« eve online | aðal | p.diddy eða puff daddy »

október 28, 2003

off to berlin yes

Jæja, þá er maður í niðurpakkningunum. Ég tek IE á morgun á leifstöð klukkan 15:00 skipti í London Stansted í Air Berlin um átta og lendi rétt fyrir 23 "að staðartíma".. vona að lappabatteríið endist mér í báðar vélarnar.
Er að rigga batteríið fyrir videovélina og svona..... vonandi nenni ég að vera duglegur að taka video... ef ég kemst í almennilega nettengingu þá kannski pósta ég eitt stykki videoi..... ef ég nenni.
Er að reyna að fara með sem minnstan farangur... kaupi mér bara drasl sem þvælist bara fyrir í farangrinum eins og föt og fleira :)

Ég talaði við Kharis í dag og hann sagði mér að koma með hlý föt.... WTF!! ég fer þarna út m.a. í þeim tilgangi að komast í betra veður, en ég er greinilega alltaf svona óheppinn í veðrarmálum þegar til þýskalands ég fer.... seinasta sumar þá forðaðist góða veðrið mig þegar ég fór til berlínar [það fór til köben á meðan ] og þegar ég kom aftur til köben þá fór það til berlínar.... jæja ég bít í það súra bara með bros á vör

p.s. tékkiði á Chris Clark plötunni "empty the bones of you" sem er nýkomin út af warp..... stórskemmtileg tónlist fyrir íslenskar vetraraðstæður.

28.10.03 23:43

skyldar greinar: