« retro-tv | aðal | internet »

ágúst 26, 2004

menningardagur/nótt

Það var laugardaginn 21.ágúst klukkan 11:00 sem að ég vaknaði og mundi eftir því að stefnan hafði verið tekinn á það, kvöldið áður, að brölta menningarnóttina sem að þá lá fyrir.
Ég arkaði niður í vinnu og prentaði út rúmlega 22 blaðsíðna dagsskrá og hitti svo helga [barrow] niðrá svarta kaffi, en þar var nokkrum mínútum varið í að strika út viðburði sem að hvorugur okkar hafði áhuga á og hins vegar merkt við viðburði sem við máttum ekki missa af.
Að því loknu vorum við komnir með nokkuð viðráðanlegan fjölda af viðburðum, en á dagskránni voru í heildina rúmir 200 viðburðir. Til þess að hámarka afköst þá bjuggum við til menningarskipulagsblað :

21.08.2004_-_menning-plan.jpg

Svona ef þetta skilst ekki þá er tíminn þarna á lóðrétta ásnum, en lárétti ásinn segir til um mikilvægi viðburðana.
Þegar þarna er við sögu komið er klukkan að slá í 14:00 og við drífum okkur niður á mál og menningu til þess að grípa Jón Atla og Þorstein Guðmundsson. Því miður var Þorsteinn eitthvað síðar, en við náðum upplestri Jóns Atla á bók sinni sem kemur út á JPV útgáfunni síðar á árinu og mér er óhætt að fullyrða að þarna hlýtur að vera skemmtileg bók á ferðinni, amk miðað við upplesturinn hans.
Að því loknu fórum við niður á klink og bank til að skoða markaðinn niðrí berlín, sem var svona upp og ofan fyrir utan afbragðsflatkökur sem seldar voru á staðnum, en ég nelgdi af mynd af skemmtilegu listaverki sem búið var til úr niðurklipptum vatnsflöskum.

21.08.2004_-_klink_og_bank.jpg

Eftir klink sáum við okkur færi til að koma við í Íslenskri erfðagreiningu á leiðinni niður í bæ og grípa Eivör og Bill sem þar voru að láta ljós sitt skína, en því miður fengu fleiri þá hugmynd og sáum við lítið tónlistamennina, en við heyrðum þó. Á leiðinni niður í bæ kíktum við á loftbelgjavesen á háskólaliðinu.

21.08.2004_-_loftbelgur_hi.is.jpg

Þar sem loftbelgjavesenið gekk ekki of vel þá fórum við niður í bæ, hlupum í gegnum menningarslys bylgjunnar og stukkum inn á GhosTigital, 10 klst program sem var líklegast jafn skemmtilegt eins og það var leiðinlegt á köflum, en já skemmtileg tilraunamennska, og magnað að það hafi verið í Listasafni Reykjavíkur. Einnig sáum við þar Kenjarnar með Goya og mjög skemmtilegt videoverk sem hét 15 sekúndur og var gert með krökkum úr Vinnuskólanum.

21.08.2004_-_ghostigital_1.jpg

21.08.2004_-_15_sek.jpg

21.08.2004_-_listasafn_rvk_skak.jpg

Þarna vorum við komnir með heilbrigðan skammt af list, svo það var kominn tími til að bleyta aðeins upp í þessu með einhverju allt öðru, og þá varð Gospel messan fyrir valinu.

21.08.2004_-_gospelmessa_ingolfstorg.jpg


Algjör snilld að sjá þetta lið poppa svona og prestinn í fullum skrúða bíða rólega og reyna síðan að messa yfir fólki.
Við entumst ekki meira en eitt lag yfir þessu og fórum á myndasögupallborðsumræðurnar, eða comic panelinn eins og við kölluðum það, og vorum orðnir vongóðir eftir smá intelektúal umræðum, sem var kannski til of mikils ætlast, en þarna voru mest megnis umræður um hversu bágt myndasagan ætti á íslandi [og vesturlöndum] og af hverju það væri ekki jafn útbreitt og í japan. Við gáfumst upp á slíku væli eftir rúmar 15 mínútur og fannst tíma okkar vera betur varið í almennilega menningu og fyrir valinu varð Rat Race, eða kapphlaup skrifstofumanna með gsm síma og skjalatösku.

21.08.2004_-_rat-race1.jpg

Næst lá leið okkar á Grettisgötu og varð klukkan orðin 17:30. Þar sýndist okkur á dagskránni að hljómsveitin Flís væri að spila, en amk var þetta brilliant band með jazz spúnkið á hreinu.

21.08.2004_-_flis.jpg

Einnig var þar markaður og lét ég plata mig til að kaupa mér skemmtilega peysu sem reyndist of lítil.

Næst kíktum við á Dillon en þar var eitthvað næstum-því sveitt band að spila, sem kallaði sig Light of the High mind... þeir voru áhugaverðir í nokkrar mínútur.

Time lapse hafði vakið áhuga okkar á dagskránni, en það var í versluninni Oni. Á leiðinni þangað kíktum við á markaðinn í bakgarði Sirkus, og lét ég þar til leiðast og verslaði tvo jakka.
En time lapse var s.s. video sýning af nokkrum time lapse skotum sem tekin höfðu verið í reykjavík og var frekar vel heppnað þrátt fyrir að hefði mátt vera lengra.

Þegar hér er komið við sögu þá eru menningaróvitarnir orðnir svo hungraðir að stefnan var tekin á american style, en eftir að það var of mikið af hyski þar, þá varð Pítan að duga.
Þegar ég og helgi snerum aftur endurnærðir í miðbæinn var allt sett í botn því að nú átti að taka menningarnóttina hálstaki og krista allt líf úr henni .

Eftirfarandi atriðum náðum við í engri sérstakri röð:

21.08.2004_-_the_grondals_und_co.jpg

ragnheiður gröndal og föruneyti


21.08.2004_-_menning2.jpg

einhverjir krakkar að missa sig

21.08.2004_-_hiphop_punktur_is.jpg

hiphop punktur is í boði hins húsins


21.08.2004_-_jaguar.jpg

Jagúar [voru mjög þéttir og flottir]


21.08.2004_-_igore.jpg

Ígor, og sænska hiphoppið victorious [sem voru ekki alveg myndarinnar virði]


21.08.2004_-_baratta_gods_og_ills1.jpg

barátta góðs og ills

21.08.2004_-_baratta_gods_og_ills2.jpg

góða sigraði vitaskuld :)

21.08.2004_-_raggi_bjarna_toffari.jpg

raggi bjarna og hljómsveit stóð fyrir fjörinu í máli og menningu

21.08.2004_-_forest_let_sig_ekki_vanta.jpg

hinn ágæti forest whitaker lét sig ekki vanta á menningarnótt frekar en 100 þúsund aðrir sem voru að skemmta sér, og amk 10 þúsund fram undir morgun.

Okkur fannst þetta amk það vel heppnað að við ætlum að kýla á þetta með svipuðum hætti eftir ár.

p.s. tík ársins er pétur blöndal.

26.08.04 01:57

skyldar greinar: