« vó - el penetrada | aðal | slen »

ágúst 04, 2003

heimsókn

Gamall félagi, Barclay [aka dj panik], lenti í gær á leifstöð ásamt kærustu sinni, Kim. Ég var búin að bjóðast til að sækja hann, en það endaði ekki vel. Ég kem upp á leifstöð bíð eftir þeim, og síðan koma þau, við hendumst í bílinn, keyrum 15 metra, og síðan gefst hann upp. Eftir 20-30 mínútna tilraun til að rústa þessu af stað, þá gefumst við upp á því og tökum leigubílinn, sem kostaði 10 þ.kr, hvorki meira né minna.

Síðan var bara opnað absalútið, blandað, og drukkið, og kíkt niðrá prik, þar sem var ágætis stemning, og enn og aftur þá var crazy in love ofspilað, en mar leiðir það bara hjá sér.

04.08.03 18:21

skyldar greinar: