« one of the leading performers on harmonica | aðal | vó - el penetrada »

ágúst 02, 2003

ráð gegn þynnku

stundum gerist það, og ekki ósjaldan á helgum sem þessum, að maður gæti fengið sér of mikið af áfengi. Og afleiðingar óábyrgrar drykkju [of mikið eða blandað saman tegundum o.s.frv] geta komið fram næsta dag í hausverkjum, og almennri ógleði sem kallast þynnka. Ég heyrði einhvern tíman að líkaminn þornar upp og m.a. heilinn og það valdi þessari ógleði og hausverkjum.

Hérna eru nokkur húsráð sem ég hef heyrt um dagana, sem geta í sitthvoru lagi eða bara öll saman hjálpað að koma í veg fyrir OG/EÐA drepið þynnku. Sum þessara eru nokkuð augljós, sum ekki.

1)Kaffidrykkja hefur verið vinsæl til að skerpa skynfærin og drepa þynnku.
2)Tómatur er gott vopn gegn þynnku, og gefur manni líka ágætan skammt af bætiefnum sem líkaman vantar....
3)Mjólkurglas [amk 33 cl]. Virkar best fyrir þynnkuna, [fyrir svefn] en virkar sæmilega þegar þynnkan er kominn.
4)Verkjalyfja skal neyta í hófi, en stundum eru þau nauðsyn, íbufen hefur virkað sæmilega in my hours of need.
5)Þótt skyndibitinn sé extra góður þegar mar þunnur er, þá hef ég heyrt að hann sé einmitt EKKI það sem kerfið í líkamanum þarf þegar hann er í þessu ástandi... sel það ekki dýrara en ég keypti það.
6)Fara á fætur um leið og maður vaknar, ekki freistast til að sofa lengur því að þynnkan er miklu miklu lengur að fara þegar mar sefur.
7)Fara út, það er þægilegra að vera heima, en betra fyrir líkaman að fara út

þetta er svona það sem ég man í stuttu máli, en ef þið vitið eitthvað meira þá smellið því bara í álitin

02.08.03 23:33

skyldar greinar: