« uppþotshjólið | aðal | 22 gr af vinyl á sekúndu ? »

maí 04, 2004

passaðu þig á veirum

Það er nýr windows ormur í gangi sem þarf að bólusetja sig gegn. Hann kallast sasser og eru til amk tvö afbrygði af honum, a og b.

Til að losna við hann þarf að gera eftirfarandi í réttri röð.

1.Plástra windows með eftirfarandi plástri ms04-11 ATH að þú þarft að velja rétta útgáfu af windows.

2.Hreinsa orminn út með þessu microsoft tóli

Ég mæli með að forritin séu sótt fyrst og netið síðan aftengt á meðan tölvan er hreinsuð.

Ef að kerfið er nú þegar smitað þá getur vel verið að kerfið slökkvi á sér sjálft, það mun amk gefa eina mínútu áður en það keyrist niður. Til að aflýsa þessu þá skal fara í start - run, skrifa cmd og OK og gefa hér skipunina "shutdown -a" án gæsalappana.

04.05.04 21:39

skyldar greinar: