« N-Gage | aðal | is this »

nóvember 08, 2003

gsm símar í flugvélum

Ég var að spá í því, þegar ég flaug heim. Það er alltaf verið að brýna fyrir fólki að vera með slökkt á gsm símum og öðrum tækjum sem senda frá sér útvarpsbylgjur.
Hver er tilgangurinn?

Ég er líklegast ekki einn um það að þegar ég flýg þá vil ég vera öruggur. Ég vil að öllum öryggisstöðlum sé fylgt eftir og að starfsfólk flugvallar og flugfélaga tryggi það að ekkert geti truflað vinnu þeirra, því að truflun gæti þýtt stórslys.

Ef að gsm símar trufla samskiptabúnað flugvélar, hvers vegna í ósköpunum eru ekki gsm símar gerðir upptækir? Það er nokkuð öruggt að það er alltaf einhver sem gleymir símanum sínum í gangi í farangri. Það er líka nokkuð öruggt að þeir sem eru með ferðatölvur gleyma að slökkva á þráðlausa búnaðnum og hann sendir frá sér útvarpsbylgjur líka.

Punkturinn er að ef að þetta myndi trufla hið minnsta, þá væri það væntanlega meira mál en að við værum einfaldlega beðin fallega um að slökkva á búnaðnum. Ég vill allaveganna ekki hugsa til þess að öryggi mitt sé í höndum einhvers bjána sem gleymir að slökkva á gsm símanum sínum.

Möguleikarnir eru þá tveir

1)þetta er öryggisatriði og við erum alltaf í hættu af því að ekki er nógu vel tryggt að engar utanaðkomandi útvarpsbylgjur séu í gangi

2)útvarpsbylgjurnar skipta samasem engu máli.

Spurning.

08.11.03 15:24

skyldar greinar: