« hress again yes | aðal | Vængstýfingar og stélhristingar »

ágúst 09, 2003

leti íslenskra fyrirtækja

félagi sendi mér þetta skondna yfirlit yfir skilmála tveggja ótengdra internetþjónustuaðilla.....

íslenskt viðskiptalíf er brandari....


SI: 3. Síminn Internet mun eftir fremsta megni tryggja öryggi og trúnað
viðskiptavina og þeirra gagna sem þeir kunna að geyma á búnaði Símans
Internet.

eMax: 2. eMax tryggir öryggi og gætir fyllsta trúnaðar við viðskiptavini
og þeirra gagna sem þeir kunna að geyma á búnaði eMax.

--

SI: 4. Síminn Internet ber þó hvorki ábyrgð á tjóni sem kann að orsakast
af tengingunni né ef ekki er hægt að nota tenginguna af einhverjum
ástæðum. Síminn Internet ber ekki ábyrgð á gögnum sem kunna að tapast
eða skemmast sem geymd eru á búnaði Símans Internet. Síminn Internet ber
ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili veldur. Til dæmis með skemmdum á
efni sem Síminn Internet geymir á búnaði sínum.

eMax: 3. eMax ber þó hvorki ábyrgð á tjóni sem kann að orsakast af
tengingunni né ef ekki er hægt að nota tenginguna af einhverjum ástæðum.
eMax ber ekki ábyrgð á gögnum sem kunna að tapast eða skemmast sem geymd
eru á búnaði eMax. eMax ber ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili veldur.
Til dæmis með skemmdum á efni sem eMax geymir á búnaði sínum.

--

SI: 5. Síminn Internet dreifir endurgjaldslaust hugbúnaði til
viðskiptavina sinna. Síminn Internet ber ekki ábyrgð á því að sá
hugbúnaður virki né heldur af tjóni sem uppsetning eða notkun hans kann
að valda.

eMax: 4. eMax dreifir endurgjaldslaust hugbúnaði til viðskiptavina
sinna, sem nota þarf fyrir búnað sem viðskiptavinur leigir. eMax ber
ekki ábyrgð á því að sá hugbúnaður virki né heldur af tjóni sem
uppsetning eða notkun hans kann að valda.

--

SI: 6. Haga skal notkun í samræmi við góða siði og umgengnisreglur sem
almennt eru viðurkenndar á Internetinu.

eMax: 5. Haga skal notkun í samræmi við góða siði og umgengnisreglur sem
almennt eru viðurkenndar á Internetinu.

--

SI: 7. Óheimilt er að nota aðgang annarra. Þar með talið er óheimilt að
lána óviðkomandi aðgangsorð, reyna að komast yfir aðgangs- og lykilorð
annarra eða nota á annan hátt gögn eða samskipti sem tilheyra öðrum.

eMax: 6. Óheimilt er að nota aðgang annarra. Óheimilt er að lána
óviðkomandi aðgangsorð, reyna að komast yfir aðgangs- og lykilorð
annarra eða nota á annan hátt gögn eða samskiptaleiðir sem tilheyra öðrum.

--

SI: 8. Óheimilt er að nota aðganginn til að að brjótast eða að reyna að
brjótast inn í tölvukerfi eða tölvunet annarra eða til að valda tjóni á
búnaði eða gögnum. Síminn Internet ber ekki ábyrgð á því tjóni sem slíkt
kann að valda.

eMax: 7. Óheimilt er að nota aðganginn til að að brjótast eða að reyna
að brjótast inn í tölvukerfi eða tölvunet annarra eða til að valda tjóni
á búnaði eða gögnum. eMax ber ekki ábyrgð á því tjóni sem slíkt kann að
valda.

--

SI: 9. Óheimilt er að trufla samskipti eða valda óeðlilegu álagi á
tengingum annarra.

eMax: 8. Óheimilt er að trufla samskipti eða valda óeðlilegu álagi á
tengingum annarra.

--

SI: 10. Óheimilt er að villa á sér heimildir í samskiptum til dæmis
þegar sendur er tölvupóstur eða á annan hátt.

eMax: 9. Óheimilt er að villa á sér heimildir í samskiptum.

--

SI: 11. Óheimilt er að nota aðganginn til að dreifa tölvuveirum eða öðru
sem kann að valda skaða hjá viðtakanda.

eMax: 10. Óheimilt er að nota aðganginn til að dreifa tölvuveirum eða
öðru sem kann að valda skaða hjá viðtakanda.

--

SI: 12. Óheimilt er að nota aðganginn til fjöldasendinga. Óheimilt er að
senda annan magnpóst sem ekki inniheldur réttar upplýsingar um sendanda.
Óheimilt er að nota aðganginn til að taka við svörum við slíkum pósti.
Óheimilt er að senda póst sem getur valdið öðrum óþægindum eða miska
(til dæmis hótanir, klám eða stolin gögn).

eMax; 11. Óheimilt er að nota aðganginn til fjöldasendinga. Óheimilt er
að senda annan magnpóst sem ekki inniheldur réttar upplýsingar um
sendanda. Óheimilt er að nota aðganginn til að taka við svörum við
slíkum pósti. Óheimilt er að senda póst sem getur valdið öðrum óþægindum
eða miska (til dæmis hótanir, klám eða stolin gögn).

--

SI: 15. Óheimilt er að nota tenginguna til að dreifa efni þannig að það
brjóti í bága við lög og reglur. Til dæmis lög um eignarrétt,
höfundarrétt eða almennt velsæmi.

eMax: 12. Óheimilt er að nota tenginguna til að dreifa efni þannig að
það brjóti í bága við lög og reglur.

--

SI: 16. Óheimilt er að birta efni á heimasíðum sem ekki er í samræmi við
lög og reglur eða almennt velsæmi. Þar með talið er efni sem er
ærumeiðandi.

eMax: 13. Óheimilt er að birta efni á heimasíðum sem ekki er í samræmi
við lög og reglur eða almennt velsæmi.

--

SI: 18. Síminn Internet áskilur sér rétt til að senda viðskiptavinum
póst, bæði bréf og tölvupóst með tilkynningum er varða þjónustuna.

eMax: 14. eMax áskilur sér rétt til að senda viðskiptavinum póst, bæði
bréf og tölvupóst með tilkynningum er varða þjónustuna.

--

SI: 19. Viðskiptavinum er óheimilt að að setja upp hugbúnað eða
starfrækja þjónustu á tölvum eða einkanetum sem getur truflað
kerfisrekstur og eða þjónustu við aðra viðskiptavini.

eMax: 15. Viðskiptavinum er óheimilt að að setja upp hugbúnað eða
starfrækja þjónustu á tölvum eða einkanetum sem getur truflað
kerfisrekstur og eða þjónustu við aðra viðskiptavini.

--

SI: 20. Síminn Internet áskilur sér rétt til að að eyða gögnum
viðskiptavinar ef reikningar hafa ekki verið greiddir samfellt í 4 mánuði.

eMax: 16. eMax áskilur sér rétt til að að eyða gögnum viðskiptavinar ef
reikningar hafa ekki verið greiddir samfellt í 4 mánuði.

--

SI: 21. Skráður rétthafi tengingar telst ábyrgur fyrir því að þessum
reglum sé fylgt.

eMax: 17. Skráður rétthafi tengingar telst ábyrgur fyrir ofangreindu.

--

Síminn Internet: http://simnet.siminn.is/control/index?pid=6210
eMax: http://www.emax.is/order.html

09.08.03 12:46

skyldar greinar: