« google gerir það aftur | aðal | 1 2 3 4 »

september 13, 2004

nýja myndavélin vígð...

Í vikunni sem er að líða þá fékk ég síðbúna afmælisgjöf frá sjálfum mér. Ný myndavél kom í stað medion hrúgaldsins sem ég var orðin smá leiður á.

450-img.jpg

Canon Ixy Digital heitir elskan og er sama vél og ixus digtal og powershot, býst við því að ixy sé japanska heitið á henni en Helgi snillingur keypti hana fyrir mig út í japan á gjafaprís.

Helgin var síðan tekin í að vígja myndavélina og afraksturinn er á myndaalbúminu.

Fór á kveðjupartý fyrir árna, en hann er að fara út til japans, á föstudaginn. Bent og sjöberg tóku lagið og hituðu upp fyrir The Zuckakis Mondeyano Project sem er stórskemmtilegt band. Myndbrot af frammistöðu þeirra er að finna hér. Á laugardeginum var kíkt á kveðjupartý kidda skúr, en hann er að fara erlendis til náms, það er eins og að allir séu að flýja landið, og meðal gesta var hann Eldar, en hann er í heimsókn á klakanum ásamt frúnni.

Svo var helgin hrist úr kroppnum með að taka netta göngu á esjuna á sunnudeginum.

13.09.04 00:59

skyldar greinar: