« the meatrix | aðal | microsoft reynir »

nóvember 17, 2003

Segull og útvarpsbylgjur....

Jæja, þá er ég búin að fara í mri, magnetic resonance imaging, eða segulómun eins og það er kallað.
45 mínútur af því að liggja mjög kyrr og hlusta á lætin í græjunni.... klank klank klank [á mörgum mismunandi hröðum] .... athyglisvert.
Ég get svarið fyrir það að ég fann á tímabili segulinn eða útvarpsbylgjurnar eða hvað þetta nú var, á ferðinni í heilanum á mér.... fann svona þrýsting færast niður hausinn á mér, og eftir sat svona tímabundinn hausverkur.....

ég minntist á þetta við hjúkkuna / mri tæknimanninn eftir á.... hún gaf nú ekki mikið út á það, en þegar ég sagði við hana að ég ætti það til að fá höfuðverk út af gsm notkun, þá sagði hún að gsm símar væru skaðlegir og maður ætti að nota amk heyrnartól þegar maður væri að tala í gsm síma.... "þetta er alveg vitað mál...."

skondið samt að það er ekkert mikið talað um þetta..... ég sé bara fyrir mér heilu kynslóðirnar verða minnislausar eftir 20 ár eða svo.

17.11.03 15:03

skyldar greinar: