« melodyne | aðal | nýja myndavélin vígð... »

september 04, 2004

google gerir það aftur

Picasa nafnið á nýjustu afurð Google, sem hingað til virðast ekki geta klikkað á neinu sem þeir gera.
Um er að ræða forrit til að skoða, flokka, leita og breyta stafrænu myndunum sem maður geymir á harða drifinu, og ég verð að segja að ég hef ekki séð betri slíkan hugbúnað. Leitin er eitursnögg og maður er mjög fljótur að finna það sem maður er að leita að, án þess að þurfa að fara úr möppu í möppu á gamla mátann.

Það hefur legið í nokkurn tíma í þróun hjá Google að gefa svipað tól út til að leita að hverju sem er á harða disknum, og ef að það er í ætt við þetta, þá mega Microsoft fara að vara sig. Sérstaklega þar sem Microsoft eru nýbúnir að tilkynna að bættari leitarmöguleikar sem áttu að vera til staðar í næstu útgáfu Windows, Longhorn, verður seinkað um einhvern tíma.

Picasa er frítt niðurhal sem nálgast má hér : http://www.picasa.com

04.09.04 13:23

skyldar greinar: