« axel f baby | aðal | lexx búið :( »

apríl 13, 2004

the pásks are over

Hvaðan ætli orðið páskar komi, og ætli easter sé tilvísun í austur ?

Eitt finnst mér líka stórskrítið og það er hvers vegna í ósköpunum það gilda einhver lög um opnunartíma skemmtistaða á þessum tímum. Það er ekki eins og að allt sé lokað, t.d. 10-11 alveg í fullu fjöri á föstudaginn langa.

Annað sem vakti athygli mína var að outlook-ið mitt sagði mér að föstudagurinn langi héti good friday. Mér skildist að hann væri langur vegna þess að allir væru svo down út af jesus en samt er hann good friday á ensku..

Skírdagur heitir maundy thursday ? ég fattaði það ekki alveg, þannig að ég kíkti á google og fann að maundy er úr latínu, "mandatum", og þýðir boðorð og eftir mínum skilningi þá tengist þetta útidúr í jóhannesar guðspjalli þar sem að jesus kemur með nýtt boðorð sem er eitthvað á þá leið að allir eiga að elska alla , gott að það var ekki of flókið, og fer síðan að þvo fæturnar á lærisveinunum.

nú var ég alveg í sunnudagaskóla í einhvern tíma þegar ég var lítill en ég man ekki eftir neinum fótaþvotti....

jæja, allaveganna þá voru þetta fínir páskar, amk fyrir buddunna þar sem ég var að vinna alla páskana og það var ágætt.

13.04.04 00:41

skyldar greinar: