« p.diddy eða puff daddy | aðal | úfff...... »

nóvember 02, 2003

bloggy bloggy

Strax kominn sunnudagur...... úff

Ég er á Marena bar klukkan hálf ellefu á sunnudagsmorgni ..... útskýri á eftir....

Smá flashback á seinustu daga.

Ætlunin var að fara til berlínar og spila á klúbbnum paradies, og það gekk eftir en allt í einu á miðvikudeginum klukkan 14:30 komst ég að því að söngkonan mín, hún ágústa myndi koma með mér... það var semsagt ekki ákveðið en kom bara upp á.

Ég tók flugið til stansted og þaðan til berlín og var tekið vel á móti mér af kharis... talaði við ágústu og hún sagðist taka flugið næsta morgun.

Við tókum því rólega daginn eftir á. Kíktum í höfuðstöðvar ableton og fengum live 3.0 hjá þeim.

ableton1.jpgableton2.jpgableton3.jpg
Síðan heyrðum við í Ágústu og hún sagði okkur frá því að lestinni sem hún myndi taka frá frankfurt hefði seinkað vegna sprengjuhótunnar [hasar hasar] ..... svo að við fórum um kvöldið á ostbahnhof stöðina og biðum í 2 klst eftir henni.... og um leið og við gáfumst upp og tókum lestina burtu þá hringdi hún og við urðum að snúa strax við... eftir að draslinu var komið fyrir í íbúðinni hjá kharis þá fórum við og jane, kærasta kharisar, á írskan pöbb, þar sem engin talaði ensku, og duttum rækilega í það...... og þýsk stelpa helti gerviblóði í andliti á mér til að fagna "halloween" þjóðverja daginn eftir...
addybloody.JPG


loksins þegar við vöknuðum á föstudeginum þá eyddi ég deginum í að gaura til tónlistina með lappanum mínum og alles klar.... fórum og stilltum upp á paradies og prófa hljóðkerfið. kvöldið tókst mjög vel, og allir voru mjög ánægðir með giggið..... líka við :) .... nema hvað að það var ekkert spes gaur að spila á undan okkur í svona klst og fólk fór í smá óstuð....

síðan í dag [eða gær] semsagt laugardeginum þá fórum við og versluðum í notuð föt-búð og ég fann brjálaðan jakka, sem kostaði aðeins 5 þúsund kall..... [svona lock stock gangster jakki] .... og fórum síðan á æðislegan veitingastað sem heitir Kafka þar sem ég fékk bestu kjúklingabringu sem ég hef smakkað...
þar á eftir fórum við á trendy bar sem heitir molotov cocktailbar og hengum "kúl" í smá tíma. Vorum samt orðin svolítið þreytt [eftir seinustu tvo daga] en nokkrir black russian áttu að koma því í lag....
Þar á eftir [og eftir að ég sagði kharis og jane frá "metrósexual" [úr south-park] fórum við á massívan gay bar sem hét Blue Rose... sem var fáránlega fluffy

síðan fórum við bara á rápið aftur í hverfið þar sem kharis á heima [kreutzberg] og reyndum að finna almennilega pöbba..... hitti einn laumu nasista sem var vel drukkinn og hélt hann væri kominn í feitt í að hitta fellow víking og norðmann..... úff... losnaði við hann og fórum á stað sem heitir Wiener Blut [eða pylsublóð].....kharis.jpg fyndið hann var eins og svona slæm kópía af tarantino bar..... og við vorum orðin ofurkúl þannig að við vorum í stuði..... dj-inn spilaði "these shoes where made for walking" með þýskum texta og stuð...

klukkan var orðin um fimm þá og þar sem að ágústa varð að taka lestina aftur um 6-7 fórum við bara með henni út á lestarstöðina.... hengum þar og sötruðum bjór og töluðum pólitík og vorum [erum] orðin ansi austurþýsk... síðan kvöddum við ágústu og 2 tímum síðar eftir spjall og sumbl [og að við ákváðum að sleppa því að fara að sofa] þá löbbuðum við þaðan og aftur í húddið hans kharisar.....á leiðinni hittum við hreinræktaðan stoltan eldri þjóðverja sem sagði okkur kúl túristahluti á leiðinni og sýndi okkur kirkju sem er þar sem múrinn liggur [berlínarmúrinn] .... eftir það ráfuðum við á Marena bar.... sem er með vírlaust internet [snilld] og síðan byrjaði ég að þetta.... og pantaði mér irish coffee.......

og á eftir er það ofur hlaðborð.... sunnudagshefð hjá krökkunum........

02.11.03 11:31

skyldar greinar: