« minimal porn | aðal | spennan magnast »

maí 01, 2004

þægilega ónæmur

Ætli ég geti skrifað eina færslu án þess að grípa til ensku slettu?

Lag dagsins hugtakið [ætlaði að skrifa conceptið] virðist vera að rúlla ágætlega af stað. Frímann kom með ágæta hugmynd um að fá fleiri vandláta tónlistaráhugamenn í þetta og birta þetta á einni síðu.
Út frá því datt mér í hug að hægt væri að framkalla sjálfvirkt [ætlaði að skrifa auto generate] pls skrá [s.s. playlist] sem að spilar lög dagsins.
Ef vel gengi gæti þetta orðið klukkutími á dag af handvalinni eðal tónlist.
Það stendur ekkert í vegi fyrir því að þetta ætti að geta orðið tilbúið á næstu misserum.

Það var fjör í gær. Unnar, fyrrum meðlimur í Sororicide og pabbi huga, átti afmæli og ég leit þangað. Það er eitthvað skemmtilega óöruggt við að fara í gleðskap þar sem að maður þekkir engan fyrir utan gestgjafann. Hvernig fólk þekkir viðkomandi? Verður það viðræðuhæft? Maður fær einhvernveginn betri sýn á fólk sem maður þekkir þegar maður sér það í sínu nánasta umhverfi.
Örn leit við síðar um kvöldið og við stungum af og kíktum á Nightmares on Wax á Kapital.
Það var eitthvað fámennt til að byrja með, en rættist svona sæmilega úr þessu. Síðan í fyrsta skipti í nokkur ár fór ég á Nonnabita áður en ég fór heim og verslaði tvo báta... bara svona til að eiga gúmmelaði í dag.

01.05.04 14:39

skyldar greinar: