eitt af betri raftónlistarböndum landsins.
Að þeim loknum rukum við á Hafnarhúsið þar sem hinir norsku Magnet voru hefja leik sinn. Magnet var lýst á icelandairwaves sem "blissed out electronic pop from norway" og er nóg að segja að ég var hálf dáleiddur á meðan magnet spilaði, en var það líklegast rödd söngvarans sem að olli því.
Næst var stefnan tekin á nasa til að sjá hjálmar, en alltof löng röð hindraði mig í inngöngu svo að frank murder á kapital varð fyrir valinu. FM er náttúrulega einn af þéttari rafgaurum landsins og bara rugl að maðurinn sé ekki búinn að dæla út albúmi miðað við fjöldan af fínu efni sem hann á, en hann tók fínan bræðing af tónlistinni sinni fyrir gesti kapital.
Ég prufaði nasa aftur og þá var inngönguhæft og gekk ég þar inn á band hátíðarinnar að mínu mati, amk þeim sem ég sá. Hot Chip eru ótrúlegt band sem er erfitt að lýsa. Þeir eru einhversstaðar á milli Prince, Kraftwerk, Stevie Wonder og Streets, en samt ekki. Þeir hreinlega lyktuðu af fönki og stemningu og áttu húsið algjörlega. Erfitt var fyrir jagúar að fylgja þessu eftir og orð var haft á því í kaffistofum vinnustaða reykjavíkur eftir helgina að jagúar hljómuðu þreyttir við hliðiná hot chip. Meira tókst mér ekki að komast yfir það kvöldið í tónleikaformi, en ég kíkti þó á hvítasta stað bæjarins, bianco, sem er nett plebbalegur staður, kannski einmitt rétt staðurinn þegar maður vill ekki fara illa með jakkafötin.... ég áskil mér þó rétt til þess að kíkja á hann ef ég verð í plebbastuði.
Missti af : Hjálmari, Isidor, RealX og því miður Kid Koala sem ég heyrði að hefði slegið í gegn.
laugardagskvöldið - 10.23 - nasa
Á laugardagskvöldinu ákvað ég að vera öruggur með minna af böndum og hélt mig á nasa. Ampop hófu leikinn, og stóðu sig ágætlega, finnst þó sándið þeirra vera farið að koma til ára sinna.
Ske eða Skárra en ekkert, voru það endilega ekki, þó svo að Ragnheiður Gröndal væri með í ráðum. Lagasyrpan sem þau byrjuðu á hljómaði eins og slæm rokk óperuklisja, en þetta skánaði til muna þegar að syrpunni lauk. Kom mér þó svolítið á óvart þar sem að ég heyrði ágætisefni frá skárra en ekkert fyrir nokkru síðan þegar ske samdi tónlist fyrir íslenska dansflokkinn.
Mugison tók við af því, og var ég mjög spenntur fyrir því að heyra í honum. Ég hafði heyrt margt gott, en aldrei séð hann spila. Hann stóð undir væntingum og meira til og verður að segjast að hann var með skemmtilegustu sviðsframkomu hátíðarinnar [af því sem ég sá]. Ragnhildur Gísla var óvæntur gestur hjá honum og tók ástarlag með honum, og skein í gegn að þar var æskudraumur tónlistamannsins að rætast. Það verður gaman að sjá hvað hann gerir í framtíðinn og hver veit nema að hann hafi "meikaða".
Unsound eða KGB var næstur á sviðið á nasa og ég var ekki frá því að hann hefði átt betur heima á kapital. Ég var kannski þreyttur eða eitthvað en ég fattaði ekki alveg hvað hann var að gera, þó að reyndar hafi seinustu lögin sem hann spilaði verið ágæt.
Quarashi létu bíða eftir sér í smá stund á meðan pró rótararnir þeirra frussuðu svolítið í hljóðnemana. Það er kannski ekki hægt að skrifa margt um quarashi annað heldur en að þeir eru með skothelt program sem þeir kunna inn og út og performa upp á 10. Persónulega var ég bara svolítið bored. Ef ég hefði verið í dansskóm og búinn að lemja einhver tequilastaup hefði ég kannski verið í stuði til að skalla einhvern, en svo var nú ekki.
Bravery voru næstir á svið og var þónokkur bið eftir þeim, sem var víst aðallega því að kenna að tölvubúnaður fór í einhverja vitleysu og sækja varð öryggisafrit upp á hótelherbergi, sem nota bene er kannski ekki rétti staðurinn til að geyma öryggisafritið. Ég greip fyrstu tvö lögin hjá Bravery sem þeir fluttu af öryggi, þó mér fannst smá vanta upp á að mér finndist þeir eitthvað spenntir fyrir þessu, en kannski er það bara ímyndin. Þegar þarna er komið við sögu þá er ég hreinlega orðin of dauðþreyttur til að halda áfram og sagði bless við airwaves þetta kvöldið.
Missti af : GusGus, Trabant, Biogen, Hermigervli og Brain Police
sunnudagskvöldið - 10.24 - kapital
Sunnudagskvöldið var svo tekinn á kapital þar sem að dj leaf hinn sænski og gamla kempan aggi agzilla trylltu líðinn. Eins mikið eins og hægt var að trylla hann þar sem að fólk var orðið vel útkeyrt eftir seinustu 4 daga.
Hátíðin finnst mér aldrei hafa verið betri og held ég að þeir 3000 sem keyptu sér miða hljóti flestir að una sáttir við sitt. Það er vonandi að þeir efnilegu íslensku listamenn sem voru á meik-buxunum hafi fengið erindi sem erfiði. Iceland Airwaves er væntanlega endanlega kominn til að vera í núverandi mynd, og segi ég takk fyrir mig.
hér eru myndir frá miðvikudags - sunnudagskvöldinu
26.10.04 00:35
myndaalbúm
lag dagsins
chico rockstar
20 góðar kvikmyndir
ýmsir hlekkir
gémsamyndir-t610
danmörk-berlín-2k2-blog
albúmið mitt
myndirnar hennar beggu
skynvillu gallerý
arnar-veldi [kíkiði á ljósmyndirnar]
tommi newmilk
yfirgefið [ljósmyndir]
begga systir
danni hressi og kærastan hans
þóra happy
örn vökudraumur
jónas
betan
aphexgrl
raggi aka mr.motive
halldóra aka. corta
arna aka. villimey
kiddi aka. ghozt
már örlygsson, snillingur
húni hressi
oddur og stuðsíðan hans
bloggið hjá autopr0n gaurnum....
michael moore
sleepbot
live 365
íslenskar útsendingar
bara einhvern vef takk
Yeah, but is it art?
random internet
allconsuming.net
orðabók erfiðu orðana