Ég var nýlega að slaka á í heitum potti í sundlauginni í laugardalnum, sem er hverfið mitt og heyri í hrópum út í laug. Þá eru þar svona u.þ.b. 6 stykki af krökkum svona í kringum 10-12 ára, þar af einn af þeim var greinilega að úthúða hinum, sagði m.a. að hann væri ljótur og var með yfirlýsingar um hann og stöðu hans í hópnum. Hinir tóku ekki þátt, en horfðu bara á.
Tvær stelpur sem voru hluti af þessum hóp tóku eftir því að ég var að horfa á og fóru upp úr þurru að útskýra fyrir mér að þessi strákur hefði kallað þær nöfnum og aðra líka þarna og væri "leiðindagaur" eins og þær orðuðu það.
Smá tími líður og ég hætti að spá í þessu, en eftir smá stund þá segja þær "sjáðu" og ég lít við, en þá er sá "ljóti" með allan hópinn á eftir sér farinn að labba frekar rólega og ógnandi að stráknum með kjaftinn, sem gerir ekkert annað en að bakka frá þeim og heldur jafnri lengd á milli þeirra. Endaði strákurinn upp á bakka og virtist ekki þora niður í aftur.
Eins og gefur að skilja var þetta mjög kómískt og í kjölfarið sagði ég við þær að næst þegar hann kallar þær einhverjum nöfnum þá geti þær svarað honum að hann sé nú bara "huglaus aumingi" og það sé miklu verra. Lifnaði aðeins yfir þeim og sögðu þær "jaaáááá!".
Eftir smá stund þegar hópurinn mínus sá með kjaftinn var kominnn í pottinn heyrði ég svo í þeim áframselja þessa hugmynd um "huglausa aumingjann" og hugsaði með mér að strákurinn mundi ekki fá frið fyrir þessu tja svona næstu 2-3 árin.
svona virkar karma víst
10.11.04 20:30
myndaalbúm
lag dagsins
chico rockstar
20 góðar kvikmyndir
ýmsir hlekkir
gémsamyndir-t610
danmörk-berlín-2k2-blog
albúmið mitt
myndirnar hennar beggu
skynvillu gallerý
arnar-veldi [kíkiði á ljósmyndirnar]
tommi newmilk
yfirgefið [ljósmyndir]
begga systir
danni hressi og kærastan hans
þóra happy
örn vökudraumur
jónas
betan
aphexgrl
raggi aka mr.motive
halldóra aka. corta
arna aka. villimey
kiddi aka. ghozt
már örlygsson, snillingur
húni hressi
oddur og stuðsíðan hans
bloggið hjá autopr0n gaurnum....
michael moore
sleepbot
live 365
íslenskar útsendingar
bara einhvern vef takk
Yeah, but is it art?
random internet
allconsuming.net
orðabók erfiðu orðana