« dead like me | aðal | mbl enn og aftur »

október 13, 2003

úff og púff.....

Fór og kíkti á laugardaginn á Ajax á vídalín... virkilega gaman að sjá þetta goðsagnakennda band koma saman eftir rúm 10 ár til að spila nokkur lög sem þeir voru búnir að hressa upp á, en ég var eitthvað í ekki nógu miklu stuði til að dansa allt til helvítis, fullt fólk verður stundum svo eitthvað ósexý þegar mar er edrú....
Undarlegasti hlutur kom fyrir eftir á. Ég og Ásta kíktum bara heim eftir á og gláptum á videó.... eftir klukkutíma eða svo vakna ég í svolítið köldum svita, og fer á klósettið, og allt í einu man ég ekki eftir neinu og hryn niður fyrri framan klósettið [eftir að ég fór inn]. Ásta kemur og hjálpar mér upp, og ég hryn niður aftur og verð meðvitundarlaus.... loksins eftir þriðja skiptið og einhverja krampa þá næ ég að standa upp og fer upp í rúm og næ að sofna.
Þegar ég vakna kíki ég síðan upp á bráðavaktina og læt líta á mig... allt þar kemur blússandi fínt út, þannig að núna er ég og taugalæknirinn bara að bíða eftir segulómuninni og heilalínuritinu sem ég kemst í eftir tvær vikur eða svo...

Þannig að líklegast er að þetta hafi bara verið one off krampi...... mig langar ekkert að hugsa um hitt strax.... well.. sjáum til.

Mesti bömmerin er núna að ég má ekki keyra næstu misseri.... svona just in case... og no beer or anything stronger for me

13.10.03 11:30

skyldar greinar: