« iceland airwaves | aðal | two vampires and a dead guy crew »

október 27, 2004

gallerý orðið fullorðins

Jæja, eftir smá vinnu, samt lítilsháttar, er myndagallerýið loksins orðið fullorðins. Setti upp kerfi sem heitir Coppermine sem hann Örn notar fyrir myndagalleríð sitt. Ekkert of mikið mál að setja það upp, en maður þarf að vera php og mysql væddur til að keyra kerfið. Svo var Örn búinn að þýða helling af kerfinu yfir á íslensku þannig að ég gat þjóðnýtt mér það eins og open source fræðin segja til um.

Nýja myndagallerýið er hér og er náttúrulega líka undir dótið mitt í hægri valmyndinni

Húni var að slaka á mig urli um tunglmyrkvan sem á að vera í nótt frá 00-06 í nótt. Spurning að maður haldi sér aðeins á fótum til að sjá hvort að maður nái einhverjum góðum myndum. Frekari upplýsingar hér

27.10.04 22:31

skyldar greinar: