« makkar smitast líka | aðal | fyrsta cache-ið »

apríl 09, 2004

geocache

Því miður veit ég ekki þýðinguna á þessu, en fyrir nokkrum mánuðum síðan rakst ég á hobbý-ið geocache sem er svona nútíma "fjársjóðsleit".

Hugmyndin er þessi. Einhver felur box, t.d. tupperware, með ýmislegum hlutum í á einhverjum stað. Það þarf að vera nógu vel falið til að það finnist ekki af þeim sem er ekki að leita að því, en samt nógu sýnilegt til að sá sem er að leita að því geti fundið það.

Ég ákvað í morgun að finna fyrsta geocache-ið mitt og dróg gullu með mér í missionið. Það er kannski pínulítið svindl þar sem að ég bý aðeins nokkra kílómetra frá því, en samt fínt svona fyrsta cache. Eftir ágæta leit þá fundum við það, ég skildi eftir geisladisk með tónlist frá skynvillu krúinu, við kvittuðum í loggbókina og tókum sleikjó úr sem hafði verið skilin eftir í boxinu, þar sem hann var farinn að sóða aðeins boxið út.

Annars er þetta stórskemmtilegt og nett skuldbindingalaust hobbý sem hver sem er getur gert. Næst á dagskrá er bara að kíkja út á land við tækifæri og finna fleiri cache, kannski maður reddi sér gps græju fyrst.

Frekari upplýsingar um geocache eru hér

09.04.04 14:08

skyldar greinar: