« photoshop er kraftaverkatól | aðal | helgin »

ágúst 16, 2003

aulaskapur eða heppni?

Svo virðist sem að höfundur Blaster ormsins, hafi klikkað aðeins. Ormurinn átti að ráðast [DDOS] á vefsvæði windows uppfærslna, windowsupdate.com, í kvöld.
En microsoft komu sér undan árásinni, þökk sé aulaskap[?] höfundar ormsins.

Hið raunverulega nafn vefsvæði windows uppfærslna er windowsupdate.microsoft.com, og er það nafnið sem er kóðað í windows stýrikerfin. Aftur á móti bjuggu þeir líka til windowsupdate.com og vísaði það á windowsupdate.microsoft.com.

Það eina sem þeir þurftu að gera til þess að forðast árásir frá öllum nettengdum og sýktum vélum í heiminum var að eyða út léninu windowsupdate.com. Sem skipti þá ekki svo miklu máli þar sem windows stýrikerfið vísar inn á windowsupdate.microsoft.com.

ok þetta var svolítil langloka, bara að tryggja að allir nái þessu :)

16.08.03 02:34

skyldar greinar: