« fullorðinn maður | aðal | saltacol »

júní 08, 2004

smjett

Ermm var eitthvað smá klístraður morgun, ákvað bara að vera heima í stað þess að fara að vinna... já, ég er að vinna í sumarfríinu mínu, svolítið sorglegt kannski, en minns þarf að klára svolítið extra.... En ég var eitthvað óþarflega tussulegur í gær, sem þýðir að ég er kannski að verða veikur sem er nei. En það var svosem helling að gera'roundthehouse eins og að spúffa það aðeins til og þvo garmana.
Því miður er íbúinn fyrir neðan mig eitthvað að kalka og skildi lyklana sína eftir í þvottahurðinni og skildi líka hálfþveginn þvottinn eftir síðan í gær... Blast!

Lagði í það áðan að skipta um msn addressu, s.s. losa mig við dauða email addressu sem ég hef ekki notað lengi yfir í alvöru e-mail addressuna mína.... Hélt það yrði mikið mál að flytja alla contactana á milli, en það er bara frábær export-to-xml fídus í msn messenger og síðan aftur import, kom mér smá á óvart.

Hvað ætli það séu margir af þessum 105 contacts, yfirgefnar addressur? Það væri ekki vitlaust að láta plaxo sjá um contact-listann, en það mundi náttúrulega virka best ef allir notuðu plaxo.

Skondið hvað fréttablaðið fær mikla digital meðferð hjá mér. Ég uploada því úr anddyrinu hér niðri rétt fyrir morgunmat og lít yfir það með morgunmatnum og tek inn allt áhugavert, og að því loknu þá fer það beint í "recycle bin". Hef einfaldlega enga trú á því að sanka svona að mér. Ef það væri eitthvað geymanlegt í því þá sæki ég bara fréttablaðið á netinu, screenshotta það, og geymi hér.
Jæja, núna hlýt eg að geta komist að í þvottahúsinu.

08.06.04 11:10

skyldar greinar: