« steingrímur er snillingur | aðal | kraftwerk »

maí 16, 2004

getting the shit together

Kíkti í eurogrill partý í gær hjá Bjarna Guð, og verð að mæla með að grilla kjúklingabringur... það er óvitlaust. Ég borðaði tvöfaldan skammt, sem var þó lítið á við suma sem að torguðu 600 gr nautasteikum OG drógu aðra að landi... vá

Annars er það að frétta frá vígstöðunum að þetta er allt að koma hérna á nýja heimilinu... snúruskráningin er búin, og hún var ekkert smá leiðinleg, en á eftir að spara mér hausverk og skápapláss. Ótrúlegt hvað maður áttar sig á því hvað maður á mikið af dóti þegar maður tekur það saman.
Hvað á maður t.d. að gera við 56 kbps pcmcia módem ?

Yfir í annað...
Sjálfstæðismenn hafa greinilega mikið bein í nefinu fyrst þeir eru tilbúnir til að sitja þegjandi á meðan formaðurinn verður sér gjörsamlega til skammar með yfirlýsingum og samsæriskenningum sem bera vott um .....tja.. að eitthvað sé ekki í lagi.
Bein í nefinu segi ég..... já, en ef til vill þá væri meira bein í nefinu, ef þeir hefðu kjark í sér til að setjast niður og eiga gott spjall við manninn. En þetta er erfið skák sem þeir eru að spila, því ef að menn setja sig upp á móti formanninum þá gætu þeir verið að fremja pólitískt sjálfsmorð innan flokksins.... ég er hræddur um að ástandið eigi eftir að versna áður en það skánar. Hver veit nema að þetta eigi eftir að kljúfa flokkinn á endanum.

16.05.04 15:32

skyldar greinar: