« ferðasaga... | aðal | ég vann »

mars 27, 2004

sambönd

Þegar ég skellti blogginu upp fyrr í vikunni þá skrifaði ég að margt hefði drifið á daga mína, jákvætt og neikvætt síðan að vefurinn hrundi síðasta nóvember og það er kannski kominn tími á að tala hreint út um það.... eða að minnsta kosti eins hreint eins og mér finnst vera við hæfi hérna.

eftir að við höfðum hætt saman og síðar byrjað aftur saman þá áttum við ásta mjög góðar stundir saman. hún útskrifaðist síðan úr fb með hæstu einkunn á upplýsingatæknibrautinni og ég var alveg rígmontinn.
fyrst við vorum á svona góðu rúlli þá ákváðum við að taka okkur saman í andlitinu og hætta að reykja.... einnig að fara að stunda hreyfingu af meiri krafti... sem og við gerðum... ég fer reglulega í ræktina og hún fór að stunda taekvando...

en núna erum við hætt saman ..... ég veit að oft eru sum pör svona að þau byrja og hætta saman endalaust.... en ég hef það á tilfinningunni að þessu sé endanlega lokið. ég ætla ekkert að fara út í nein smáatriði, þar sem það ætti bara að vera á milli okkar

svona er þetta bara..... og tilgangslaust að velta sér of mikið upp úr þessu

það jákvæða er að ég er ennþá reyklaus og sakna þess ekkert að reykja.... ég er þessa dagana að beina allri minni athygli í að læra, þ.e. þegar ég er ekki að vinna eða hanga með félögum. og svo er ég líka að.. [nei ég held að ég bíði með að skrifa um það.... ennþá leyndó :) ]

27.03.04 12:45

skyldar greinar: