fékk þetta í pósti í dag, veit ekkert hver skrifar þetta, athyglisverðar pælingar, ekkert nýtt af nálinni reyndar, bara basic pæling um neyslusamfélagið og fjöldamúgsefjun í gegnum fjölmiðla...... sumt grunnhyggið í þessum, texta, en engu að síður margt athyglisvert....
held samt að það sé hægt að finna helling af öðrum dæmum í myndinni til stuðnings þessu....
annars held ég að boðskapur matrix myndanna á endanum verði blandaður.... skilaboðin verði ekki endilega að vakna, heldur líka "þurfum við kannski á vélinni að halda til að vernda okkur frá okkur sjálfum ?
eitt dæmi um hvernig boðskapur hefur breyst í gegnum svona myndaseríu er starwars.... í dag myndu sumir segja að luke og uppreisnarliðið séu bara hryðjuverkamenn, sem hafi valdið of miklum usla, miðað við að stjórnin sem wader og co veita er svona blönduð.... þeir komu á reglu á þessum plánetum, sem nýttist mörgum til öruggs lífs og viðskipta... og ef einhver ógnar þessu öryggi og reglu þá bregst veldið [empire] við hart og miskunarlaust... minnir mig að minnsta kosti á bandaríki nútímans....
en nóg að blaðri frá mér, hérna kemur þessi texti um matrix... :
------------------------
Það að fyrsti og annar hluti Matrix-trílógíunnar sé kominn í bíó, er hreint út sagt frábært. Menn hafa nefnilega smám saman verið að átta sig á að trílógían í heild sinni er ein stór mögnuð ádeila - á bak við sólgleraugun, leðurdressin, listrænt ofbeldi, tæknibrellur og raunar allt sem þarf góð Hollywood-hasarmynd gæti mögulega þurft til að heilla fjöldann leynist djúpstæður boðskapur - myndirnar eru beinskeytt fordæming á tveimur öflum sem eru að taka yfir þjóðfélög okkar - fyrirtæki (hlutafélög) og fjölmiðla.
Fyrirtækin eru vélarnar, og fjölmiðlarnir eru draumaheimurinn.
Fyrirtækin eru eins og sandormarnir í bókmenntum Franks Herbert - fyrirbæri með engin augu og ekkert hjarta. Hagnaðurinn heldur í þeim lífinu, og hagnaðurinn nærist á fólkinu, umhverfinu, á allan mögulegan máta sem hagnaður getur orðið til. Greind fyrirtækisins er ótengd þeim lífrænu kerfum sem lífið er háð - eini tilgangur þeirra er að búa til að auka við hagnaðinn, jafnvel þótt það þýði að til verði aðstæður sem eru fjandsamlegar mannlegu lífi.
Aðeins lög sem þjóna hagsmunum almennings geta haldið þessu afli í skefjum, samt hafa fyrirtækin tekið löggjafarvaldið af fólkinu, og klippt á sambandið milli ríkisstjórna og fjöldans. Allar toppstöðurnar í ríkisstjórn Bush, til dæmis, eru mannaðar af fyrrum stjórnendum stórfyrirtækja sem áður beittu sér til að beina löggjöf frá því að gera venjulegu lífrænu fólki gagn yfir í það að gera nútímafyrirtækjaeiningum gagn.
Gervigreindin sem Morpheus talar um - feilsporið sem maðurinn steig - jafngildir tilbúnum persónuréttindum fyrirtækisins og sýndarveruleika sjónvarpsins. Starfsmenn vinna að hagsmunum fyrirtækisins, sama hvort þeir eru verkamenn eða skrifstofumenn. Fyrirtæki hafa réttindi, þau hafa málfrelsi, þau borga skatta, þau lifa og deyja. Þau eru verur, rétt eins og vélarnar, og hafa n.k. gervigreind - þau nota greind einstaklinganna sem vinna fyrir þau í eigin þágu.
Val okkar um að næra vélarnar er tengt við grunnþarfir okkar. Kynlíf er yfirleitt sýnt sem niðurstaðan af því að hafa neytt einhvers varnings, t.d. bjórtegundar, bíls eða buxna. Hvað sem við ákveðum að gera við líf okkar, þá erum við fyrst og fremst neytendur, og eigum að eyða allri orku okkar í að eltast við varning sem við trúum að muni færa okkur kynlíf, hamingju og velgengni. Okkur er sagt að við verðum að eiga hlutina sem vélarnar sjá okkur fyrir til að lifa lífinu.
Það er engin tilviljun að ræða Morpheusar um hvernig heimurinn komst í þetta annarlega ástand er flutt í auðu herbergi með tveimur snjáðum hægindastólum og gömlu sjónvarpi, í stíl sjötta áratugarins, á þeim tíma sem sjónvarpsútsendingar voru að hefjast fyrir alvöru. Þarna talar Morpheus um "the birth of AI". Hvort sem um er að ræða ljósvakamiðil eða hermiumhverfi í tölvu, þá er lokaniðurstaðan meiri yfirráð og fjöldavitund sem er ofurseld "visku" vélarinnar - yfirráðum stórfyrirtækja.
Í myndinni vita mennirnir ekki af raunveruleikanum. Þeir trúa því að þeir séu að lifa lífinu, en það er verið að forrita þá til að upplifa tilfinningar raunverulegs lífs - forritið skáldar upp veruleikann (sjónvarpsveruleikann og auglýsingarnar) svo mennirnir muni halda áfram að næra vélarnar með rafmagninu (hagnaðinum) sem þær þurfa til að haldast lifandi.
Með öðrum orðum - Matrix er skilaboð til fjöldans um að VAKNA.
Nokkrar tilvitnanir:
Morpheus: "Control. The matrix is a computer-generated dreamworld built to keep us under control in order to change a human being into a battery. It is a world that has been pulled over your eyes to blind you from the truth."
Neo: "What truth?"
Morpheus: "That you are a slave, Neo... Like everyone else, you were born into bondage. Born into a prison that you cannot smell or taste or touch. A prison for your mind."
Morpheus: "The Matrix is a system... that system is our enemy. You have to understand, most people are not ready to be unplugged; and, of them, many are so submerged, so hopelessly dependent on the system, that they will fight to protect it."
Agent Smith: "In one life you're Thomas A. Anderson, program writer for a respectable software company. You have a social security number, a driver's licence, and you help your landlady carry out the garbage. The other life is into computers where you go by the hacker alias Neo and break virtually every computer law there is. One of these lives has a future. One of them does not."
Agent Smith: "As soon as we started thinking for you, it became our civilization, which is, of course, what this is all about. The future is our world, Morpheus. The future is our time."
------------------------
myndaalbúm
lag dagsins
chico rockstar
20 góðar kvikmyndir
ýmsir hlekkir
gémsamyndir-t610
danmörk-berlín-2k2-blog
albúmið mitt
myndirnar hennar beggu
skynvillu gallerý
arnar-veldi [kíkiði á ljósmyndirnar]
tommi newmilk
yfirgefið [ljósmyndir]
begga systir
danni hressi og kærastan hans
þóra happy
örn vökudraumur
jónas
betan
aphexgrl
raggi aka mr.motive
halldóra aka. corta
arna aka. villimey
kiddi aka. ghozt
már örlygsson, snillingur
húni hressi
oddur og stuðsíðan hans
bloggið hjá autopr0n gaurnum....
michael moore
sleepbot
live 365
íslenskar útsendingar
bara einhvern vef takk
Yeah, but is it art?
random internet
allconsuming.net
orðabók erfiðu orðana